laugardagur, maí 19, 2007

Allt er þegar þrennt er.

Eitt en. Keflavíkur herstöðin, leiguíbúðir og háskóli. ;)

Gunni: Sæll Karl

Karl: Blessaður Gunni

Gunni: Heyrðu hvernig er þetta með ykkur, eruð þið bara alveg búnir að missa taktinn?

Karl: Ha? Nei, nei nei, við erum góðir

Gunni: Nei maður er bara að heyra það útundan sér að þið séuð farnir að dala ískyggilega

Karl: Hahaha, menn tala og tala um okkur eins og við séum einhver panda í útrýmingarhættu en gleyma því alveg að svona er þetta að verða allsstaðar í pólitíkinni

Gunni: Jájá, segðu, menn tala um aðra en eiga erfitt með að standa undir sjálfum sér

Karl: Heyrðu Gunni, talandi um þetta, hvernig er staðan á þér og Gullu? Eruð þið ennþá saman?

Gunni: Jájá allt í blússandi rómans hjá okkur, við fórum í hvalaskoðun í gær, erum ástfangnasta par sem ég hef séð

Karl: Já flott að heyra, það er gaman að það gangi vel hjá einhverjum. Ég er alveg að bugast undan þessu öllu saman, börnin að gera okkur geðveik og húsnæðislánið að drepa mann. Þetta er auðvitað bara vitleysa, svo vill Kolla fara að kaupa annan jeppa ekki seinna en í næsta mánuði. Enginn rómans í þessu hjá okkur, ekki nema hundurinn sem sefur stundum í fanginu á manni uppi í sófa.

Gunni: já, hummm, þú segir það, heyrðu ég verð að koma mér, ég og Gulla ætlum til eyja um helgina, að kíkja á lundann okkar.

Karl: Gunni! Ekki fara, hjálpaðu mér! Það vill enginn tala við mig lengur, hvað á ég að gera Gunni? Það er allt að hrinja hjá mér....

Gunni: Taktu þig taki, auminginn þinn, þú verður bara að redda þínum málum sjálfur, þó að allt sé í blóma hjá mér þá hef ég engan tíma í að reyna að redda þínum skít.

Karl: Æji Gunni, ekki fara...

Gunni: Gleymdu þessu...

Barnið.

Góð stelpa. Vinkona mín sagði mér frá því í ljóði sem hún hafði samið að hún vildi ekki taka þátt í fullorðinsleikjum. Ég skyldi hvað hún átti við, það þarfnaðist ekki neinna útskýringa, þetta er svo skýrt.

Hvert fór barnið? Strákurinn sem var til og stelpan sem kyssti hann á kinnina? Hvar eru þau í dag? Hver sagði okkur að börn væru svo einlæg og falleg í hjartanu? Hvað kom fyrir fullorðna fólkið? Einu sinni var nóg að lifa og leika sér, þannig er að vera barn. Svo verður barnið fullorðið og umskipti eiga sér stað. Bringuhárin og brjóstin fara að metast, keppast við hvort annað, í sífelldri leit að viðurkenningu.

Barnið, hvert fór það? Hvar er það? Hvervsegna í ósköpunum var maður að skylja við það...

fimmtudagur, desember 14, 2006

Þegar ég fæ svona email elska ég heiminn minn.

a little story.

So I'm out watching some bands, dancing to some tunes at a club until it kicks us all out at the ridiculously early time of 1am. I get home at 2am, and much too awake to go to bed I turn the TV on and there's some music programme on about a festival in Reykjavik. Lots of English bands playing there. And I'm thinking, hey! It's Reykjavik on my TV! Home of Siggi and Jon Bjarki.

And while I'm watching it, on screen appears a young Icelandic-looking chap at a hot dog stand or something, saying how half the people he talks to around this time are English, and how it's beautiful, and then they all go home (or something)... and it's JON BJARKI! On my TV! In my living room! (Well, my adopted living room).

And I'm shouting at the TV (did I mention I was a little drunk?) "IT'S JON! IT'S BLOODY JON!" to myself (my flatmate is fast asleep, being one of those employed people). And I can't believe it. I rarely watch TV.

And the chances of me switching it on at 2 in the morning and catching this one-off show, and seeing my friend Jon being interviewed, made me realise something about the world, something about the universe, something I never really comprehended before...that Iceland is indeed a small place.

Haha, well done Jon for making it into my living room. Fate keeps pulling us all together. Or something.

Jonny

Jonny lagði af stað í ferðalagið sitt þann 15. ágúst 2005. Við lögðum af stað sama dag á sama klukkutímanum. Tilviljun?

þriðjudagur, október 31, 2006

Hvað?

Hvað er að gerast hjá mér? Hvað er um að vera hér? Ég flaug heim á þetta litla sker. Spurning hvernig þetta fer. Núna sit ég bara, raula og baula og velti því fyrir mér hvað sé í gangi. Ég er ný lenntur, ég lennti samt alveg fyrir meira en mánuði en er samt núna fyrst að fatta það að hingað sé ég kominn. Það þrengir að, það sem hafði opnast, virðist vera að lokast, það er erfitt að vera sterkur á meðan sjónvarpinu er dælt beint í æð hvert sem maður fer. Spurningin er sú hvort maður vilji í raun halda áfram og segja bara 'svo fer sem fer'. Ég er þó vakandi og veit að allt get ég gert, ég veit líka að það sem skiptir öllu er að hugurinn sé ber.

Ég er að pæla, að pæla svo mikið í svo mörgu sem veltir sér um í huganum. Það er svo margt þar á seiði, við höfum öll svo margt lokað inni í okkur og við viljum svo mörg koma því út. Annars veit ég ekkert hvað ég er að segja, enda ekkert að segja. Kaffibollinn er tómur, og ég þarf í vinnuna. Úti er kalt, en ég ætla að bjóða fólki að friða samvisku sína fyrir þúsund kall.

Xanthoupolus er að koma á fimmtudag, sænskar stelpur á fimmtudaginn eftir það. Eftir slíkar heimsóknir verður hljóðið eflaust allt annað, hugmyndirnar kannski búnar að finna sér farveg og ég búinn að átta mig frekar á hlutunum. Kannski ruglar þetta manni samt bara upp, allt fer í köku og ég veit ekki neitt hvert framhaldið verður. Jæja maður sér þá bara hvernig þetta fer.

Átta klukkustundum síðar, aftur á Prikinu. Þessu bæti ég við að kvöldi þessa þriðjudags. Í enda ferðalagsins leið mér eins og ég ætti heiminn, ég hefði tekið hann og sigrað. Seinustu vikur hefur mér farið að líða meir og meir eins og heimurinn eigi mig og hann hefði aftur náð yfirhöndinni, ég var aftur orðið lítið peð í höndum heimsins. Í dag ræddi ég við Sigga San og úr urðu falleg plön, ákveðið framhald af því sem við kláruðum nú í haust. Í kvöld líður mér eins og ég hafi snúið á heiminn, og nú sé ég aftur kominn við stjórnvölinn. Í morgun stjórnaði heimurinn mér en núna stjórna ég heiminum.

Svona breytist lífið hratt þegar þú hlustar, grípur það sem að þér er rétt og snýrð svo öllu þér í hag. Við munum ríða heiminum á nýjan leik!

föstudagur, september 08, 2006

Er tomid fullnaegingin?

Herna sit eg nuna, einn, umkringdur vinum sem mer tykir vaent um, ast og kaerleikur, vinatta og fegurd.

Eg leitadi fullnaegingar i enda tessarar ferdar, momentinu tar sem eg myndi atta mig, finna fyrir endinum, klimaxinu. Nuna finn eg fyrir fallegu tomi innra med mer, tilfinningu sem er taer og fogur. Er tomid fullnaegingin sem leitad var af? Eda er tad eitthvad annad sem bydur? Tarf madur alltaf ad halda afram, taka fleiri skref, fylgja tessu ollu eftir, hver veit?

