laugardagur, maí 19, 2007

Allt er þegar þrennt er.

Eitt en. Keflavíkur herstöðin, leiguíbúðir og háskóli. ;)

Gunni: Sæll Karl

Karl: Blessaður Gunni

Gunni: Heyrðu hvernig er þetta með ykkur, eruð þið bara alveg búnir að missa taktinn?

Karl: Ha? Nei, nei nei, við erum góðir

Gunni: Nei maður er bara að heyra það útundan sér að þið séuð farnir að dala ískyggilega

Karl: Hahaha, menn tala og tala um okkur eins og við séum einhver panda í útrýmingarhættu en gleyma því alveg að svona er þetta að verða allsstaðar í pólitíkinni

Gunni: Jájá, segðu, menn tala um aðra en eiga erfitt með að standa undir sjálfum sér

Karl: Heyrðu Gunni, talandi um þetta, hvernig er staðan á þér og Gullu? Eruð þið ennþá saman?

Gunni: Jájá allt í blússandi rómans hjá okkur, við fórum í hvalaskoðun í gær, erum ástfangnasta par sem ég hef séð

Karl: Já flott að heyra, það er gaman að það gangi vel hjá einhverjum. Ég er alveg að bugast undan þessu öllu saman, börnin að gera okkur geðveik og húsnæðislánið að drepa mann. Þetta er auðvitað bara vitleysa, svo vill Kolla fara að kaupa annan jeppa ekki seinna en í næsta mánuði. Enginn rómans í þessu hjá okkur, ekki nema hundurinn sem sefur stundum í fanginu á manni uppi í sófa.

Gunni: já, hummm, þú segir það, heyrðu ég verð að koma mér, ég og Gulla ætlum til eyja um helgina, að kíkja á lundann okkar.

Karl: Gunni! Ekki fara, hjálpaðu mér! Það vill enginn tala við mig lengur, hvað á ég að gera Gunni? Það er allt að hrinja hjá mér....

Gunni: Taktu þig taki, auminginn þinn, þú verður bara að redda þínum málum sjálfur, þó að allt sé í blóma hjá mér þá hef ég engan tíma í að reyna að redda þínum skít.

Karl: Æji Gunni, ekki fara...

Gunni: Gleymdu þessu...

Barnið.

Góð stelpa. Vinkona mín sagði mér frá því í ljóði sem hún hafði samið að hún vildi ekki taka þátt í fullorðinsleikjum. Ég skyldi hvað hún átti við, það þarfnaðist ekki neinna útskýringa, þetta er svo skýrt.

Hvert fór barnið? Strákurinn sem var til og stelpan sem kyssti hann á kinnina? Hvar eru þau í dag? Hver sagði okkur að börn væru svo einlæg og falleg í hjartanu? Hvað kom fyrir fullorðna fólkið? Einu sinni var nóg að lifa og leika sér, þannig er að vera barn. Svo verður barnið fullorðið og umskipti eiga sér stað. Bringuhárin og brjóstin fara að metast, keppast við hvort annað, í sífelldri leit að viðurkenningu.

Barnið, hvert fór það? Hvar er það? Hvervsegna í ósköpunum var maður að skylja við það...