Analóg
1. kafli. Framtíð? Nú styttist í það að próf hefjist. Í dag eru aðeins 5 dagar. Svo að þann 13. maí þá kemur sumarið, eða þá losnar maður úr þeim djúpa hyl sem maður hefur komið sér ofan í. Það eru einungis tæpir 3 mánuðir í það að ég og Siggie's leggjum land undir fót og ferðumst jörðina þvera og endilanga. Vona þessvegna að ég nái að safna mér einhverju í sarpinn, einhverju sem á heima inni á bankabók og er hægt að leggja út fyrir lífsnauðsynjum. Við verðum eflaust ekki þeir efnuðustu sem flakka landa á milli, en við ætlum okkur að vinna hér og þar og halda okkur þannig réttum megin línunnar eins lengi og hægt verður.
2. kafli. Icelandicfilmfestival. Ég fór á kvikimyndafestívalið og sá Downfall. Það er nefnilega ekki oft sem maður sér slíka mynd um Hitler og seinni heimstyrjöldina, sérstakt að sjá þjóðverjana sem fórnarlömb og Hitler sem snargeðveikan og lítinn kall í neðanjarðarbyrgi. Fúrðulegt allt saman, en þó afskaplega góð mynd þarna á ferð.
3. kafli. Bárugatan. Nýja húsið hans Steina er orðið mitt annað heimili. Hef gist þar að ég held annan hvern dag síðan Steinþór flutti niður í miðbæ. Klámkjallarinn er eitt það klassískasta sem ég hef upplifað, Pétursbúðin klikkar svo ekki þarna rétt við hliðina á. Edda er farinn að kalla mig stjúpsoninn minn og nágrannarnir spyrja um mig ef ég er ekki á svæðinu, en hvað þetta er gaman.
1. kafli. Framtíð? Nú styttist í það að próf hefjist. Í dag eru aðeins 5 dagar. Svo að þann 13. maí þá kemur sumarið, eða þá losnar maður úr þeim djúpa hyl sem maður hefur komið sér ofan í. Það eru einungis tæpir 3 mánuðir í það að ég og Siggie's leggjum land undir fót og ferðumst jörðina þvera og endilanga. Vona þessvegna að ég nái að safna mér einhverju í sarpinn, einhverju sem á heima inni á bankabók og er hægt að leggja út fyrir lífsnauðsynjum. Við verðum eflaust ekki þeir efnuðustu sem flakka landa á milli, en við ætlum okkur að vinna hér og þar og halda okkur þannig réttum megin línunnar eins lengi og hægt verður.
2. kafli. Icelandicfilmfestival. Ég fór á kvikimyndafestívalið og sá Downfall. Það er nefnilega ekki oft sem maður sér slíka mynd um Hitler og seinni heimstyrjöldina, sérstakt að sjá þjóðverjana sem fórnarlömb og Hitler sem snargeðveikan og lítinn kall í neðanjarðarbyrgi. Fúrðulegt allt saman, en þó afskaplega góð mynd þarna á ferð.
3. kafli. Bárugatan. Nýja húsið hans Steina er orðið mitt annað heimili. Hef gist þar að ég held annan hvern dag síðan Steinþór flutti niður í miðbæ. Klámkjallarinn er eitt það klassískasta sem ég hef upplifað, Pétursbúðin klikkar svo ekki þarna rétt við hliðina á. Edda er farinn að kalla mig stjúpsoninn minn og nágrannarnir spyrja um mig ef ég er ekki á svæðinu, en hvað þetta er gaman.