föstudagur, ágúst 19, 2005

Gledifrettir.

Nu er eg staddur i Arosum og var rett i tessu ad fa mjog godar fregnir. Jon Levy sem er ad vinna uti i Mexico med munadarlausum strakum er buinn ad versla mikid af doti fyrir ta og a eflaust eftir ad kaupa meira. Eg var ad skoda myndirnar af innkaupaferdinni og tad var mjog skemmtilegt ad sja strakana med nyja sko og skolatoskur. Slodin a siduna er herna; http://flickr.com/photos/levito/sets/734725/. Tad er ædislega gaman ad sja hvad sofnunin skiladi miklu til teirra. Eg kved ad sinni, bless.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Að láta sig dreyma.

Einu sinni fyrir löngu síðan þá átti ég mér draum. Þessi draumur var fjarstæðukenndur í fyrstu. Ég sá fyrir mér að eftilvill gæti ég einhverntíman á lífsleiðinni farið í ferðalag, og þá gæti ég ferðast þangað sem hugurinn myndi leiða mig. Ég sá fyrir mér fjarlægan heim þar sem allt væri öðruvísi en heima, fólkið, fuglarnir og sólin, allt væri öðruvísi og öfugt við það sem ég þekkti.

Mig dreymdi um að einn daginn, einhvern tíman í fjarlægri framtíð þá myndi ég leggja af stað í ævintýri, algjörlega óviss um, hvert það myndi leiða mig. Ég las bækur þar sem draumar urðu að veruleika, ég sá kvikmyndir þar sem alvöru ævintýri áttu sér stað og ég hlustaði á lög sem fylltu huga minn af sannri fegurð. Ég lét mig dreyma.

Draumar.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Varðandi linkinn.

Já varðandi þennan link þá er þetta nýja síðan okkar Sigga en við erum að fara út eftir tæpa viku. Endilega að kíkja þangað fyrir þá sem hafa áhuga. Ég mun svo blogga eitthvað prívat og persónulega á þessu léni. Jæja ég ætla að sofna núna.

www.austurferd.blogspot.com

föstudagur, ágúst 05, 2005

70.000 krónur!

Ég var að tala við Jón Levy í þessum töluðu og hann tjáði mér að 70.000 krónur hefðu nú safnast handa stráknum hans í Mexíkó. Hann vill þakka öllum þeim sem hafa lagt sitt fram, þetta er ómetanlegt og fyrir þessa peninga verður hægt að kaupa föt á alla strákana og skóladót. Í næstu viku mun hann fara í stórmarkaðinn og versla fyrir peninginn sem þá hefur safnast, hann ætlar að taka myndir af ferlinu og mun ég þá setja tengil hér á síðuna. Þetta er hreint út sagt frábært, það að nokkrir íslendingar gefi smá frá sér til þess að munaðarlausir strákar í Mexíkó geti eignast ný föt, æji þetta er bara eitthvað svo gaman, og svo gott.

En fyrir þá sem hafa ekki greitt inn á reikninginn en hafa áhuga þá geta þeir lesið pistilinn fyrir neðan og lagt svo inn á þennann reikning og skrifað lýsinguna Mexico;

Nafn: Selma Þorvaldsdóttir
Kennitala: 2401593769
Banki: 0319
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 8119