Bloggískir flóttamenn?
Mér sýnist sem svo að Valgeir sé orðin landlaus í bloggheimum. Hann hefur yfirgefið sitt örugga bakland og reynt að setjast að á nýjum slóðum. Öryggis hans vegna er líklega ekki rétt að upplýsa hans nýju slóð. Það er hreint ótrúlegt að menn verði að fela sig undan óprúttnum lesendum bloggsins. Kannski maður verði sjálfur að taka upp pokann sinn og fela sig á minna áberandi stað. Maður spyr sig, hver veit nema leikskólabörnin séu farin að fletta uppi nafninu mínu á leitarsíðunum? Það væri vissulega mjög slæmt, þá gæti ég ekki lengur birt hugmyndir mínar óritskoðaðar. Guð forði mér frá því að ég þurfi að leggja á flótta frá net-dagbókinni minni.
Þessi Óskar er ekki stuð. Hér eru menn að pæla í kjólum og hvort að Brad Pitt sé fallegri en Johnny Depp, Baldvin er Depp maður, mér er skítsama. Þrátt fyrir það að Óskarinn sé ekki minn bolli af tei þá hef ég samt sem áður hangvið hérna með þeim Steina, Baldvini og Sigga í nótt og haldið þeim í kompanýi. Hinsvegar er ég alls ekki viss um það hvort að ég sé skemmtilegur kammerat þegar horft Óskarinn. Ömurlegt að sjá kana tala um alla hermennina sem eru að verja Bandaríkin út um allan heim. Það er fasískur snobb borgara bragur af þessu öllu saman. Ólykt.
Mér sýnist sem svo að Valgeir sé orðin landlaus í bloggheimum. Hann hefur yfirgefið sitt örugga bakland og reynt að setjast að á nýjum slóðum. Öryggis hans vegna er líklega ekki rétt að upplýsa hans nýju slóð. Það er hreint ótrúlegt að menn verði að fela sig undan óprúttnum lesendum bloggsins. Kannski maður verði sjálfur að taka upp pokann sinn og fela sig á minna áberandi stað. Maður spyr sig, hver veit nema leikskólabörnin séu farin að fletta uppi nafninu mínu á leitarsíðunum? Það væri vissulega mjög slæmt, þá gæti ég ekki lengur birt hugmyndir mínar óritskoðaðar. Guð forði mér frá því að ég þurfi að leggja á flótta frá net-dagbókinni minni.
Þessi Óskar er ekki stuð. Hér eru menn að pæla í kjólum og hvort að Brad Pitt sé fallegri en Johnny Depp, Baldvin er Depp maður, mér er skítsama. Þrátt fyrir það að Óskarinn sé ekki minn bolli af tei þá hef ég samt sem áður hangvið hérna með þeim Steina, Baldvini og Sigga í nótt og haldið þeim í kompanýi. Hinsvegar er ég alls ekki viss um það hvort að ég sé skemmtilegur kammerat þegar horft Óskarinn. Ömurlegt að sjá kana tala um alla hermennina sem eru að verja Bandaríkin út um allan heim. Það er fasískur snobb borgara bragur af þessu öllu saman. Ólykt.