mánudagur, febrúar 28, 2005

Bloggískir flóttamenn?

Mér sýnist sem svo að Valgeir sé orðin landlaus í bloggheimum. Hann hefur yfirgefið sitt örugga bakland og reynt að setjast að á nýjum slóðum. Öryggis hans vegna er líklega ekki rétt að upplýsa hans nýju slóð. Það er hreint ótrúlegt að menn verði að fela sig undan óprúttnum lesendum bloggsins. Kannski maður verði sjálfur að taka upp pokann sinn og fela sig á minna áberandi stað. Maður spyr sig, hver veit nema leikskólabörnin séu farin að fletta uppi nafninu mínu á leitarsíðunum? Það væri vissulega mjög slæmt, þá gæti ég ekki lengur birt hugmyndir mínar óritskoðaðar. Guð forði mér frá því að ég þurfi að leggja á flótta frá net-dagbókinni minni.

Þessi Óskar er ekki stuð. Hér eru menn að pæla í kjólum og hvort að Brad Pitt sé fallegri en Johnny Depp, Baldvin er Depp maður, mér er skítsama. Þrátt fyrir það að Óskarinn sé ekki minn bolli af tei þá hef ég samt sem áður hangvið hérna með þeim Steina, Baldvini og Sigga í nótt og haldið þeim í kompanýi. Hinsvegar er ég alls ekki viss um það hvort að ég sé skemmtilegur kammerat þegar horft Óskarinn. Ömurlegt að sjá kana tala um alla hermennina sem eru að verja Bandaríkin út um allan heim. Það er fasískur snobb borgara bragur af þessu öllu saman. Ólykt.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Reykjavik city.

"Saturday night and everybody is going downtown. But i'm stuck somewhere in the suburbs. It´s so fucked up to live here in the mountain area of Grafarvogur. I wish i lived with another host family somewhere near the central of the city. Then i could dance all night and forget that i'm on an frozen peace of a shitty ass land. Maybe i could imagine myself on an carabbean island, dancing along with beatifull girls, and they are all naked, ohhhhhh. But the problem is that when i would wake up tomorrow i would cry all day long, because it had just been my ugly imagination. I wish i had never come here, i wanna go back home to my beloved family back in California."

Peter Stevens skiptinemi frá Kaliforníu, USA, skrifar þetta á heimasíðu sína, kannski margt til í þessu hjá stráknum. Ég bara veit ekki.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Leit að hverju?

Vonlaus er þessi í eilífðarleit hans að einhverju sem er meira og stærra en það sem hann hefur nú þegar. Hann leitar í öllu mögulegu að því sem hann veit ekkert hvað er, það er þessvegna sem hann finnur það aldrei, sættist svo á endanum á að það sem hann leitaði alltaf að hafi ávallt verið á heimareitnum. Málið er hinsvegar að það er ekki neitt á heimareitnum og það er í raun ekkert þar fyrir utan, eilífðin er tóm, hér er nákvæmlega ekkert nema stundarfriður eða þá stundarbrjálæði, það eina sem er eilíft er ekki neitt. Tómarúmið umkringir okkur og þjarmar svo að okkur, hvað er þar fyrir utan? Hver er þarna úti? Ef svarið finnst ekki þá er ekkert eftir.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Listamannseðlið.

Ég er listamaður í þriðju kategóríu, ég sinni listhneigð minni af innbirðri andlegri þörf. Ég hef aldrei opinberað það en inni í mér hvílir lítið fagurgrænt blóm sem hamrar á dyr, biður um súrefni og vill sýna sig. Vandinn er sá að ljósmóðurina er hvergi að finna, það virðist vera þannig að ég verði að klambra þessu út á eigin spítur, spurning hvað kemur út úr því?

mánudagur, febrúar 21, 2005

Fólk.

Ég hef stundum hitt fólk. Ég hitti konur og ég hitti karla. Sumt fólk sem ég hef hitt hefur komið mér á óvart, annað fólk kom minna á óvart. Stundum hef ég ákveðið fyrirfram að fólk sé fífl en svo kemur á daginn að þetta fólk er bráðsnjallt. Einhverntímann leit ég á einstakling og taldi undir eins að þar væri einn bráðskarpur, en svo kom á daginn að þar fór en eitt fíflið flakkandi.

Fólk er bara fólk, karlar og konur með sína kynjabundnu og sammannlegu eiginleika, en á bak við það allt er eitthvað óskiljanlegt. Einhversstaðar þarna inni er eitthvað sem ég þrái að hafa samband við en það virðist aldrei nást bein-tenging. Það er sama hversu mikið ég skoða fólk, ég mun aldrei skilja ykkur-fólk, ég mun aldrei fá að vita hver þið raunverulega eruð, hvert ykkar innra sjálf er. Verst þykir mér þó að vita að þegar uppi er staðið þá sitjum við ein í súpunni, innikróuð í okkar læsta hugarheimi, lok lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir Páli. Hvar er lykillinn?

föstudagur, febrúar 18, 2005

Visa kort eru verkfæri djöfulsins, særingarmenn hafa verið kallaðir saman alls staðar að úr heiminum af Vatíkaninu til þess að berjast gegn þessu tooli Satanas. Ég klippti mitt fyrir nokkru, Satan hefur ekkert á mig.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Versló var það heillin og Burkus the Butcher er fúríos!

Dregið í undanúrslitin í gær, Borgó mætir Versló og FB mætir MR. Þetta verður stuð. Morfís er óútreiknanleg keppni, það sýndi sig í gær. ME voru miklu betri og að mínu mati áttu 200 stig að skilja liðin að en þess í stað voru það 450 stig í hina áttina. Morfís er orðin keppni í asnaskap og aulahúmor, þroskuð umræða pakkfull af rökum á ekki heima þar lengur. Dómarar keppninnar hafa áreiðanlega bara verið á Valíum eða eitthvað þar sem að salurinn var algjörlega ósammála þeim ;)

En keppni Borgó og Versló verður líklega um mánaðarmótin, einhverntíman í kringum þau. Spennandi þessi tími þar sem allt fer á fullt í gettu betur og morfís, góðir tímar.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Umræðuefni keppninnar á milli ME og FB er útrýming kynþátta. Fer fram klukkan 16:00 í gleði-sal FB, í hléi verður dregið í undanúrslitin þar sem Borgarholtsskóli hefur einmitt tryggt sér sæti. Spennandi tímar framundan, hvet alla til að mæta á þessa einstöku og gleðilegu keppni.