þriðjudagur, október 31, 2006

Hvað?

Hvað er að gerast hjá mér? Hvað er um að vera hér? Ég flaug heim á þetta litla sker. Spurning hvernig þetta fer. Núna sit ég bara, raula og baula og velti því fyrir mér hvað sé í gangi. Ég er ný lenntur, ég lennti samt alveg fyrir meira en mánuði en er samt núna fyrst að fatta það að hingað sé ég kominn. Það þrengir að, það sem hafði opnast, virðist vera að lokast, það er erfitt að vera sterkur á meðan sjónvarpinu er dælt beint í æð hvert sem maður fer. Spurningin er sú hvort maður vilji í raun halda áfram og segja bara 'svo fer sem fer'. Ég er þó vakandi og veit að allt get ég gert, ég veit líka að það sem skiptir öllu er að hugurinn sé ber.

Ég er að pæla, að pæla svo mikið í svo mörgu sem veltir sér um í huganum. Það er svo margt þar á seiði, við höfum öll svo margt lokað inni í okkur og við viljum svo mörg koma því út. Annars veit ég ekkert hvað ég er að segja, enda ekkert að segja. Kaffibollinn er tómur, og ég þarf í vinnuna. Úti er kalt, en ég ætla að bjóða fólki að friða samvisku sína fyrir þúsund kall.

Xanthoupolus er að koma á fimmtudag, sænskar stelpur á fimmtudaginn eftir það. Eftir slíkar heimsóknir verður hljóðið eflaust allt annað, hugmyndirnar kannski búnar að finna sér farveg og ég búinn að átta mig frekar á hlutunum. Kannski ruglar þetta manni samt bara upp, allt fer í köku og ég veit ekki neitt hvert framhaldið verður. Jæja maður sér þá bara hvernig þetta fer.

Átta klukkustundum síðar, aftur á Prikinu. Þessu bæti ég við að kvöldi þessa þriðjudags. Í enda ferðalagsins leið mér eins og ég ætti heiminn, ég hefði tekið hann og sigrað. Seinustu vikur hefur mér farið að líða meir og meir eins og heimurinn eigi mig og hann hefði aftur náð yfirhöndinni, ég var aftur orðið lítið peð í höndum heimsins. Í dag ræddi ég við Sigga San og úr urðu falleg plön, ákveðið framhald af því sem við kláruðum nú í haust. Í kvöld líður mér eins og ég hafi snúið á heiminn, og nú sé ég aftur kominn við stjórnvölinn. Í morgun stjórnaði heimurinn mér en núna stjórna ég heiminum.

Svona breytist lífið hratt þegar þú hlustar, grípur það sem að þér er rétt og snýrð svo öllu þér í hag. Við munum ríða heiminum á nýjan leik!