Kvöldþátturinn.
Mikið rosalega þykir mér vænt um þennan nýja kvöldþátt hans Guðmundar Steingrímssonar á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Rökræðan í kvöld var góð, Gunnar í krossinum með klassíker um homma og lesbíur, andstæðingar hans héldu þó ró sinni furðu vel, spurning hvort menn séu bara farnir að vorkenna þeim gamla. Lítur þó allavega út fyrir að maður geti haft eitthvað gagn og gaman af þessum þætti í sumar.
Það var loksins að almennilegur spjall-þátta stjórnandi fannst, maður sem talar á manna máli við menn um málefni annað en greyið hann Gilli Smart. Muniði ekki eftir laugardagskvöldunum hjá honum? Á stundum þá leið mér eins og það væri járntjald á milli hans og gestanna. Oft á tíðum þá sagði gestur þáttarins frá einhverju mikilvægu sem snertir við hjarta hvers lifandi manns, í slíkum samtölum átti greyið hann Gísli það til að flissa eilítið og brosa svo tómlega. Guðmundur á hinn bóginn er greinilega í góðum tengslum við tilveruna. Innihaldið er gott strax á öðrum degi og það getur ekki annað en lofað góðu fyrir framtíðina. Dýrð sé Guðmundi hinum góða, nú skulum við öll vona að hann haldi stabílli og snarpri samfélagsrýni áfram gangandi í þættinum, afþví að það er svoooooo gaman!!
.
Mikið rosalega þykir mér vænt um þennan nýja kvöldþátt hans Guðmundar Steingrímssonar á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Rökræðan í kvöld var góð, Gunnar í krossinum með klassíker um homma og lesbíur, andstæðingar hans héldu þó ró sinni furðu vel, spurning hvort menn séu bara farnir að vorkenna þeim gamla. Lítur þó allavega út fyrir að maður geti haft eitthvað gagn og gaman af þessum þætti í sumar.
Það var loksins að almennilegur spjall-þátta stjórnandi fannst, maður sem talar á manna máli við menn um málefni annað en greyið hann Gilli Smart. Muniði ekki eftir laugardagskvöldunum hjá honum? Á stundum þá leið mér eins og það væri járntjald á milli hans og gestanna. Oft á tíðum þá sagði gestur þáttarins frá einhverju mikilvægu sem snertir við hjarta hvers lifandi manns, í slíkum samtölum átti greyið hann Gísli það til að flissa eilítið og brosa svo tómlega. Guðmundur á hinn bóginn er greinilega í góðum tengslum við tilveruna. Innihaldið er gott strax á öðrum degi og það getur ekki annað en lofað góðu fyrir framtíðina. Dýrð sé Guðmundi hinum góða, nú skulum við öll vona að hann haldi stabílli og snarpri samfélagsrýni áfram gangandi í þættinum, afþví að það er svoooooo gaman!!
.