mánudagur, maí 30, 2005

Fótbolti.

Að spila fótbolta á góðviðris kvöldi er yndisleg upplifun. Að leyfa svitanum að leika við ennið og augabrýnnar á meðan maður rennir sér á eftir boltanum í þeirri von að setja mark, það er gott. Svo gerist það, þegar sólin virðist ekki vilja týnast á bakvið þökin af ótta við að missa af fegurð leiksins, hún teygir þess í stað anga sína í allar áttir og allt um kring má sjá geilsa hennar kveðja okkur.

Þá er mér spurn.

Eru það ekki einmitt þessi litlu augnablik sem eru jafnframt þau stærstu? Hafa þeir ekki allir komist að því á endanum að það er í einfaldleikanum sjálfum sem lífið sýnir sinn sanna lit? Það sem ég er að reyna að koma orðum að, er einfaldlega það að í einfaldleika sínum var æðislegt að spila fótbolta í kvöld, það þurfti ekkert meira til að fullkomna þennan dag.

.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Nú er nóg komið.

Ég auglýsi eftir sumrinu! Og þá geri ég það ekki af því að ég er eigingjarn eiginhagsmunaseggur heldur vegna þess að kornbændur á norðurlandi eru við það að missa allt kornið sitt vegna kulda. Farðu nú frost!

.

Valli er góður gaur.

Nei grín. En samt ekki, sko Valli er fínn gaur en ég ætla mér ekki að skrifa aðra færslu um það að einhver ákveðinn aðili sé góður og telja svo upp ástæður þess, það væri leiðinlegt að gera þriðju færsluna í röð sem myndi hljóma næstum alveg eins. En ég get þó alveg nefnt það að Valli er góður vinur, og lífið væri án efa leiðinlegt án hans, eða þið skiljið hvað ég er að fara? Ég vil meina það að þegar þú kynnist einhverju mannsbarni þá verður þið sjálfkrafa eitt og hið sama að einhverju leyti, en ég hef þó ekki þróað þessa hugmynd neitt frekar.

Tíbet? Er það ráðlegt flipp? Ég veit ekki, er að velta því fyrir mér, Siggi virðist einnig hafa verið að velta því fyrir sér. Þá verður að teljast líklegt að við skoðum þessa hugmynd all ítarlega í sumar, hún gæti orðið að veruleika. Ef sú verður raunin þá verð ég að eignast stóran og stöndugan hatt.

.

föstudagur, maí 20, 2005

Beggi er góður gaur.

Hann sagði mér msn-ið hans Steingó, sem betur fer var ég með msn-ið hans Begga. Sumir segja að ég sé msn sjúklingur, ég held að það sé bara málið að maður vilji vera vel tengdur, og þá tngjast þeim bestu frekar en þeim verstu.

.

Steingó er góður gaur.

Þessvegna bið ég fólk um að segja mér hvert msn-ið hans er. Ég hef lengi ætlað að ná í kauða en ekki komið því í verk, frábært ef einhver ykkar þarna úti cómentið á mig emsinu. Þó má ekki misskilja þessa færslu sem einhverskonar dauðaleit að týndum manni, ég veit að Steingó er ferskur á vappinu hérna einhversstaðar, veit bara ekki hvar og hvernig. Málið er bara það að við erum að tala um of góðan kauða, og slík góðmenni er nauðsynlegt að hafa góða beintengingu við. Segi ég og skrifa....

.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Búið? Ekkert eftir?

Jæja, prófum lokið, allt fallið í ljúfa löð og ég farinn að vinna á "beisinu" meða Steinanum. Sótti mér rétt í þessu nokkrar bækur niður á bókasafn, ein þeirra er ferðasaga Guðrúnar Finnbogadóttur sem fjallar um ferð hennar til Rússlands á árunum 1990-1993. Tók mér líka Seven years in Tibet, Liljuleikhúsið og Undraheim Indíalanda, allt bækur sem gaman verður að glugga í til að forvitnast um þau svæði heimsins sem gætu orðið undir manni á komandi mánuðum.