Eitt veit eg og tad er tad ad tu faerd sjaldan tad sem tu byst vid ad fa, en tratt fyrir tad ta faerdu eitthvad sem tu gast aldrei reiknad med, eitthvad allt annad, lifid leidir tig og kennir ter, synir ter fegurdina sem tu sast ekki adur.

Tetta er nefnilega svo skemmtilegt, tetta kemur nefnilega alltaf svo mikid a ovart, a medan tu leyfir sjalfum ter ad vera nogu random. Eg veit ad fair skylja tad sem eg er ad skrifa nuna, tad skiptir to ekki mali vegna tess ad tetta er tilfinning, sem mig langadi til ad rita nidur, eg turfti bara ad aela tessu ut ur mer, to eg viti vel ad tognin ein eigi ad rikja nuna.

Svo er tad alltaf spurningin, hvernig er haegt ad koma tilfinningu a blad?

Eg stelst til ad skrifa, tad er allt i lagi ad stelast stundum, bara ef manni langar til tess, lifid er nefnilega svo aedislega skemmtilegt ef madur brytur reglurnar stoku sinnum, mer lidur alveg svakalega vel nuna.

Er tetta fullnaeginin? Vinir minir sem eru nuna med mer, her. Ad sitja her, med tessu folki, ad sitja tar med hinu folkinu, ad eiga vini her og tar, ad kunna ad elska vini tina, ad eiga skilning i hjarta ser og finna fyrir skilningi i hjarta vina sinna. Ad hlusta en daema ekki, ad vera vinur, ad vera sattur, ad vera tomur. Fegurdin er her hja mer og okkur lidur ollum vel.

Ast. Eg elska svo margt, tad er svo gott ad elska, vitum vid tad ekki oll innst inni ad astin er allt?

Tad verdur gaman ad koma heim a ny, hitta folkid sitt, hitta vini sina, ommur og afa, fraendur og fraenkur, pabba og mommu, allt verdur skritid, en allt verdur sterkt, raunverulegt og fallegt.

Eg hlakka svo til, sjaumst.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Gledifrettir.

Nu er eg staddur i Arosum og var rett i tessu ad fa mjog godar fregnir. Jon Levy sem er ad vinna uti i Mexico med munadarlausum strakum er buinn ad versla mikid af doti fyrir ta og a eflaust eftir ad kaupa meira. Eg var ad skoda myndirnar af innkaupaferdinni og tad var mjog skemmtilegt ad sja strakana med nyja sko og skolatoskur. Slodin a siduna er herna; http://flickr.com/photos/levito/sets/734725/. Tad er ædislega gaman ad sja hvad sofnunin skiladi miklu til teirra. Eg kved ad sinni, bless.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Að láta sig dreyma.

Einu sinni fyrir löngu síðan þá átti ég mér draum. Þessi draumur var fjarstæðukenndur í fyrstu. Ég sá fyrir mér að eftilvill gæti ég einhverntíman á lífsleiðinni farið í ferðalag, og þá gæti ég ferðast þangað sem hugurinn myndi leiða mig. Ég sá fyrir mér fjarlægan heim þar sem allt væri öðruvísi en heima, fólkið, fuglarnir og sólin, allt væri öðruvísi og öfugt við það sem ég þekkti.

Mig dreymdi um að einn daginn, einhvern tíman í fjarlægri framtíð þá myndi ég leggja af stað í ævintýri, algjörlega óviss um, hvert það myndi leiða mig. Ég las bækur þar sem draumar urðu að veruleika, ég sá kvikmyndir þar sem alvöru ævintýri áttu sér stað og ég hlustaði á lög sem fylltu huga minn af sannri fegurð. Ég lét mig dreyma.

Draumar.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Varðandi linkinn.

Já varðandi þennan link þá er þetta nýja síðan okkar Sigga en við erum að fara út eftir tæpa viku. Endilega að kíkja þangað fyrir þá sem hafa áhuga. Ég mun svo blogga eitthvað prívat og persónulega á þessu léni. Jæja ég ætla að sofna núna.

www.austurferd.blogspot.com

föstudagur, ágúst 05, 2005

70.000 krónur!

Ég var að tala við Jón Levy í þessum töluðu og hann tjáði mér að 70.000 krónur hefðu nú safnast handa stráknum hans í Mexíkó. Hann vill þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt fram, þetta er ómetanlegt og fyrir þessa peninga verður hægt að kaupa föt á alla strákana og skóladót. Í næstu viku mun hann fara í stórmarkaðinn og versla fyrir peninginn sem þá hefur safnast, hann ætlar að taka myndir af ferlinu og mun ég þá setja tengil hér á síðuna. Þetta er hreint út sagt frábært, það að nokkrir íslendingar gefi smá frá sér til þess að munaðarlausir strákar í Mexíkó geti eignast ný föt, æji þetta er bara eitthvað svo gaman, og svo gott.

En fyrir þá sem hafa ekki greitt inn á reikninginn en hafa áhuga þá geta þeir lesið pistilinn fyrir neðan og lagt svo inn á þennann reikning og skrifað lýsinguna Mexico;

Nafn: Selma Þorvaldsdóttir
Kennitala: 2401593769
Banki: 0319
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 8119

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Áttu aur? Ertu til í að gera góðverk? Ég er með lausnina!!

Þriðjudagskvöldið 19. júlí átti ég gott samtal við félaga minn sem vinnur sem sjálfboðaliði í Mexíkó. Það er greinilegt að það tæpa ár sem hann hefur dvalist þar ytra hefur verið honum dýrmætara en orð fá nokkurn tíma líst. Þann tíma sem Jón Levy hefur unnið sem sjálfboðaliði hefur hann unnið með munaðarlausum börnum, börnum sem væru á rusla haugunum núna ef ekki væri fyrir menn eins og hann, og fólk sem hjálpar, leggur hönd á plóg.

Í samtali því sem ég átti við hann Jón Levy bað hann mig um að dreifa bréfi og reyna að hvetja fólk til þess að hjálpa honum að bæta líf strákanna sem hann vinnur með. Ég þessi einfeldningur sem ég er hef þessvegna ákveðið að biðla til ykkar kæru lesendur.

Hér fyrir neðan er bréfið sem hann sendi mér orðrétt.;

______________________________________

Kæri lesandi.

Ég vil þakka þér fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa þetta bréf. Ég heiti Jón Levy og er 23 ára gamall. Fyrir rúmlega ári síðan sótti ég um starf sem sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mexico. Ég var samþykktur og byrjaði að vinna með börnunum í byrjun september 2004. Eins og er sinnir heimilið 850 börnum frá aldrinum 1-15 ára og er skipt í deildir rétt eins og leikskólar á Íslandi. Ég var settur í deild með drengjum á aldrinu 8-10 ára og sé um þá 24 tíma á dag. Ég vakna með þeim klukkan 5 á morgnanna, fer með þá í skólann, tek á móti þeim úr skólanum (sem er sérskóli innan heimilisins), við borðum saman, við vinnum saman heimavinnuna og spilum íþróttir eða gerum ýmis verkefni fram að kvöldmat. Ég les fyrir þá fyrir svefninn (ég er að lesa Gosa þessa stundina) og svo fer dagurinn annan hring.

