mánudagur, janúar 31, 2005

Klassíski mánudags-saltfiskurinn.

Annars er hérna frekar súrt veður, mikil þoka og búið að rigna í allan dag.

Það var saltfiskur í matinn í vinnunni, ég þoli ekki þegar það er saltfiskur því að þá borða ég bara rúgbrauðið og er síðan að deyja úr hungri allan daginn sem hefur ekki góð áhrif á skap mitt.

Þetta verður ekki meiri mánudagur, saltfiskur, þoka og msn-hangs síðan ég kom heim úr vinnunni.

Mánudagar geta verið svo mikið eitthvað "ekki neitt dæmi", maður er bara að bíða og láta tímann líða afþví að það eru fokking fimm dagar í helgina!! Helgin líður svo eins og hendi sé veifað og mánudagarnir hrannast upp með meiri saltfisk og þoku. Mér finnst eins og ég sé alltaf fastur hér á mánudegi, líf mitt er mánudagur, og það sem meira er, lífið er saltfiskur.

grein á vinstri.is

föstudagur, janúar 28, 2005

Jesús, ég er farinn að halda að þú sért hérna einhversstaðar á vappinu.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Út með Versló!

Framkoma Þessara átta Verslinga þarna á keppninnni var að mínu mati til háborinnar skammar. Eins og sagt hefur verið, þá hefur ríkt góður andi á keppnum á milli þessara skóla. Stuðningslið beggja skóla virða bæði keppnisliðin og anndin er góður þó að spennan sé ávallt mikil. Þetta sýnir sig best á því hvernig umræðurnar á milli liðanna voru eftir keppnina, þar sem Borgó menn voru vissulega sárir yfir því að svo gott lið kæmist ekki áfram.

En það að mæta þarna uppeftir með hljóðnemann bara til þess að hrista uppi í mannskapnum, sem var kominn til að horfa á spennandi keppni er lýsandi dæmi um fáheyrðan hroka og dónaskap. Þetta gerir það einfaldlega að verkum að í ár verður lið Verslunarskólans eyland í þessari keppni. Hinum almenna borgara þessa lands er ofboðið eftir slíka framkomu, og er þetta þeim ævarandi til minnkunar.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

MR. MONGÓ.

Kýrhausinn er massívt skrýtinn þegar hann er grandskoðaður. Í þessum töluðu býð ég við símann, eftir símtali frá góðvini mínum Steinþóri Helga. Símtal þetta er uppá líf og dauða, andrúmsloftið hérna inni hjá mér er ógeðslegt, ég hef ekki farið í sturtu síðan í gær, mín eigin ólykt er að drepa mig og svitin svell-lekur af hökunni á mér. Þreytu einkennin eru ótvíræð og ég sé allt í móðu á meðan ég býð, býð og býð eftir símtalinu sem á eftir að verða okkur báðum svo eftirminnilegt. Því í kvöld er það ekkert hálf-kák, ekkert múður, ekki nein mistök, það er ekkert sem má vera í "ekki lagi", alls ekki neitt, og þessvegna þarf að mixa eitt fyrir stóru stundina.

Að sigrast á takmörkunum.

Keppnirnar tvær eiga hug minn allan þessa stundina. Keppnismaðurinn Burkus getur lítt tjáð sig núna, nema þá um svefnleysi, erfiða einbeitingu í vinnunni og mikla þreytutilfinningu sem herjar á mig þessa dagana. Ég hef átt býsna annríkt seinustu daga og mætti þessvegna tala um að seinustu mánuðir hafi verið undirlagðir af of miklu aksjóni. Ýmislegt hefur á daga mína drifið, eilítill hraði, frekar mikil vinna, skemmtilegar stundir jafnt sem margar erfiðar. Nú er svo komið að allt er að gerast í einu, og sumt er svo skrítið að fáir geta ýmindað sér það. Nú er hinsvegar komið nóg af almennum og loðnum skilgreiningum á lífi mínu seinustu misseri, sjálfur séra Jón leggur til að Burkusinn vindi sér beint í önnur og merkilegri skrif.