Glöggir lesendur geta þó eftilvill efast stórlega um sannindi þessarar yfirlýsingar þar sem að Burkurinn á það oft til að taka bækur út um allar tryssur, ætla sér að lesa þær en beila svo allharkalega á því, sér og sínum nánustu til mikillar mæðu. Burkusinn mun þessvegna ekki lofa neinum lestri, en þess í stað er algjörlega öruggt að mikil "gagna-gluggun" mun fara fram og jafnvel einhver minniháttar lestur.

En heyrðu mig nú Burkus, talar bara um lestur núna, og prófin búin, það er heimsk pæling. Hefðir miklu frekar átt að minnast á sumarið, bjórinn, ylströndina í Nauthólfsvík og eitthvað þannig þverhausinn þinn!! Burkus: Já ég ætlaði að fara að gera það, það eru þrír mánuðir eftir af mínu íslenska sumri sem mun samkvæmt óskum einkennast af Buena Vista kvöldum, grilli hjá félögum, útilegum, meiri bjór, busli í sjó og á vatni og vonandi óendanlega mikilli sól. Að öllu þessu loknu og einhverju miklu meiru og fleiru, flýg ég svo af stað og framlengi sumarið um ár. Kv. Burkus og Jón Bjarki

.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Opinber stjórnsýsla.

- Það eru ekki einstaklingar, heldur "stöður" sem veita þjónustu.

Nú hef ég lært það að þegar lögreglumaðurinn Sigfús Jónsson tekur mig fyrir of hraðan akstur þá er það ekki hann sjálfur sem gerir það. Nei hann er að spila ákveðna stöðu í stjórnsýslunni, hann er lögga, algjörlega laus við sitt eigið sjálf. Og það sem meira er......

- Tekjur eru tengdar stöðu, ekki afköstum.

Semsagt, ef Sigfús getur ekki neitt í þessari "stöðu" sem honum hefur verið veitt, þá skiptir það engu máli, hann fær launin sín greidd mánaðarlega vegna þess að hann er í stöðu lögreglumanns og þeir eiga að fá X mikil laun, sama hversu lengi þeir eru að hlaupa á eftir bófunum.

Þá er spurningin, er ég að átta mig á námsefninu eða er námsefnið að rugla í hausnum á mér?

-Og fyrir hina sem vilja lesa listann ógurlega þá er hann hér fyrir neðan.

.

Listar yfir þá bestu og þá bestu og verstu á þingi.

Tveir efnilegir stjórnmálafræðinemar hafa með fræðilegri nálgun, tölfræðilegum samanburði og heimspekilegum vangaveltum gert endanlega úttekt á þingheimi það sem af er þessu kjörtímabili. þetta var fyrst og fremst vísindaleg athugun og allar stjórnmálaskoðanir rannsakenda voru lagðar til hliðar. Nauðsynlegt var að til að menn kæmust í efstu sætin, að þeir hefðu sjarma, eilitla sjálfsvirðingu og ekki skemmdu stjórnmálahæfileikar fyrir.

Sameiginlegur listi Valgeirs og Burkusar yfir úrvalsdeild íslenskra þingmanna.

20. Davíð Oddsson - Eingöngu gert vegna þeirrar staðreyndar að hann er farsæll stjórnmálamaður

19. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Hefur setið á þingi í stuttan tíma, á líklega eftir að sigra Össur og vera bomba í framtíðinni.

18. Siv Friðleifsdóttir - Umhverfisráðherran sem kom á mótorhjóli í vinnuna á bíllausa deginum! Á skilið að sitja á listanum, þó það sé ekki nema bara húmorsins vegna!

17. Margrét Frímansdóttir - Hugrökk hugsjónakona sem hefur haldið ótrauð áfram, þrátt fyrir mótlæti og heilsubrest.

16. Jón Kristjánsson - 63 ára heljarmenni stýrir skútunni í heilbrigðisráðuneytinu af heilindum en fær þó oft óverðskuldað skítkast, lítill, gamall og góður kall.