Fyrirkomulagið á heimilinu er eitthvað sem ég verð að dást að. Nánast öll matvara er ræktuð á túnum heimilisins ásamt svínum og kjúklingum í fjósunum. Hvert einasta barn sér um að handþvo sín föt og tekur ábyrgð á sínum eigin hlutum ásamt því að sinna vinnu fyrir heimilið. Þetta getur t.d. verið að skera maís af akrinum eða þrífa diska í matsalnum. Það er ótrúlegt að sjá hvað er mögulegt þegar 850 einstaklingar vinna saman skipulega að einum ákveðnu markmiði. Að hver og einn sé nærður, fái menntun og finni að hann sé hluti af einni stórri fjölskyldu.

Nýtt skólatímabil hefst eftir tæplega mánuð og ég verð að segja að föt og skór strákanna minna eru farinn að syngja sitt síðasta. Nánast ekkert er til af blýöntum og stílabókum og skólatöskur eru munaður sem fáir hafa. Mér langar þess vegna að biðja þig lesandi góður um aðstoð svo ég geti mögulega orðið mér úti um þessa hluti. Hver króna hér skiptir meira máli en nokkur gæti ímyndað sér og með þinni hjálp er hægt að gera kraftaverk. Málið er að ég sé kraftaverk á hverjum degi þegar ég sé 850 krakka vinna hver að sínu húsverki og sæki svo mat í eldhúsið fyrir strákana mína. Þegar ég er að skammta matnum á diska fyrir strákana mína kemst ég ekki hjá því að hugsa hver vann maísinn í matnum, hver gaf svíninu sem ég er að skammta mat á hverjum degi, hver vann hveitið í brauðinu og hver bakaði það. Þetta er mesta kraftaverk sem ég hef séð.

Ef þú hefur áhuga að aðstoða mig við að koma strákunum míunm í ný föt, nýja skó og að ég geti keypt fyrir þá blýanta og stílabækur þá ætlar Jón Bjarki að safna saman þeim pening sem þú getur aðstoðað okkur með og hann mun svo koma þessum pening til mín.
Einnig er hægt að leggja inn á móður mína og skrifa í lýsinguna “Mexico”
Nafn: Selma Þorvaldsdóttir
Kennitala: 2401593769
Banki: 0319
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 8119

Ég vil þakka þér aftur fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa bréfið og vil enda þetta á orðtaki sem er notað hér innan heimilisins “Contigo es posible” eða “með þér er það mögulegt.”

Kær kveðja, Jón Levy.
p.s. Myndir af strákunum mínum er hægt að sjá á
http://www.flickr.com/photos/levito/sets/521000/

___________________________________

Það er alls ekki mikið sem beðið er um, bara smá aurar svo að þessir litlu Mexíkósku guttar geti eignast óslitin föt og pennaveski. Er ekki bara málið að slá til og taka eitt lítið skref í átt að betri heimi, þó svo að það sé ekki nema þá bara til þess eins að sýna Jóni Levy virðingu og þakkir fyrir það góða starf sem hann er að vinna.

Innileg kveðja, með von í hjarta, Jón Bjarki Magnússon.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Já.

Blaður, blaðr. Blaðri, blaðr. Við skulum bara semja um það að taka pásu hér á þessum miðli mínum. Það er alveg kominn tími á það að þessi síða fái hvíld. Næsta mánuð efast ég um að eitthvað merkilegt eigi sér stað, kem inn og rita þegar ævintýrin fara að gerast.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

itunes og allt það og svo er það hitt líka.

Mér finnst það nokkuð skemmtilegt að dæla tónlist inn á itunes. Sumir eru með fire-wire tengi að mér skilst, þeir eru mjög fljótir að setja tónlistina inn á harða diskinn. Ég notast við fornaldartækni, svokallað usb tengi, þannig að það tekur mig svo gott sem hálfa mannsævi að setja eitt stykki hljómplötu inn. Fyrst um sinn þá bölvaði ég þessu í sand og ösku og mér var gjörsamlega misboðið yfir hægfara gagnaflutningi. Í dag hinsvegar gæti ég ekki hugsað mér neitt annað en gömlu gráu usb-snúruna. Það er eitthvað við þessar 5-10 mínútur sem það tekur að setja diskinn inn, spennan og magaverkurinn og allt það. Þið fattið hana kannski ekki, stemmninguna, en það skiptir ekki. Hún er góð, það er gott.

Þá er það allt hitt. Hvað er það? Vinnan bara? Jæja.

.

föstudagur, júlí 01, 2005

21. afmælið.

Í gær átti ég afmæli og í gær varð ég 21 árs. Í gær breyttist ekki neitt í mínu lífi, ég varð þó árinu eldri á pappírunum. Ég þakka þeim innilega sem sendu mér hugheilar afmæliskveðjur, mér hlýnaði um hjartarætur. Þið hin sem hafið ekki ennþá sent mér kveðjur, þá rennur fresturinn út eftir nákvæmlega ár eða þann 30. júní, 2006. Þeir sem senda mér ekki kveðjur á því tímabili fá eilíflega fyrirgefningu úr innsta brunni hjarta míns. Hugheill Jón Kveður hins vegar að sinni.

.

mánudagur, júní 27, 2005

Kvöldþátturinn.

Mikið rosalega þykir mér vænt um þennan nýja kvöldþátt hans Guðmundar Steingrímssonar á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Rökræðan í kvöld var góð, Gunnar í krossinum með klassíker um homma og lesbíur, andstæðingar hans héldu þó ró sinni furðu vel, spurning hvort menn séu bara farnir að vorkenna þeim gamla. Lítur þó allavega út fyrir að maður geti haft eitthvað gagn og gaman af þessum þætti í sumar.

Það var loksins að almennilegur spjall-þátta stjórnandi fannst, maður sem talar á manna máli við menn um málefni annað en greyið hann Gilli Smart. Muniði ekki eftir laugardagskvöldunum hjá honum? Á stundum þá leið mér eins og það væri járntjald á milli hans og gestanna. Oft á tíðum þá sagði gestur þáttarins frá einhverju mikilvægu sem snertir við hjarta hvers lifandi manns, í slíkum samtölum átti greyið hann Gísli það til að flissa eilítið og brosa svo tómlega. Guðmundur á hinn bóginn er greinilega í góðum tengslum við tilveruna. Innihaldið er gott strax á öðrum degi og það getur ekki annað en lofað góðu fyrir framtíðina. Dýrð sé Guðmundi hinum góða, nú skulum við öll vona að hann haldi stabílli og snarpri samfélagsrýni áfram gangandi í þættinum, afþví að það er svoooooo gaman!!

.

Mánudagurinn.

Þá er hann kominn aftur blessaður mánudagurinn.

föstudagur, júní 24, 2005

Nýtt blogg.

Við þurfum að reyna eitthvað annað, eitthvað nýtt. Prófum einu sinni að dansa öll saman, það getur varla sakað að prófa það. Það getur verið vitlaust að festast í hugarfari gærdagsins, taka á móti deginum í dag með viðhorfi sem einu sinni var. Horfum á morgun sólina stíga til himins og syngjum fyrir hana öll í einum kór, það getur varla sakað að reyna það. Pælum öll saman í því bara í eitt skipti, hversvegna ekki? Eða kannski bara ekki, æji þið ráðið.

.

mánudagur, júní 20, 2005

Kaninn í Keflavík.

Hvern einasta virka morgun ferðast ég yfir landamæri Íslands og Bandaríkjanna, ég veifa passanum mínum að 19 ára pilti sem stendur tignarlegur með M-16 í hönd, þegar hann gefur merki þá heldur rútan áfram. Inni á stöð má sjá skemmur, sumar eru yfirgefnar en aðrar eru í notkun íslenskra fyrirtækja sem þjónusta stöðina. Þarna er ógrynni af litlum íbúðar blokkum sem allar eru eins að flestu leyti. Deifð og tilbreitingarleysi virðist á einhvern hátt skína utan af byggingunum, steypan fer alltaf í sama mótið og svo er klónað, allt er eins og allir eru eins.