Þar sem sumir hafa kosið að líkja mér við Sókrates sjálfan þá ætla ég að keyra ykkur um koll með nýrri heimsmynd Burkmeistersins.

1. Heimurinn er eins og eitt stórt jarðarber.
2. Jarðarber eru rauð með óteljandi svörtum doppum á sér.
3. Svartur litur er þungur/heví, getur heltekið miðtaugakerfið.
4. Miðtaugakerfið er forsenda fullnægingar.

Þetta er svona beisikkið í kerfinu sko en núna kemur bomban...

5. Því fleiri svartir blettir í mannlegu samfélagi þeim mun minni fullnæging.
6. Engin fullnæging, engin fólksfjölgun, ekki satt?
7. Of mikið af jarðarberjum, allt líf deyr út.
8. Jarðarber leiða af sér dauða.

Basikk dæmi sko, Burkusinn er alveg með pælingarnar á hreinu þannig að ekki dissa heimspekinginn hérna, ég er að vinna vinnuna mína. Ég vona bara að ég þurfi ekki að vera að birta glimpsur úr kerfinu svona á blogginu í tíma og ótíma, það gæti riðlað heildarmyndinni. Þessvegna bið ég fólk sem er að skrifa óvarlega um heimspekinginn að hætta því þegar í stað þar sem það gæti kostað total kaos!

sunnudagur, janúar 16, 2005

Enn um keppnir.

Borgó mætir MR í útvarpinu næsta miðvikudag, það er hreint og beint skandall að tvö svo sterk lið þurfi að mætast í útvarpskeppninni, en þetta verður spennandi. Annað gerðist um helgina, FB vann MH með slatta af stigum í mun og var Guðjón Heiðar ræðumaður kvöldsins, þarf nú kannski ekkert að vera að taka þetta fram en geri það þó. Fór einnig austur á Egilsstaði í gær að dæma ME-MK í morfís og dæmdi þar leika með þeim Jóhanni Fjalari og Oddi Ástráðs, mynduðum við þar ódauðlegt teymi sem dæmdi stærsta sigur í sögu morfís, einhver 930 stig. ME-ingar stóðu sig með prýði og rúlluðu yfir arfaslakt lið MK. Stigsmunur á ræðumönnum var mjög mikill og má þar til að mynda nefna að munur á hæsta og lægsta ræðumanni var einhver 470 stig.

.............Og svo síst og seinast má hripa það hér niður að Borgó vs. Hraðbraut mun fara fram á Laugardaginn næsta klukkan 16:00 uppi í Borgarholtsskóla. Umræðuefnið var samið um áðan og verður rætt um "venjulegt fólk", mælir lið Borgó með en lið Hraðbrautar á móti.

En nóg af keppnunum, ferðin á Egilsstaði var frábær, flugið í gær reyndi þó verulega á taugar á stundum og mynti óneitanlega á það þegar vélin frá krít varð að nauðlenda þarna fyrir austan vegna óveðurs. Stemmingin var góð, ballið með Von var ferskt og mikill andi í fólki. Menn ræddu ýmis málefni í þaula og drukku öl meðan hlustað var á músík. Það sem stendur uppúr var án alls efa Gunni Sigvalda, Gunni Gunn, bróðir hans Gunna Gunn og rollan, bara mega frábært allt saman en legst ég nú í fleti.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Að slást.

Að slást við einhvern sem vill það ekki er mun grófara en að slást í för með einhverjum sem ekki vill það. Þó gæti maður spurt sig, væri ekki betra að vera laminn einu sinni í stað þess að sitja kannski uppi með fíflið á hælunum út í það óendanlega. Pæling?

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Gettu Betur.

Lið Borgarholtsskóla bar sigur úr bítum í spurningaleik RÚV í gærkvöldi. Lokastaðan var 28 stig fyrir Borgó mönnum á meðan Akureyringar höluðu inn 19 stig. Keppnin var jöfn og spennandi og teygðist á taugum mínum um tíma, en þetta hófst á endanum. Iðnskólaliðið tók lið FVA og sigraði með eins stigs mun, stórglæsilegt hjá þeim og flott lið þar á ferð, greinilega metnaður í gangi á þeim bænum. Iðnskólinn í Hafnarfirði var hinsvegar með 5 klukkustunda gamalt lið og eilítið metnaðarminna, þeir töpuðu naumlega fyrir Menntaskólanum á Laugarvatni.