15. Magnús Þór Hafsteinsson - Rebell sem rífur kjaft, hefur migið í saltan sjó og fær okkar virðingu fyrir það.

14. Atli Gíslason - Góður gaur, sköllóttur vinstisinnaður lögfræðingur - fullkomin uppskrift!

13. Helgi Hjörvar - Talar blaðlaust upp í pontu, eitthvað sem þingheimur ætti að taka sér til fyrirmyndar. Gallharður með góða "sýn" á stjórnmálin.

12. Mörður Árnason - ...

11. Gunnar Birgisson - Stjórnarþingmaður sem hefur verið að rífa kjaft gegn eigin flokki. Plús fyrir það.

10. Ögmundur Jónasson - Algjör klassíker, ötull baráttumaður verkalýðsins, sprenglærður hugsjónamaður.

9. Guðjón A. Kristjánsson - Óheflaði frjálslyndistuddinn, maðurinn með stálhjartað, hann fylgir hjartanu og berst gegn ósanngjörnu kvótakerfi. Vestfirðingur af holdi og blóði, berst fyrir sínu fólki.

8. Jóhanna Sigurðardóttir - Hennar tími kom aldrei....greyið.

7. Geir H. Haarde - Meistari Geir stýrir þjóðarskútunni og tekur lítið kredit fyrir. Maðurinn á bakvið Davíð Oddsson, situr rólegur og bíður eftir að formanns sætið losni. Gæti verið framtíðarbomba Sjálfstæðisflokksins, staðfastur og fylginn sér, ákaflega hæfur stjórnmálamaður. Spilar á Saxafón í Gísla Marteini og syngur eins og engill, gull af manni.

6. Lúðvík Bergvinsson - Rauðbirkinn Vestmanneyjingurinn, gefur ekki tommu eftir í baráttunni við bláu höndina. Einn af mestu ræðuskörungum þjóðarinnar. Myndalegur og líklegur til metorða innan Samfylkingarinnar.

5. Ágúst Ólafur Ágústsson - Ein bjartasta von Samfylkingarinnar, hefur sýnt það og sannað að hann leggur áherslu á sanngirni og réttlæti, andstaðan við framapotarana sem sjást leika lausum hala á alþingi. Fær mikið og gott kredit fyrir baráttu sína gegn firningu kynferðisafbrota.

4. Kristinn H. Gunnarsson - Fylginn sér, lætur ekki formanninn ógurlega stjórna sínum skoðunum, fékk á baukinn en heldur ótrauður áfram.

3. Össur Skarphéðinsson - Ræðumaður alþingis árið 2005. Þaulreynt ljón sem sennilega mun þó bíða lægri hlut fyrir refnum ógurlega. Hann er trúverðugur stjórnmálamaður og liggur ekki á skoðunum sínum, einn tíðasti gestur í pontu alþingis. Hægt að hlæja líka að honum og með honum.

2. Pétur Blöndal - Hefur alla burði til að vera einn af haukunum í Sjálfstæðisflokknum en lætur svipuna í flokknum ekki hafa of mikil áhrif á sig. Maður sem er algjörlega samkvæmur sjálfum sér í öllum málum. Menntasprengja, eldklár og það er vit í því sem hann segir hvort sem menn eru sammála honum eða ekki. Langbesti ríkisstjórnarþingmaðurinn og skólabókadæmi um það hvernig þingmenn eiga að vera, sama hvaða flokki þeir tilheyra.

1. Steingrímur J. Sigfússon - Þingmaður ársins að mati Valla og Burkusar. Það er ekki að spyrja að því. Maðurinn er vél, ríkisstjórnin hlýtur að missa svefn yfir áhyggjum af þessum mikla skörungi sem kemur þaulundirbúinn í umræður þingsins og gjörsamlega hakkar meirihlutann í sig. Ræðumaður alþingis árið 2004. Það sama gildir um hann og Petur Blö, hann er stofnun útaf fyrir sig, honum verður ekki haggað. Í fullkomnum heimi væru þeir einir á þingi, bítast um málefni líðandi stundar, röggfastir og fylgnir sér, í fullkomnum heimi.

