sunnudagur, apríl 24, 2005

Analóg

1. kafli. Framtíð? Nú styttist í það að próf hefjist. Í dag eru aðeins 5 dagar. Svo að þann 13. maí þá kemur sumarið, eða þá losnar maður úr þeim djúpa hyl sem maður hefur komið sér ofan í. Það eru einungis tæpir 3 mánuðir í það að ég og Siggie's leggjum land undir fót og ferðumst jörðina þvera og endilanga. Vona þessvegna að ég nái að safna mér einhverju í sarpinn, einhverju sem á heima inni á bankabók og er hægt að leggja út fyrir lífsnauðsynjum. Við verðum eflaust ekki þeir efnuðustu sem flakka landa á milli, en við ætlum okkur að vinna hér og þar og halda okkur þannig réttum megin línunnar eins lengi og hægt verður.

2. kafli. Icelandicfilmfestival. Ég fór á kvikimyndafestívalið og sá Downfall. Það er nefnilega ekki oft sem maður sér slíka mynd um Hitler og seinni heimstyrjöldina, sérstakt að sjá þjóðverjana sem fórnarlömb og Hitler sem snargeðveikan og lítinn kall í neðanjarðarbyrgi. Fúrðulegt allt saman, en þó afskaplega góð mynd þarna á ferð.

3. kafli. Bárugatan. Nýja húsið hans Steina er orðið mitt annað heimili. Hef gist þar að ég held annan hvern dag síðan Steinþór flutti niður í miðbæ. Klámkjallarinn er eitt það klassískasta sem ég hef upplifað, Pétursbúðin klikkar svo ekki þarna rétt við hliðina á. Edda er farinn að kalla mig stjúpsoninn minn og nágrannarnir spyrja um mig ef ég er ekki á svæðinu, en hvað þetta er gaman.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

mánudagur, apríl 11, 2005

Máttlaus.

Það er eins og hér sé ekkert eftir. Ég heyri í hljómsveitinni inni í tölvunni, einhversstaðar þarna inni. Hún kemur út um og fer svo aftur inn. Það er samt allt í plati hér, ekkert er til í alvöru. Tóm flaska sem hefur ekkert að geyma, full flaska sem hefur ekkert að geyma heldur, hvar er þá allt? Það er ekki hér, ekki hjá þér og ekki inni í mér, ég veit ekki neitt. Vildi að ég vissi eitthvað, þá gæti ég kannski gert mér dagamun og hugsað um allt það sem ég vissi, en það get ég ekki gert, vont.

Það er ekki gott þegar manni líður illa, eins og gefur að skilja þá getur það verið leiðinlegt. ég spurði eitt sinn mann sem ég hitti hvort að honum liði vel? Hann svaraði mér neitandi, ég sagði þá "verði þér að góðu" og gekk í burtu, þetta finnst mér lísa mannskeppnunni. Það er svo fallegt að hugsa til þess hversu oft við lenndum í aðstæðum sem við ráðum ekki fram úr, þá gerum við stundum eitthvað bjánalegt, en þá er hægt að hlæja síðar.

Hver skráir reglurnar? Hver setur lögin? Einfalt svar kannski, ég veit það nefnilega ekki, beiskikk að tala um alþingi og löggjafarvaldið en það eru nefnilega aðrir bjánar sem setja reglur. Fólk sem bannar hitt á meðan það leyfir þetta, hvernig er mögulega hægt að samþykkja það að einn maður banni öðrum eitt bara vegna þess að honum finnst sem að svo eigi það að vera. Það er ekki rétt. Það er margt sem er ekki rétt.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Já þanning er nú það.

Pældi í því mikið hvað ég væri að gera. Í langan tíma vissi ég ekki neitt og komst svo að engri niðurstöðu. Magnað alveg hreint, magnað. Nú fer víst að líða að prófum, tíminn hefur liðið of hratt hjá mér seinustu mánuði, æi hvaða hvaða ég er farinn.