þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Nú hef ég heimildir fyrir massívri lýðræðisaðgerð sem er að fara í gang í þessum töluðu, það er ekki ómerkari manneskja en hún Súsanna Ósk sem færði mér þær fréttir, en þær eru einhvað á þessa leið......

Ísland meðal hinna staðföstu þjóða?

Nei- hei! Ef þið eruð á móti því að Ísland hafi verið sett á lista til stuðning innrásarinnar í Írak þá mæli ég með því að þið hringið í síma 902-0000 og leggið góðu málefni lið, en þannig er mál með vexti að Ólafur Hannibalsson og félagar ætla sér að birta auglýsingu í New York Times (Sússí vill meina að greinin verði birt þar, sel það ekki dýrara en ég keypti það!) þess eðlis að Íslendingar séu með öllu mótfallnir því að hafa verið settir á þennan umdeilda lista og vilji út af honum fara. Á morgun verður svo blaðamannafundur í tilefni þessa og hvet ég landsmenn og þar með þig!! til þess að fylgjast vel með þróun mála. (Birt með góðfúslegu leyfi Sússíar)

Magnað allt saman, nú er mál til komið að við skjótum þá í kaf þessa kapítalísku og hrokafullu valdahafa sem láta sig engu varða hvað þjóðin hefur um málið að segja, bombarderum þessa valdhafa-kappítal-titti í rassgat!!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Þetta veður er að gera mig of hamingjusaman. Snjórinn er að gera of góða hluti fyrir mig, það einhvernveginn birtir of mikið yfir öllu í svona veðri.

föstudagur, nóvember 19, 2004

"Að efast"

Að efast um sína eigin tilvist er erfitt en þó mögulegt. Að efast um tilvist annarra er auðveldara, þó það sé frekar "sheikí bisness". Það að efast um nær alla hluti gerir heiminn hinsvegar áhugaverðari en ella. Efinn er ákveðið krydd í tilveruna, ef þessu kryddi er blandað hóflega saman við "basic skynsemi", getur blandan verið ferskur kokteill sem getur af sér hóflega mikið magn af vafaatriðum.

Sá sem efast lítið eða ekkert um þær upplýsingar sem lagðar eru á borð fyrir hann er hættulegur sjálfum sér og umhverfi sínu. Án efans og sjálfstæðrar hugsunar erum við ekkert nema verkfæri í höndum fólks sem kann að nýta sér trúgirni og sakleysi hins almenna borgara. Efinn er nauðsynlegur í þjóðfélagi þar sem við erum mötuð af upplýsingum allsstaðar að, heimi þar sem markaðurinn ræður sífellt meiri ríkjum og einstaklingurinn verður berskjaldaðri gagnvart "mega-corpum".

Conclusion; Hóflegur efi og sjálfstæð hugsun eru nauðsynlegar forsendur þess að alvöru lýðræðis-þjóðfélag byggist upp. Ef við höfum trú á því að meirihlutinn eigi að hafa valdið, verður hann á sama tíma að hafa allar forsendur til þess að taka ákvarðanir.

Þessvegna hljóta allir sannir lýðræðissinnar, að vera sammála um það, að skóla-kerfið eigi að byggjast að mun meira leyti á því að byggja upp gagnrýna og sjálfstæða hugsun hjá einstaklingnum, í stað þess að mata hann sífellt af upplýsingum sem hann samþykkir svo þegjandi og hljóðalaust. Það er frumforsenda þess að raunverulegt lýðræði nái fram að ganga. Það eina sem þarf er viljinn til að breyta, "nothing more" / "nothing less"

Halleluja!

Burkus has spoken and will now leave the computer, if you want him, please call him in this number; 662-0061.

"goddbye ladies and gentlemen" (Burkus. 19.11.04)

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Máninn rís.

Í þessum töluðu horfi ég á tunglið teygja anga sína nær himni. Magnað að sjá snúning jarðarkringlunnar svo skýrt, hægt en sígandi fjarlægist það fjallgarðinn. Nær helmingurinn er sýnilegur en hinn helmingurinn ósjánlegur. Skrýtið hversu vel sumt getur verið falið, hálfur máninn er týndur núna vegna þess að sólin skín ekki á þann partinn.