Eftir að hafa sett saman elítu íslenskra þingmanna erum við tilknúnir til að setja þá inn sem hvíla í lægstu sætunum og eiga heima á ruslahaugunum.

Sameiginlegur listi Valla og Burkusar yfir úrhrök íslenska þingsins.

10. Birkir J. Jónsson - Kannski besta skinn en hann er tilgerðalegur og sleikjulegur fnykur af honum. Er undir verndarvæng formannsins og slíkir menn eiga ekki heima á þingpöllum - farðu úr teinóttu jakkafötunum hættu að greiða í píku og drattastu til Sigló aftur.

9. Guðni Ágústsson - Ein af skemmtilegustu fígúrum Framsóknarflokksins. Hann er fyndinn, en þar við lýkur. Arnold Schwarzenegger okkar Íslendinga, kemst áfram á einhverjum fyndnum frösum. Í endurvinnsluna með þetta.

8. Sólveig Pétursdóttir - Í dómsmálaráðherra tíð sinni var hún bara illa að sér í öllu og virtist í 75% tilvika vera full þegar hún kom í viðtöl. Í dag er hún engu skárri, ennþá full og bara almennt ömurlegur blettur á íslensku alþingi, ein meðfæranlegasta strengjabrúða forustu Sjálfstæðisflokksins. Getur varla komið fyrir sig orði blessunin.

7. Valgerður Sverrisdóttir - Hún er algjört gæðablóð, en hún er fífl.

6. Guðlaugur Þór Þórðarson - Þó svo að hann sé í forustu fyrir íþróttafélag okkar Grafarvogsbúa þá er það bara hreint og beint framapot. Hann er af þessari ungu, hrokafullu en í senn smeðjulegu kynslóð Sjálfstæðismanna sem hefur ekki einu sinni frjálsan vilja þó hann tali fyrir frjálshyggju.

5. Dagný Jóns - Ung og efnileg kona sem virtist í fyrstu eiga framtíðina fyrir sér en svo skeit hún uppá bak. Fyrrverandi meðlimur stúdentaráðs tekur U-beygju þegar hún sest á þing og samþykkir frumvörp algjörlega andstætt sínum fyrri baráttu málum í stúdentapólitíkinni. Leiðinlegt að sjá slíka brotlendingu, en nauðsynlegt að lsona við slíka þingmenn.

4. Sigurður Kári Kristjánsson - Hefur skítaglott sem fær Gísla Martein til að kikna í hnjánum, sama saga og með Guðlaug Þór, tækifærissinni sem hefur komist langt á því að sleikja upp forustuna. Gjörsamlega búinn að henda hugsjónunum út um gluggan og fylgir nú flokknum í einu og öllu. Á það til að verða alveg óheyrilega drukkinn niðri í bæ, kaupa sér tvo kebabba og rakka vinstri menn niður eins og hann getur. (Burkus hefur lennt í honum)

3. Halldór Ásgrímsson - Leiksoppur íhaldsins, skandall að 87% þjóðarinnar hafi ekki kosið manninn sem situr í forsætisráðherrastól. Skandall að hann skuli hafa samvisku í að selja ráðuneyti svo að gamli forsætisráðherra draumurinn rætist. Eiginhagsmunaseggur sem á ekkert í það að vera í þessum stól. Sellout.

2. Björn Bjarnason - Herforinginn og fasistinn sem vill íslenskan her og leyniþjónustu. Það er bara eitthvað ógnvænlegt við manninn og Guð forði okkur frá því að hann komist nokkurn tíman í utanríkisráðuneytið eða forsætisráðuneytið. Sækó!