Veitingastaðurinn Three flags er til vinstri, Subway til hægri. Vinstri, hægri, upp og niður, one, two, three, four, at ease warrior! Hey! og svo sé ég þarna tugi einkennisklæddra hermanna sem éta, og éta, og éta sig svo feita af þrefaldri "Biggies" Wendy's máltíð. oft á tíðum er þarna um að lítast eins og í litlum yfirgefnum draugabæ, þá velti ég því fyrir mér, hvar leika börnin sér? Eru þau í tölvunni að drepa Bin Laden? Eða kannski inni í sjónvarpinu að fela sig fyrir ógurlegu öskri orrustuþotunnar sem svífur og svífur, hvað sprengir hún næst?

Á morgun hitti ég kanann í Keflavík.

.

laugardagur, júní 18, 2005

Foel.

Alveg eins og í gær og daginn þar áður þá vaknaði hún Foel upp af tiltölulega værum blundi um leið og haninn hann Gogolak gaulaði sitt þriðja hanagal. Þennan morgun var andrúmsloftið á engan hátt frábrugðið andrúmslofti allra þeirra þúsunda morgna sem hún hafði áður upplifað. Þúsund morgnar, þúsund augnablik sem öll höfðu verið alveg nákvæmlega eins. Þessvegna ályktaði Foel réttilega að í dag gæti hún hagað sér nákvæmlega eins og alla aðra daga, hún var örugg.

.

mánudagur, júní 13, 2005

Lífið.

Hversvegna ég skrifa titilinn hér að ofan er mér hulin ráðgáta. Það er samt einhvernveginn eins og lífið sjálft hafi beðið mig um að gera því einhver skil. Það virðist vera að það sé eitthvað inni í mér og í umhverfi mínu sem vill skilgreina lífið og setja fegurð þess í fallegan texta. En nú þegar ég er byrjaður að skrifa og ætla mér að verða við ósk míns eigins sjálfs þá virðist ég vera kjaftstopp. Það er eins og hugsanir mínar nái ekki að tengast fingrunum á lyklaborðinu, þetta er allt í kollinum en fingurnir skilja ekki hugann.

Ég dáist af þeim sem geta gert lífinu sönn skil á pappír, þeir sem geta komið sér að kjarnanum og sýnt hann tæran og ómengaðann eru sannir meistarar. Það einfaldasta er yfirleitt það fallegasta, þegar öll aukaatriði eru látin flakka þá hef ég fundið fyrir sannri fegurð, þannig vil ég alltaf hafa það. Lífið núna er tært og hreint, núna er klukkan 00:56 og ég sit og hlusta á Cardigans rétt áður en ég leggst í bólið. Hérna er enginn annar en ég og rödd Ninu Persson sem syngur fallega tóna fyrir mig. Þessi stund er lífið. Eigiði gott líf.

.

þriðjudagur, júní 07, 2005

X'ian?

Ég fór í kínverskt nudd í gær með þeim Valgeiri og Steingrími. Það var sérstakt að leyfa smávöxnum kínverja að ganga á bakinu á sér, lemja fast á lappirnar og toga loks í fingurna svo fast að það small í þeim. Menn voru ekki sammála um gæði þjónustunnar, en ég var svona ágætlega sáttur með þessa lífsreynslu, er hinsvegar ekki viss um að ég geri þetta að vikulegri rútínu, líklegast aðeins of dýrt til þess.

Við ræddum það félagarnir á leiðinni heim að þrátt fyrir mismikla ánægju okkar með þetta nudd þá væri þetta hreinlega lífs-nauðsynlegt, þ.e.a.s. það að prófa eitthvað af öllu því sem hægt er að gera hér á landi og erlendis. Það er viss stemming í því að upplifa eitthvað framandi, að prófa það þó svo að hugur manns hafi kannski aldrei áður japlað á slíkri hugmynd. Maður þarf að opna hugann eilítið fyrir nýjum hugmyndum, og leyfa öllu að flæða inn, drattast svo af stað og láta vaða. Hver veit, kannski finnur maður það sem er hvergi annars staðar að finna. Við verðum að fara að kýla á það krakkar, engar áhyggjur, gerum það bara núna, strax.

.

mánudagur, maí 30, 2005

Fótbolti.

Að spila fótbolta á góðviðris kvöldi er yndisleg upplifun. Að leyfa svitanum að leika við ennið og augabrýnnar á meðan maður rennir sér á eftir boltanum í þeirri von að setja mark, það er gott. Svo gerist það, þegar sólin virðist ekki vilja týnast á bakvið þökin af ótta við að missa af fegurð leiksins, hún teygir þess í stað anga sína í allar áttir og allt um kring má sjá geilsa hennar kveðja okkur.

Þá er mér spurn.

Eru það ekki einmitt þessi litlu augnablik sem eru jafnframt þau stærstu? Hafa þeir ekki allir komist að því á endanum að það er í einfaldleikanum sjálfum sem lífið sýnir sinn sanna lit? Það sem ég er að reyna að koma orðum að, er einfaldlega það að í einfaldleika sínum var æðislegt að spila fótbolta í kvöld, það þurfti ekkert meira til að fullkomna þennan dag.

.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Nú er nóg komið.

Ég auglýsi eftir sumrinu! Og þá geri ég það ekki af því að ég er eigingjarn eiginhagsmunaseggur heldur vegna þess að kornbændur á norðurlandi eru við það að missa allt kornið sitt vegna kulda. Farðu nú frost!

.

Valli er góður gaur.

Nei grín. En samt ekki, sko Valli er fínn gaur en ég ætla mér ekki að skrifa aðra færslu um það að einhver ákveðinn aðili sé góður og telja svo upp ástæður þess, það væri leiðinlegt að gera þriðju færsluna í röð sem myndi hljóma næstum alveg eins. En ég get þó alveg nefnt það að Valli er góður vinur, og lífið væri án efa leiðinlegt án hans, eða þið skiljið hvað ég er að fara? Ég vil meina það að þegar þú kynnist einhverju mannsbarni þá verður þið sjálfkrafa eitt og hið sama að einhverju leyti, en ég hef þó ekki þróað þessa hugmynd neitt frekar.

Tíbet? Er það ráðlegt flipp? Ég veit ekki, er að velta því fyrir mér, Siggi virðist einnig hafa verið að velta því fyrir sér. Þá verður að teljast líklegt að við skoðum þessa hugmynd all ítarlega í sumar, hún gæti orðið að veruleika. Ef sú verður raunin þá verð ég að eignast stóran og stöndugan hatt.

.

föstudagur, maí 20, 2005

Beggi er góður gaur.

Hann sagði mér msn-ið hans Steingó, sem betur fer var ég með msn-ið hans Begga. Sumir segja að ég sé msn sjúklingur, ég held að það sé bara málið að maður vilji vera vel tengdur, og þá tngjast þeim bestu frekar en þeim verstu.

.

Steingó er góður gaur.

Þessvegna bið ég fólk um að segja mér hvert msn-ið hans er. Ég hef lengi ætlað að ná í kauða en ekki komið því í verk, frábært ef einhver ykkar þarna úti cómentið á mig emsinu. Þó má ekki misskilja þessa færslu sem einhverskonar dauðaleit að týndum manni, ég veit að Steingó er ferskur á vappinu hérna einhversstaðar, veit bara ekki hvar og hvernig. Málið er bara það að við erum að tala um of góðan kauða, og slík góðmenni er nauðsynlegt að hafa góða beintengingu við. Segi ég og skrifa....

.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Búið? Ekkert eftir?