það er þó ljóst að næsta umferð verður gall hörð og þar verða stór laxarnir að berjast fyrir lífi sínu. 16 lið keppa í þeirri umferð og að öllum líkindum verða allir stærstu skólarnir þar á meðal, má þar nefna, Menntaskólann við Hamrahlíð, Menntaskólann við Sund, Menntaskólann í Reykjavík, Borgarholtsskóla, Flensborg, Menntaskólann í Kópavogi og jafnvel Stýrimannaskólann. Ég býð því spenntur eftir útdrátti í næstu umferð og ég hlakka til að fylgjast Gettu Betur í vetur.

Hvernig er annars staðan á þessu hjá öðrum skólum? Hverjir koma á óvart í ár? Eru menn ekki með eitthvað fréttnæmt úr heimi gettu betur? Ef svo er endilega leggið orð í belg hér fyrir neðan....

sunnudagur, janúar 09, 2005

Stereolab

Ég er að uppgötva þessa hljómsveit núna. Ég hef heyrt eitt og annað með henni í gegnum tíðina og hef svona vitað af henni en fyrst nú er ég að sökkva mér í gegnum nokkrar plötur og ég er kolfallinn. Ég veit vel að ég hefði átt að falla mun fyrr en aðalatriðið er það að ég féll fyrir rest, sem var nauðsynlegt. Ég hygg á verslunarleiðangur þar sem ég safna að mér sem mestu efni eftir þessa grúppu, tel það vera nauðsynlegt fyrir lestur í vetur.

Hef átt marga góða daga í kringum hátíðirnar. Jólin voru afslöppuð og góð. Þóra systir, Daníel og Elísabet komu til landsins og eyddu jólum og áramótum hérna heima, það var mjög gaman að fá þau í heimsókn og eyða með þeim hátíðunum. Þetta hefur verið ljúfur og áreynslulaus tími þar sem ég hef hitt félaga, kíkt á Gullöld, drukkið einn og svo tvo. Ég hitti einnig ættingja í fjölskylduboðum og átti klassískar jólastundir.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lífið.

er svo ljúft, það er aldrei auðvelt en það getur verið svo ljúft.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Nú er nótt en í fyrramálið kemur líklega morgun.

Lífið leikur sér að mér og leikur við mig eins og lítið og skrítið lamb. Margt það sem ég hef lagt niður og áætlað að yrði hefur alls ekki orðið á meðan að annað áhugavert hefur orðið úr engu. Það er stundum eins og maður átti sig á því að stjórnin er annars staðar en hjá manni sjálfum, á skemmtilegan hátt er eitthvað sem grípur í mann, teygir mann og togar og skilur mann eftir öfugum megin borðsins. Það virðist vera að þó maður hugsi og hugsi, leggi allt sem maður á á borðin og geri áætlanir, planleggi lífið og reyni að ákvarða framtíðina hvað maður getur, allt þetta á það til að breytast á örskotsstundu. Þessvegna á maður að reyna að ferðast í gegnum lífið með einhvern áfangastað í huga, leiðin að þessum áfangastað má hinsvegar ekki vera svo niðurnjörvuð að breytingar geti átt ekki sér stað.

Þessu tengt en þó fjartengt hefur ýmislegt breyst á seinustu misserum. Ég hafði ætlað mér að vinna í einhverri misgóðri vinnunni fram á sumar og hefja þá reisu mikla. Þess í stað ákvað ég á milli jóla og nýárs að koma mér inn í Stjórnmálafræðina í Háskóla Íslands. Næsta vormisseri mun ég semsagt stúdera stjórnmálafræði við Háskólann og er það alveg fáránlega frábært. Að því loknu er hugmyndin að safna einhverri summu af peningum og halda svo af stað í reisuna. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er þannig að ég ætla hér eftir að segja sem minnst um framtíðina þar sem hún er ekki til.........fyrr en á morgun......

Góða nótt