sunnudagur, mars 27, 2005

Love-gott band.

Nítjánhundruðáttaíuogfjögur-GeorgeOrwell. Ríkið-Platón. Stjórnmálaheimspeki-HannesHólmsteinn. Náttborðið mitt situr uppi með þessar bækur, ferskar bækur samt. Hef verið að velta því fyrir mér hversu þreyttur ég er orðinn, á flestu í kringum mig þ.e.a.s. Það er bara stundum eins og maður fái nóg af þessu öllu. Og það er eiginlega svoldið langt síðan ég ákvað að koma mér eitthvað út og gera eitthvað, þannig að það er frábært að hugsa til þess að í sumar hefjist ferðalagið. Gaman að hugsa til þess að í loksins í sumar þá gerist það sem maður hefur beðið svo lengi með að gera. Ummmmm.

föstudagur, mars 25, 2005

Hljóðneminn heim í frostafoldina.

Já það gerðist loksins. Loksins er orð sem á vel við þegar maður ræðir um þennan sigur á miðvikudaginn. Eftir ósigra síðastliðinna ára, gegn Versló þrjú ár í röð og svo MR fyrir fjórum árum þá var einhvernveginn bara löngu kominn tími á það að hljóðneminn færi upp í Borgó.

Sæmundur Ari, Páll Theódórs, Þórður Illugi, Hilmar, Siggi saga, Baldvin, Beggi og Steinþór hafa lagt á sig ómælda vinnu til þess að koma gripnum loksins í hús, að ógleymdum snillingnum honum Kára Tulinius sem aðstoðaði strákana mikið. Og auðvitað hafa margir aðrir komið að þessum sigri en ég vildi bara nefna nöfn þessara manna vegna þetta eru þeir sem lögðu sitt á vogarskálarnar fyrir liðið.

Það var ótrúleg tilfinning að koma heim til Steinþórs eftir keppnina og syngja og dansa með hljóðnemann í höndunum. Stemmingin þar var gríðarleg og mun ég seint ef ekki aldrei gleyma andrúmsloftinu sem ríkti í frostafoldinni númer 73. Strákar til hamingju með árangurinn, til hamingju með það að átta ára vinna hafi loksins skilað sér í sigri. Þið eruð sigurvegarar!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Logn.

Hvernig líst fólki á það að í dag sé úrslitakeppni Gettu betur? Menntaskólinn á Akureyri gegn Borgarholtsskóla. Þetta er fallegur miðvikudagur, páskarnir eru að renna í hlað og örfáar ritgerðir sem þurfa að fara að klárast. Ég skynja það í loftinu að eitthvað stórfenglegt á eftir að gerast í dag, miðvikudaginn 23. mars. Það er eins og Satan sjálfur sé sofandi og geti þar af leiðandi ekki gert neinum grikk.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Étiði ykkur.

Þetta er svoldið eins og að vera ekki hérna.

mánudagur, mars 14, 2005

Upp og niður.

Og svo niður aftur. Áfengi, stjórnmálafræðin með en sálfræðin á móti. Föstudaginn næsta klukkan að ég held 21:00 einhversstaðar. Lítið að frétta, Borgó tapaði í undanúrslitum morfís, en þau stóðu sig samt vel, þau Halla Karí, Björn Þór, Jói Fjalar og Friðjón. Ég er blankur á orðin, á ekkert inni, ástin.

laugardagur, mars 05, 2005

Hver er sinnar gæfu smiður.

Undanúrslit Morfís: Borgarholtsskóli Íslands mælir með, Verslunarzkóli Íslands mælir á móti. Keppnin fer fram klukkan 18:00, föstudaginn 11. mars í Bláa sal Versló. Þetta verður stuð!! Kommon ég lofa.....