Jæja, prófum lokið, allt fallið í ljúfa löð og ég farinn að vinna á "beisinu" meða Steinanum. Sótti mér rétt í þessu nokkrar bækur niður á bókasafn, ein þeirra er ferðasaga Guðrúnar Finnbogadóttur sem fjallar um ferð hennar til Rússlands á árunum 1990-1993. Tók mér líka Seven years in Tibet, Liljuleikhúsið og Undraheim Indíalanda, allt bækur sem gaman verður að glugga í til að forvitnast um þau svæði heimsins sem gætu orðið undir manni á komandi mánuðum.

Glöggir lesendur geta þó eftilvill efast stórlega um sannindi þessarar yfirlýsingar þar sem að Burkurinn á það oft til að taka bækur út um allar tryssur, ætla sér að lesa þær en beila svo allharkalega á því, sér og sínum nánustu til mikillar mæðu. Burkusinn mun þessvegna ekki lofa neinum lestri, en þess í stað er algjörlega öruggt að mikil "gagna-gluggun" mun fara fram og jafnvel einhver minniháttar lestur.

En heyrðu mig nú Burkus, talar bara um lestur núna, og prófin búin, það er heimsk pæling. Hefðir miklu frekar átt að minnast á sumarið, bjórinn, ylströndina í Nauthólfsvík og eitthvað þannig þverhausinn þinn!! Burkus: Já ég ætlaði að fara að gera það, það eru þrír mánuðir eftir af mínu íslenska sumri sem mun samkvæmt óskum einkennast af Buena Vista kvöldum, grilli hjá félögum, útilegum, meiri bjór, busli í sjó og á vatni og vonandi óendanlega mikilli sól. Að öllu þessu loknu og einhverju miklu meiru og fleiru, flýg ég svo af stað og framlengi sumarið um ár. Kv. Burkus og Jón Bjarki

.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Opinber stjórnsýsla.

- Það eru ekki einstaklingar, heldur "stöður" sem veita þjónustu.

Nú hef ég lært það að þegar lögreglumaðurinn Sigfús Jónsson tekur mig fyrir of hraðan akstur þá er það ekki hann sjálfur sem gerir það. Nei hann er að spila ákveðna stöðu í stjórnsýslunni, hann er lögga, algjörlega laus við sitt eigið sjálf. Og það sem meira er......

- Tekjur eru tengdar stöðu, ekki afköstum.

Semsagt, ef Sigfús getur ekki neitt í þessari "stöðu" sem honum hefur verið veitt, þá skiptir það engu máli, hann fær launin sín greidd mánaðarlega vegna þess að hann er í stöðu lögreglumanns og þeir eiga að fá X mikil laun, sama hversu lengi þeir eru að hlaupa á eftir bófunum.

Þá er spurningin, er ég að átta mig á námsefninu eða er námsefnið að rugla í hausnum á mér?

-Og fyrir hina sem vilja lesa listann ógurlega þá er hann hér fyrir neðan.

.

Listar yfir þá bestu og þá bestu og verstu á þingi.

Tveir efnilegir stjórnmálafræðinemar hafa með fræðilegri nálgun, tölfræðilegum samanburði og heimspekilegum vangaveltum gert endanlega úttekt á þingheimi það sem af er þessu kjörtímabili. þetta var fyrst og fremst vísindaleg athugun og allar stjórnmálaskoðanir rannsakenda voru lagðar til hliðar. Nauðsynlegt var að til að menn kæmust í efstu sætin, að þeir hefðu sjarma, eilitla sjálfsvirðingu og ekki skemmdu stjórnmálahæfileikar fyrir.

Sameiginlegur listi Valgeirs og Burkusar yfir úrvalsdeild íslenskra þingmanna.

20. Davíð Oddsson - Eingöngu gert vegna þeirrar staðreyndar að hann er farsæll stjórnmálamaður

19. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Hefur setið á þingi í stuttan tíma, á líklega eftir að sigra Össur og vera bomba í framtíðinni.

18. Siv Friðleifsdóttir - Umhverfisráðherran sem kom á mótorhjóli í vinnuna á bíllausa deginum! Á skilið að sitja á listanum, þó það sé ekki nema bara húmorsins vegna!

17. Margrét Frímansdóttir - Hugrökk hugsjónakona sem hefur haldið ótrauð áfram, þrátt fyrir mótlæti og heilsubrest.

16. Jón Kristjánsson - 63 ára heljarmenni stýrir skútunni í heilbrigðisráðuneytinu af heilindum en fær þó oft óverðskuldað skítkast, lítill, gamall og góður kall.

15. Magnús Þór Hafsteinsson - Rebell sem rífur kjaft, hefur migið í saltan sjó og fær okkar virðingu fyrir það.

14. Atli Gíslason - Góður gaur, sköllóttur vinstisinnaður lögfræðingur - fullkomin uppskrift!

13. Helgi Hjörvar - Talar blaðlaust upp í pontu, eitthvað sem þingheimur ætti að taka sér til fyrirmyndar. Gallharður með góða "sýn" á stjórnmálin.

12. Mörður Árnason - ...

11. Gunnar Birgisson - Stjórnarþingmaður sem hefur verið að rífa kjaft gegn eigin flokki. Plús fyrir það.

10. Ögmundur Jónasson - Algjör klassíker, ötull baráttumaður verkalýðsins, sprenglærður hugsjónamaður.

9. Guðjón A. Kristjánsson - Óheflaði frjálslyndistuddinn, maðurinn með stálhjartað, hann fylgir hjartanu og berst gegn ósanngjörnu kvótakerfi. Vestfirðingur af holdi og blóði, berst fyrir sínu fólki.

8. Jóhanna Sigurðardóttir - Hennar tími kom aldrei....greyið.

7. Geir H. Haarde - Meistari Geir stýrir þjóðarskútunni og tekur lítið kredit fyrir. Maðurinn á bakvið Davíð Oddsson, situr rólegur og bíður eftir að formanns sætið losni. Gæti verið framtíðarbomba Sjálfstæðisflokksins, staðfastur og fylginn sér, ákaflega hæfur stjórnmálamaður. Spilar á Saxafón í Gísla Marteini og syngur eins og engill, gull af manni.

6. Lúðvík Bergvinsson - Rauðbirkinn Vestmanneyjingurinn, gefur ekki tommu eftir í baráttunni við bláu höndina. Einn af mestu ræðuskörungum þjóðarinnar. Myndalegur og líklegur til metorða innan Samfylkingarinnar.

5. Ágúst Ólafur Ágústsson - Ein bjartasta von Samfylkingarinnar, hefur sýnt það og sannað að hann leggur áherslu á sanngirni og réttlæti, andstaðan við framapotarana sem sjást leika lausum hala á alþingi. Fær mikið og gott kredit fyrir baráttu sína gegn firningu kynferðisafbrota.

4. Kristinn H. Gunnarsson - Fylginn sér, lætur ekki formanninn ógurlega stjórna sínum skoðunum, fékk á baukinn en heldur ótrauður áfram.

3. Össur Skarphéðinsson - Ræðumaður alþingis árið 2005. Þaulreynt ljón sem sennilega mun þó bíða lægri hlut fyrir refnum ógurlega. Hann er trúverðugur stjórnmálamaður og liggur ekki á skoðunum sínum, einn tíðasti gestur í pontu alþingis. Hægt að hlæja líka að honum og með honum.

2. Pétur Blöndal - Hefur alla burði til að vera einn af haukunum í Sjálfstæðisflokknum en lætur svipuna í flokknum ekki hafa of mikil áhrif á sig. Maður sem er algjörlega samkvæmur sjálfum sér í öllum málum. Menntasprengja, eldklár og það er vit í því sem hann segir hvort sem menn eru sammála honum eða ekki. Langbesti ríkisstjórnarþingmaðurinn og skólabókadæmi um það hvernig þingmenn eiga að vera, sama hvaða flokki þeir tilheyra.

