miðvikudagur, júlí 20, 2005

Áttu aur? Ertu til í að gera góðverk? Ég er með lausnina!!

Þriðjudagskvöldið 19. júlí átti ég gott samtal við félaga minn sem vinnur sem sjálfboðaliði í Mexíkó. Það er greinilegt að það tæpa ár sem hann hefur dvalist þar ytra hefur verið honum dýrmætara en orð fá nokkurn tíma líst. Þann tíma sem Jón Levy hefur unnið sem sjálfboðaliði hefur hann unnið með munaðarlausum börnum, börnum sem væru á rusla haugunum núna ef ekki væri fyrir menn eins og hann, og fólk sem hjálpar, leggur hönd á plóg.

Í samtali því sem ég átti við hann Jón Levy bað hann mig um að dreifa bréfi og reyna að hvetja fólk til þess að hjálpa honum að bæta líf strákanna sem hann vinnur með. Ég þessi einfeldningur sem ég er hef þessvegna ákveðið að biðla til ykkar kæru lesendur.

Hér fyrir neðan er bréfið sem hann sendi mér orðrétt.;

______________________________________

Kæri lesandi.

Ég vil þakka þér fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa þetta bréf. Ég heiti Jón Levy og er 23 ára gamall. Fyrir rúmlega ári síðan sótti ég um starf sem sjálfboðaliði á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mexico. Ég var samþykktur og byrjaði að vinna með börnunum í byrjun september 2004. Eins og er sinnir heimilið 850 börnum frá aldrinum 1-15 ára og er skipt í deildir rétt eins og leikskólar á Íslandi. Ég var settur í deild með drengjum á aldrinu 8-10 ára og sé um þá 24 tíma á dag. Ég vakna með þeim klukkan 5 á morgnanna, fer með þá í skólann, tek á móti þeim úr skólanum (sem er sérskóli innan heimilisins), við borðum saman, við vinnum saman heimavinnuna og spilum íþróttir eða gerum ýmis verkefni fram að kvöldmat. Ég les fyrir þá fyrir svefninn (ég er að lesa Gosa þessa stundina) og svo fer dagurinn annan hring.

Fyrirkomulagið á heimilinu er eitthvað sem ég verð að dást að. Nánast öll matvara er ræktuð á túnum heimilisins ásamt svínum og kjúklingum í fjósunum. Hvert einasta barn sér um að handþvo sín föt og tekur ábyrgð á sínum eigin hlutum ásamt því að sinna vinnu fyrir heimilið. Þetta getur t.d. verið að skera maís af akrinum eða þrífa diska í matsalnum. Það er ótrúlegt að sjá hvað er mögulegt þegar 850 einstaklingar vinna saman skipulega að einum ákveðnu markmiði. Að hver og einn sé nærður, fái menntun og finni að hann sé hluti af einni stórri fjölskyldu.

Nýtt skólatímabil hefst eftir tæplega mánuð og ég verð að segja að föt og skór strákanna minna eru farinn að syngja sitt síðasta. Nánast ekkert er til af blýöntum og stílabókum og skólatöskur eru munaður sem fáir hafa. Mér langar þess vegna að biðja þig lesandi góður um aðstoð svo ég geti mögulega orðið mér úti um þessa hluti. Hver króna hér skiptir meira máli en nokkur gæti ímyndað sér og með þinni hjálp er hægt að gera kraftaverk. Málið er að ég sé kraftaverk á hverjum degi þegar ég sé 850 krakka vinna hver að sínu húsverki og sæki svo mat í eldhúsið fyrir strákana mína. Þegar ég er að skammta matnum á diska fyrir strákana mína kemst ég ekki hjá því að hugsa hver vann maísinn í matnum, hver gaf svíninu sem ég er að skammta mat á hverjum degi, hver vann hveitið í brauðinu og hver bakaði það. Þetta er mesta kraftaverk sem ég hef séð.

Ef þú hefur áhuga að aðstoða mig við að koma strákunum míunm í ný föt, nýja skó og að ég geti keypt fyrir þá blýanta og stílabækur þá ætlar Jón Bjarki að safna saman þeim pening sem þú getur aðstoðað okkur með og hann mun svo koma þessum pening til mín.
Einnig er hægt að leggja inn á móður mína og skrifa í lýsinguna “Mexico”
Nafn: Selma Þorvaldsdóttir
Kennitala: 2401593769
Banki: 0319
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 8119

Ég vil þakka þér aftur fyrir að hafa gefið þér tíma til að lesa bréfið og vil enda þetta á orðtaki sem er notað hér innan heimilisins “Contigo es posible” eða “með þér er það mögulegt.”

Kær kveðja, Jón Levy.
p.s. Myndir af strákunum mínum er hægt að sjá á
http://www.flickr.com/photos/levito/sets/521000/

___________________________________

Það er alls ekki mikið sem beðið er um, bara smá aurar svo að þessir litlu Mexíkósku guttar geti eignast óslitin föt og pennaveski. Er ekki bara málið að slá til og taka eitt lítið skref í átt að betri heimi, þó svo að það sé ekki nema þá bara til þess eins að sýna Jóni Levy virðingu og þakkir fyrir það góða starf sem hann er að vinna.

Innileg kveðja, með von í hjarta, Jón Bjarki Magnússon.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Já.

Blaður, blaðr. Blaðri, blaðr. Við skulum bara semja um það að taka pásu hér á þessum miðli mínum. Það er alveg kominn tími á það að þessi síða fái hvíld. Næsta mánuð efast ég um að eitthvað merkilegt eigi sér stað, kem inn og rita þegar ævintýrin fara að gerast.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

itunes og allt það og svo er það hitt líka.

Mér finnst það nokkuð skemmtilegt að dæla tónlist inn á itunes. Sumir eru með fire-wire tengi að mér skilst, þeir eru mjög fljótir að setja tónlistina inn á harða diskinn. Ég notast við fornaldartækni, svokallað usb tengi, þannig að það tekur mig svo gott sem hálfa mannsævi að setja eitt stykki hljómplötu inn. Fyrst um sinn þá bölvaði ég þessu í sand og ösku og mér var gjörsamlega misboðið yfir hægfara gagnaflutningi. Í dag hinsvegar gæti ég ekki hugsað mér neitt annað en gömlu gráu usb-snúruna. Það er eitthvað við þessar 5-10 mínútur sem það tekur að setja diskinn inn, spennan og magaverkurinn og allt það. Þið fattið hana kannski ekki, stemmninguna, en það skiptir ekki. Hún er góð, það er gott.

Þá er það allt hitt. Hvað er það? Vinnan bara? Jæja.

.

föstudagur, júlí 01, 2005

21. afmælið.

Í gær átti ég afmæli og í gær varð ég 21 árs. Í gær breyttist ekki neitt í mínu lífi, ég varð þó árinu eldri á pappírunum. Ég þakka þeim innilega sem sendu mér hugheilar afmæliskveðjur, mér hlýnaði um hjartarætur. Þið hin sem hafið ekki ennþá sent mér kveðjur, þá rennur fresturinn út eftir nákvæmlega ár eða þann 30. júní, 2006. Þeir sem senda mér ekki kveðjur á því tímabili fá eilíflega fyrirgefningu úr innsta brunni hjarta míns. Hugheill Jón Kveður hins vegar að sinni.

.