1. Gunnar Örlygsson- Þessi maður er einn stór brandari. Sagði það sjálfur að hann hefði nú bara farið í framboð sem einskonar greiða við vin sinn vegna þess að hann hefði aldrei trúað því að hann næði inn á þing. hefur fengið ótrúlega fjölmiðlaathygli, fyrst vegna þess að hann sat í grjótinu fyrstu mánuði þingmennsku sinnar og síðar vegna þess að hans heitasta baráttumál væri að hann fengi að vera í gallabuxum og með hneppt frá skyrtunni á þingi. Eftir þessa fjölmiðlaathygli taldi hann sig geta allt og bauð sig fram sem varaformann þingflokks Frjálslyndra. Þar varð brotlendingin mikil sem varð til þess að hann sveik þessa að ráðvilltu kjósendur og gékk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Svikari af holdi og blóði, hvað er meira hægt að segja. Það er einlæg ósk okkar að hann muni rísa til hæstu metorða í Sjálfstæðisflokknum, ef ekki þá á haugana með þetta úrhrak kjörtímabilsins!

Það skal taka fram að sætavalið var frekar óformlegt og sennilega stóðst ekki vísindaleg aðferðafræði okkar þegar kom að því að velja minnipokamenn þingheims. Vonandi hafið þið haft gaman af.

.

sunnudagur, maí 08, 2005

Sprengja.

Núna líður mér nákvæmlega eins og ég sé að springa. ég er alveg viss um það að margir hafa fundið fyrir svona tilfinningu, maður er einhvern veginn fastur í sínu eigin spennu hylki. Er bara á fullu að lesa og geri lítið annað en að hugsa um það þegar próf verða búin, kannski þessvegfna sem ég er svo upptjúnnaður. Þetta er fáránlegt, eg er allur á iði, hefði ábyggilega gott af því að fara út að skokka, kíkja í sund eða eitthvað, en nei hef ekki tíma, Samanburðarstjórnmálin á morgun. Má ekki, má ekki, má ekki, má ekki, má ekki gera neitt annað en að lesa, lesa, lesa, lesa bækur og bækur og glósur og glósur, ATATATATATATATA ég er að klikkast hérna. BLOGGÖSKUR!!! Jæja en mér er ekki til setunnar boðið, það er lestur fram á föstudag, próf á morgun og svo á föstudag, nauðsynlegt að lesa sér til um efnið, alveg nauðsynlegt. Svo er ég farinn í vinnu þar til ég drattast út þann 15. ágúst.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Dómarinn Pan

Dómarinn situr ofar öðrum, þrátt fyrir það að hann sé lítill í loftinu. Það er auðveldast að sitja uppi í sæti dómarans og benda niður á þá sem ekki sitja í sömu hæð. Held samt að það sé þrúgandi til lengdar að dæma lifendur og dauða, þið vitið benda á flísarnar í öllum en gleyma bjálkanum sem stækkar inni í manni sjálfum. Vera einn og einangraður inni í frumskógi manna, forðast djöfullegt umhverfið en losna aldrei við versta óvinin sem stækkar og stækkar þar til dauðinn hoppar ofan úr loftinu og dregur dilkinn á eftir sér.

Þetta virðist vera svo einfalt, elskaðu náungann eins og þú elskar sjálfan þig, gerðu öðrum gott og lifðu nægjusöm lífi. Hversvegna fara svo margir í öfuga átt? Þegar hin leiðin er svo einföld og opin öllum. Mannlegt eðli virðist fela í sér einhverskonar óskýranlega leit að frelsi og frið, og þó að frelsið og friðurinn liggi á náttborðinu og bíði eftir því að þú takir við því, þá einhvernveginn virðast svo margir leita á vitlausum stöðum, og fara í andstæða átt, eins og þeim sé ýtt í burtu. Þeir leita langt yfir skammt eins og vitringurinn sagði. Kannski að þeir sem leita og leita án þess að finna verði á endanum leiðir og reiðir.