1. Steingrímur J. Sigfússon - Þingmaður ársins að mati Valla og Burkusar. Það er ekki að spyrja að því. Maðurinn er vél, ríkisstjórnin hlýtur að missa svefn yfir áhyggjum af þessum mikla skörungi sem kemur þaulundirbúinn í umræður þingsins og gjörsamlega hakkar meirihlutann í sig. Ræðumaður alþingis árið 2004. Það sama gildir um hann og Petur Blö, hann er stofnun útaf fyrir sig, honum verður ekki haggað. Í fullkomnum heimi væru þeir einir á þingi, bítast um málefni líðandi stundar, röggfastir og fylgnir sér, í fullkomnum heimi.

Eftir að hafa sett saman elítu íslenskra þingmanna erum við tilknúnir til að setja þá inn sem hvíla í lægstu sætunum og eiga heima á ruslahaugunum.

Sameiginlegur listi Valla og Burkusar yfir úrhrök íslenska þingsins.

10. Birkir J. Jónsson - Kannski besta skinn en hann er tilgerðalegur og sleikjulegur fnykur af honum. Er undir verndarvæng formannsins og slíkir menn eiga ekki heima á þingpöllum - farðu úr teinóttu jakkafötunum hættu að greiða í píku og drattastu til Sigló aftur.

9. Guðni Ágústsson - Ein af skemmtilegustu fígúrum Framsóknarflokksins. Hann er fyndinn, en þar við lýkur. Arnold Schwarzenegger okkar Íslendinga, kemst áfram á einhverjum fyndnum frösum. Í endurvinnsluna með þetta.

8. Sólveig Pétursdóttir - Í dómsmálaráðherra tíð sinni var hún bara illa að sér í öllu og virtist í 75% tilvika vera full þegar hún kom í viðtöl. Í dag er hún engu skárri, ennþá full og bara almennt ömurlegur blettur á íslensku alþingi, ein meðfæranlegasta strengjabrúða forustu Sjálfstæðisflokksins. Getur varla komið fyrir sig orði blessunin.

7. Valgerður Sverrisdóttir - Hún er algjört gæðablóð, en hún er fífl.

6. Guðlaugur Þór Þórðarson - Þó svo að hann sé í forustu fyrir íþróttafélag okkar Grafarvogsbúa þá er það bara hreint og beint framapot. Hann er af þessari ungu, hrokafullu en í senn smeðjulegu kynslóð Sjálfstæðismanna sem hefur ekki einu sinni frjálsan vilja þó hann tali fyrir frjálshyggju.

5. Dagný Jóns - Ung og efnileg kona sem virtist í fyrstu eiga framtíðina fyrir sér en svo skeit hún uppá bak. Fyrrverandi meðlimur stúdentaráðs tekur U-beygju þegar hún sest á þing og samþykkir frumvörp algjörlega andstætt sínum fyrri baráttu málum í stúdentapólitíkinni. Leiðinlegt að sjá slíka brotlendingu, en nauðsynlegt að lsona við slíka þingmenn.

4. Sigurður Kári Kristjánsson - Hefur skítaglott sem fær Gísla Martein til að kikna í hnjánum, sama saga og með Guðlaug Þór, tækifærissinni sem hefur komist langt á því að sleikja upp forustuna. Gjörsamlega búinn að henda hugsjónunum út um gluggan og fylgir nú flokknum í einu og öllu. Á það til að verða alveg óheyrilega drukkinn niðri í bæ, kaupa sér tvo kebabba og rakka vinstri menn niður eins og hann getur. (Burkus hefur lennt í honum)

3. Halldór Ásgrímsson - Leiksoppur íhaldsins, skandall að 87% þjóðarinnar hafi ekki kosið manninn sem situr í forsætisráðherrastól. Skandall að hann skuli hafa samvisku í að selja ráðuneyti svo að gamli forsætisráðherra draumurinn rætist. Eiginhagsmunaseggur sem á ekkert í það að vera í þessum stól. Sellout.

2. Björn Bjarnason - Herforinginn og fasistinn sem vill íslenskan her og leyniþjónustu. Það er bara eitthvað ógnvænlegt við manninn og Guð forði okkur frá því að hann komist nokkurn tíman í utanríkisráðuneytið eða forsætisráðuneytið. Sækó!

1. Gunnar Örlygsson- Þessi maður er einn stór brandari. Sagði það sjálfur að hann hefði nú bara farið í framboð sem einskonar greiða við vin sinn vegna þess að hann hefði aldrei trúað því að hann næði inn á þing. hefur fengið ótrúlega fjölmiðlaathygli, fyrst vegna þess að hann sat í grjótinu fyrstu mánuði þingmennsku sinnar og síðar vegna þess að hans heitasta baráttumál væri að hann fengi að vera í gallabuxum og með hneppt frá skyrtunni á þingi. Eftir þessa fjölmiðlaathygli taldi hann sig geta allt og bauð sig fram sem varaformann þingflokks Frjálslyndra. Þar varð brotlendingin mikil sem varð til þess að hann sveik þessa að ráðvilltu kjósendur og gékk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Svikari af holdi og blóði, hvað er meira hægt að segja. Það er einlæg ósk okkar að hann muni rísa til hæstu metorða í Sjálfstæðisflokknum, ef ekki þá á haugana með þetta úrhrak kjörtímabilsins!

Það skal taka fram að sætavalið var frekar óformlegt og sennilega stóðst ekki vísindaleg aðferðafræði okkar þegar kom að því að velja minnipokamenn þingheims. Vonandi hafið þið haft gaman af.

.

sunnudagur, maí 08, 2005

Sprengja.

Núna líður mér nákvæmlega eins og ég sé að springa. ég er alveg viss um það að margir hafa fundið fyrir svona tilfinningu, maður er einhvern veginn fastur í sínu eigin spennu hylki. Er bara á fullu að lesa og geri lítið annað en að hugsa um það þegar próf verða búin, kannski þessvegfna sem ég er svo upptjúnnaður. Þetta er fáránlegt, eg er allur á iði, hefði ábyggilega gott af því að fara út að skokka, kíkja í sund eða eitthvað, en nei hef ekki tíma, Samanburðarstjórnmálin á morgun. Má ekki, má ekki, má ekki, má ekki, má ekki gera neitt annað en að lesa, lesa, lesa, lesa bækur og bækur og glósur og glósur, ATATATATATATATA ég er að klikkast hérna. BLOGGÖSKUR!!! Jæja en mér er ekki til setunnar boðið, það er lestur fram á föstudag, próf á morgun og svo á föstudag, nauðsynlegt að lesa sér til um efnið, alveg nauðsynlegt. Svo er ég farinn í vinnu þar til ég drattast út þann 15. ágúst.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Dómarinn Pan

Dómarinn situr ofar öðrum, þrátt fyrir það að hann sé lítill í loftinu. Það er auðveldast að sitja uppi í sæti dómarans og benda niður á þá sem ekki sitja í sömu hæð. Held samt að það sé þrúgandi til lengdar að dæma lifendur og dauða, þið vitið benda á flísarnar í öllum en gleyma bjálkanum sem stækkar inni í manni sjálfum. Vera einn og einangraður inni í frumskógi manna, forðast djöfullegt umhverfið en losna aldrei við versta óvinin sem stækkar og stækkar þar til dauðinn hoppar ofan úr loftinu og dregur dilkinn á eftir sér.

Þetta virðist vera svo einfalt, elskaðu náungann eins og þú elskar sjálfan þig, gerðu öðrum gott og lifðu nægjusöm lífi. Hversvegna fara svo margir í öfuga átt? Þegar hin leiðin er svo einföld og opin öllum. Mannlegt eðli virðist fela í sér einhverskonar óskýranlega leit að frelsi og frið, og þó að frelsið og friðurinn liggi á náttborðinu og bíði eftir því að þú takir við því, þá einhvernveginn virðast svo margir leita á vitlausum stöðum, og fara í andstæða átt, eins og þeim sé ýtt í burtu. Þeir leita langt yfir skammt eins og vitringurinn sagði. Kannski að þeir sem leita og leita án þess að finna verði á endanum leiðir og reiðir.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Analóg

1. kafli. Framtíð? Nú styttist í það að próf hefjist. Í dag eru aðeins 5 dagar. Svo að þann 13. maí þá kemur sumarið, eða þá losnar maður úr þeim djúpa hyl sem maður hefur komið sér ofan í. Það eru einungis tæpir 3 mánuðir í það að ég og Siggie's leggjum land undir fót og ferðumst jörðina þvera og endilanga. Vona þessvegna að ég nái að safna mér einhverju í sarpinn, einhverju sem á heima inni á bankabók og er hægt að leggja út fyrir lífsnauðsynjum. Við verðum eflaust ekki þeir efnuðustu sem flakka landa á milli, en við ætlum okkur að vinna hér og þar og halda okkur þannig réttum megin línunnar eins lengi og hægt verður.

2. kafli. Icelandicfilmfestival. Ég fór á kvikimyndafestívalið og sá Downfall. Það er nefnilega ekki oft sem maður sér slíka mynd um Hitler og seinni heimstyrjöldina, sérstakt að sjá þjóðverjana sem fórnarlömb og Hitler sem snargeðveikan og lítinn kall í neðanjarðarbyrgi. Fúrðulegt allt saman, en þó afskaplega góð mynd þarna á ferð.

3. kafli. Bárugatan. Nýja húsið hans Steina er orðið mitt annað heimili. Hef gist þar að ég held annan hvern dag síðan Steinþór flutti niður í miðbæ. Klámkjallarinn er eitt það klassískasta sem ég hef upplifað, Pétursbúðin klikkar svo ekki þarna rétt við hliðina á. Edda er farinn að kalla mig stjúpsoninn minn og nágrannarnir spyrja um mig ef ég er ekki á svæðinu, en hvað þetta er gaman.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

mánudagur, apríl 11, 2005

Máttlaus.

Það er eins og hér sé ekkert eftir. Ég heyri í hljómsveitinni inni í tölvunni, einhversstaðar þarna inni. Hún kemur út um og fer svo aftur inn. Það er samt allt í plati hér, ekkert er til í alvöru. Tóm flaska sem hefur ekkert að geyma, full flaska sem hefur ekkert að geyma heldur, hvar er þá allt? Það er ekki hér, ekki hjá þér og ekki inni í mér, ég veit ekki neitt. Vildi að ég vissi eitthvað, þá gæti ég kannski gert mér dagamun og hugsað um allt það sem ég vissi, en það get ég ekki gert, vont.

Það er ekki gott þegar manni líður illa, eins og gefur að skilja þá getur það verið leiðinlegt. ég spurði eitt sinn mann sem ég hitti hvort að honum liði vel? Hann svaraði mér neitandi, ég sagði þá "verði þér að góðu" og gekk í burtu, þetta finnst mér lísa mannskeppnunni. Það er svo fallegt að hugsa til þess hversu oft við lenndum í aðstæðum sem við ráðum ekki fram úr, þá gerum við stundum eitthvað bjánalegt, en þá er hægt að hlæja síðar.

Hver skráir reglurnar? Hver setur lögin? Einfalt svar kannski, ég veit það nefnilega ekki, beiskikk að tala um alþingi og löggjafarvaldið en það eru nefnilega aðrir bjánar sem setja reglur. Fólk sem bannar hitt á meðan það leyfir þetta, hvernig er mögulega hægt að samþykkja það að einn maður banni öðrum eitt bara vegna þess að honum finnst sem að svo eigi það að vera. Það er ekki rétt. Það er margt sem er ekki rétt.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Já þanning er nú það.

Pældi í því mikið hvað ég væri að gera. Í langan tíma vissi ég ekki neitt og komst svo að engri niðurstöðu. Magnað alveg hreint, magnað. Nú fer víst að líða að prófum, tíminn hefur liðið of hratt hjá mér seinustu mánuði, æi hvaða hvaða ég er farinn.

sunnudagur, mars 27, 2005

Love-gott band.

Nítjánhundruðáttaíuogfjögur-GeorgeOrwell. Ríkið-Platón. Stjórnmálaheimspeki-HannesHólmsteinn. Náttborðið mitt situr uppi með þessar bækur, ferskar bækur samt. Hef verið að velta því fyrir mér hversu þreyttur ég er orðinn, á flestu í kringum mig þ.e.a.s. Það er bara stundum eins og maður fái nóg af þessu öllu. Og það er eiginlega svoldið langt síðan ég ákvað að koma mér eitthvað út og gera eitthvað, þannig að það er frábært að hugsa til þess að í sumar hefjist ferðalagið. Gaman að hugsa til þess að í loksins í sumar þá gerist það sem maður hefur beðið svo lengi með að gera. Ummmmm.

föstudagur, mars 25, 2005

Hljóðneminn heim í frostafoldina.

Já það gerðist loksins. Loksins er orð sem á vel við þegar maður ræðir um þennan sigur á miðvikudaginn. Eftir ósigra síðastliðinna ára, gegn Versló þrjú ár í röð og svo MR fyrir fjórum árum þá var einhvernveginn bara löngu kominn tími á það að hljóðneminn færi upp í Borgó.

Sæmundur Ari, Páll Theódórs, Þórður Illugi, Hilmar, Siggi saga, Baldvin, Beggi og Steinþór hafa lagt á sig ómælda vinnu til þess að koma gripnum loksins í hús, að ógleymdum snillingnum honum Kára Tulinius sem aðstoðaði strákana mikið. Og auðvitað hafa margir aðrir komið að þessum sigri en ég vildi bara nefna nöfn þessara manna vegna þetta eru þeir sem lögðu sitt á vogarskálarnar fyrir liðið.

Það var ótrúleg tilfinning að koma heim til Steinþórs eftir keppnina og syngja og dansa með hljóðnemann í höndunum. Stemmingin þar var gríðarleg og mun ég seint ef ekki aldrei gleyma andrúmsloftinu sem ríkti í frostafoldinni númer 73. Strákar til hamingju með árangurinn, til hamingju með það að átta ára vinna hafi loksins skilað sér í sigri. Þið eruð sigurvegarar!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Logn.

Hvernig líst fólki á það að í dag sé úrslitakeppni Gettu betur? Menntaskólinn á Akureyri gegn Borgarholtsskóla. Þetta er fallegur miðvikudagur, páskarnir eru að renna í hlað og örfáar ritgerðir sem þurfa að fara að klárast. Ég skynja það í loftinu að eitthvað stórfenglegt á eftir að gerast í dag, miðvikudaginn 23. mars. Það er eins og Satan sjálfur sé sofandi og geti þar af leiðandi ekki gert neinum grikk.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Étiði ykkur.

Þetta er svoldið eins og að vera ekki hérna.

mánudagur, mars 14, 2005

Upp og niður.

Og svo niður aftur. Áfengi, stjórnmálafræðin með en sálfræðin á móti. Föstudaginn næsta klukkan að ég held 21:00 einhversstaðar. Lítið að frétta, Borgó tapaði í undanúrslitum morfís, en þau stóðu sig samt vel, þau Halla Karí, Björn Þór, Jói Fjalar og Friðjón. Ég er blankur á orðin, á ekkert inni, ástin.

laugardagur, mars 05, 2005

Hver er sinnar gæfu smiður.

Undanúrslit Morfís: Borgarholtsskóli Íslands mælir með, Verslunarzkóli Íslands mælir á móti. Keppnin fer fram klukkan 18:00, föstudaginn 11. mars í Bláa sal Versló. Þetta verður stuð!! Kommon ég lofa.....

mánudagur, febrúar 28, 2005

Bloggískir flóttamenn?

Mér sýnist sem svo að Valgeir sé orðin landlaus í bloggheimum. Hann hefur yfirgefið sitt örugga bakland og reynt að setjast að á nýjum slóðum. Öryggis hans vegna er líklega ekki rétt að upplýsa hans nýju slóð. Það er hreint ótrúlegt að menn verði að fela sig undan óprúttnum lesendum bloggsins. Kannski maður verði sjálfur að taka upp pokann sinn og fela sig á minna áberandi stað. Maður spyr sig, hver veit nema leikskólabörnin séu farin að fletta uppi nafninu mínu á leitarsíðunum? Það væri vissulega mjög slæmt, þá gæti ég ekki lengur birt hugmyndir mínar óritskoðaðar. Guð forði mér frá því að ég þurfi að leggja á flótta frá net-dagbókinni minni.

Þessi Óskar er ekki stuð. Hér eru menn að pæla í kjólum og hvort að Brad Pitt sé fallegri en Johnny Depp, Baldvin er Depp maður, mér er skítsama. Þrátt fyrir það að Óskarinn sé ekki minn bolli af tei þá hef ég samt sem áður hangvið hérna með þeim Steina, Baldvini og Sigga í nótt og haldið þeim í kompanýi. Hinsvegar er ég alls ekki viss um það hvort að ég sé skemmtilegur kammerat þegar horft Óskarinn. Ömurlegt að sjá kana tala um alla hermennina sem eru að verja Bandaríkin út um allan heim. Það er fasískur snobb borgara bragur af þessu öllu saman. Ólykt.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Reykjavik city.

"Saturday night and everybody is going downtown. But i'm stuck somewhere in the suburbs. It´s so fucked up to live here in the mountain area of Grafarvogur. I wish i lived with another host family somewhere near the central of the city. Then i could dance all night and forget that i'm on an frozen peace of a shitty ass land. Maybe i could imagine myself on an carabbean island, dancing along with beatifull girls, and they are all naked, ohhhhhh. But the problem is that when i would wake up tomorrow i would cry all day long, because it had just been my ugly imagination. I wish i had never come here, i wanna go back home to my beloved family back in California."

Peter Stevens skiptinemi frá Kaliforníu, USA, skrifar þetta á heimasíðu sína, kannski margt til í þessu hjá stráknum. Ég bara veit ekki.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Leit að hverju?

Vonlaus er þessi í eilífðarleit hans að einhverju sem er meira og stærra en það sem hann hefur nú þegar. Hann leitar í öllu mögulegu að því sem hann veit ekkert hvað er, það er þessvegna sem hann finnur það aldrei, sættist svo á endanum á að það sem hann leitaði alltaf að hafi ávallt verið á heimareitnum. Málið er hinsvegar að það er ekki neitt á heimareitnum og það er í raun ekkert þar fyrir utan, eilífðin er tóm, hér er nákvæmlega ekkert nema stundarfriður eða þá stundarbrjálæði, það eina sem er eilíft er ekki neitt. Tómarúmið umkringir okkur og þjarmar svo að okkur, hvað er þar fyrir utan? Hver er þarna úti? Ef svarið finnst ekki þá er ekkert eftir.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Listamannseðlið.

Ég er listamaður í þriðju kategóríu, ég sinni listhneigð minni af innbirðri andlegri þörf. Ég hef aldrei opinberað það en inni í mér hvílir lítið fagurgrænt blóm sem hamrar á dyr, biður um súrefni og vill sýna sig. Vandinn er sá að ljósmóðurina er hvergi að finna, það virðist vera þannig að ég verði að klambra þessu út á eigin spítur, spurning hvað kemur út úr því?

mánudagur, febrúar 21, 2005

Fólk.

Ég hef stundum hitt fólk. Ég hitti konur og ég hitti karla. Sumt fólk sem ég hef hitt hefur komið mér á óvart, annað fólk kom minna á óvart. Stundum hef ég ákveðið fyrirfram að fólk sé fífl en svo kemur á daginn að þetta fólk er bráðsnjallt. Einhverntímann leit ég á einstakling og taldi undir eins að þar væri einn bráðskarpur, en svo kom á daginn að þar fór en eitt fíflið flakkandi.

Fólk er bara fólk, karlar og konur með sína kynjabundnu og sammannlegu eiginleika, en á bak við það allt er eitthvað óskiljanlegt. Einhversstaðar þarna inni er eitthvað sem ég þrái að hafa samband við en það virðist aldrei nást bein-tenging. Það er sama hversu mikið ég skoða fólk, ég mun aldrei skilja ykkur-fólk, ég mun aldrei fá að vita hver þið raunverulega eruð, hvert ykkar innra sjálf er. Verst þykir mér þó að vita að þegar uppi er staðið þá sitjum við ein í súpunni, innikróuð í okkar læsta hugarheimi, lok lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir Páli. Hvar er lykillinn?

föstudagur, febrúar 18, 2005

Visa kort eru verkfæri djöfulsins, særingarmenn hafa verið kallaðir saman alls staðar að úr heiminum af Vatíkaninu til þess að berjast gegn þessu tooli Satanas. Ég klippti mitt fyrir nokkru, Satan hefur ekkert á mig.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Versló var það heillin og Burkus the Butcher er fúríos!

Dregið í undanúrslitin í gær, Borgó mætir Versló og FB mætir MR. Þetta verður stuð. Morfís er óútreiknanleg keppni, það sýndi sig í gær. ME voru miklu betri og að mínu mati áttu 200 stig að skilja liðin að en þess í stað voru það 450 stig í hina áttina. Morfís er orðin keppni í asnaskap og aulahúmor, þroskuð umræða pakkfull af rökum á ekki heima þar lengur. Dómarar keppninnar hafa áreiðanlega bara verið á Valíum eða eitthvað þar sem að salurinn var algjörlega ósammála þeim ;)

En keppni Borgó og Versló verður líklega um mánaðarmótin, einhverntíman í kringum þau. Spennandi þessi tími þar sem allt fer á fullt í gettu betur og morfís, góðir tímar.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Umræðuefni keppninnar á milli ME og FB er útrýming kynþátta. Fer fram klukkan 16:00 í gleði-sal FB, í hléi verður dregið í undanúrslitin þar sem Borgarholtsskóli hefur einmitt tryggt sér sæti. Spennandi tímar framundan, hvet alla til að mæta á þessa einstöku og gleðilegu keppni.

mánudagur, janúar 31, 2005

Klassíski mánudags-saltfiskurinn.

Annars er hérna frekar súrt veður, mikil þoka og búið að rigna í allan dag.

Það var saltfiskur í matinn í vinnunni, ég þoli ekki þegar það er saltfiskur því að þá borða ég bara rúgbrauðið og er síðan að deyja úr hungri allan daginn sem hefur ekki góð áhrif á skap mitt.

Þetta verður ekki meiri mánudagur, saltfiskur, þoka og msn-hangs síðan ég kom heim úr vinnunni.

Mánudagar geta verið svo mikið eitthvað "ekki neitt dæmi", maður er bara að bíða og láta tímann líða afþví að það eru fokking fimm dagar í helgina!! Helgin líður svo eins og hendi sé veifað og mánudagarnir hrannast upp með meiri saltfisk og þoku. Mér finnst eins og ég sé alltaf fastur hér á mánudegi, líf mitt er mánudagur, og það sem meira er, lífið er saltfiskur.

grein á vinstri.is