Þá verður mér hugsað um þennan heim þinn, það er svo margt sem er vel falið í undirdjúpum þess að vita ekki betur. Hálfur máninn er alveg jafn heill og áður, það veit ég afþví að ég hef forsendur til þess að álykta sem svo. Án forsendanna væri þó rökréttast að ætla að "guð" eða þá "einhvað fífl" væri búið að saga tunglið í sundur. Það sem er rökrétt í dag er bara alls ekki rökrétt á morgun. Forsendurnar breytast alltaf, það er fokkið.

"C'est la vie"

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Ego

Ég er lífið, lífið er ég. Án mín væri lífið ekkert og án lífsins væri ég ekki neitt. Allt annað en ég og lífið er þessvegna tilgangslaust, ég einn skipti máli. Hversvegna ekki?


sunnudagur, nóvember 14, 2004

Einn.

Ég er einn. Ég vildi að ég væri ekki einn. Vildi óska að ég væri "tveir". Út um allt sé ég einhverskonar fólk, sumir eru á vappinu aðrir ekki. Ég er einn en samt er ég umkringdur af öllum þessum fígúrum. Í kringum mig allan er urmull af fólki sem er einangrað inni í sjálfu sér. Hversvegna, spyr ég og leita svara í sjálfum mér, þar er ekkert að finna, ég er tómur.

Ef slökkt yrði á öllu núna, hver myndi finna fyrir því? Hverju myndi það breyta? það er eins og allt skipti engu máli, tilvist okkar er ekki neitt nema bara eitthvað fyrir okkur sjálfum, og þá einhverjum örfáum samferðarmanneskjum okkar. Dauði einhvers í dag skiptir mig ekki neinu máli, hann verður grafinn og svo gleymdur innan tíðar. Lífið er stutt heimsókn, við erum gestir, eftir dvölina týnumst við og breytumst loks í tölur á blaði. Þetta eru staðreyndir lífsins, þegar allt kemur til alls þá erum við ekki neitt, zero. Eina leiðin til að verða eitthvað er sú að sameinast einhverju óendanlegu. Hvað sem það nú er.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Byssan Skyssan.

Borgó vann FVA. Burkus vann Byssuna. Byssan er ekki sátt, sem er skiljanlegt, búinn að búa út á Skaga í viku. Ég þakka Byssunni fyrir viðureignina. En þó að það sé hægt að væla endalaust yfir einhverjum smáatriðum þá er staðreyndin sú að við unnum, gerðum hinsvegar einhver mistök og lærum svo af þeim, það kenndu liðsmenn FVA mér ;)

Ágætis stuð í gær, bærinn þræddur, þreyta sagði til sín og Börgjís fór heim......


fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Borgó/FVA.

Núna er fyrsta umferð Morfís að hefjast og er fyrsta viðureign ársins á föstudaginn 12. nóvember. Ræðulið okkar Borgara býður liði Akurnösinga í smá heimboð og hefst keppnin tímanlega klukkan 20:00.

Umræðuefnið er mjög áhugavert að þessu sinni, rökrætt verður um "mistök" og mælir virðulegt Ræðulið Borgarholtsskóla á móti.
Búist er við mjög áhugaverðri keppni og ætti enginn að láta sig vanta á þessa fyrstu keppni ársins.

Liðstjóri ræðuliðsins í þessari viðureign er ekki ómerkari maður en "Litli B" öðru nafni Björn Þór Jóhannsson.

Frummælandi liðsins hefur þetta í blóðinu, hann er best ættaði ræðumaðurinn í liðinu, nafn hans er Magnús Haukur Harðarson.

Meðmælandinn er sko enginn venjulegur maður enda er hann "hún". Hún er djúsí, hún er köld, henni er erfitt að fullnægja. Hún heitir Erla Gerður Viðarsdóttir.

Stuðningsmaðurinn er ég "Burkus" a.k.a J.B Magnússon.

Börn-outin tvö, Valgeir Ragnarsson og Jóhann "Spaði" Fjalar Skaptason hafa pískrað okkur áfram til fullkomnunnar, undanfarna viku. Ykkur er boðið í Borgarholtsskóla til að sjá afrakstur blóðs, svita og tára.

Ekki gera mistök, mættu!!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Kerry eða Búskur?

Kosninganótt framundan, Bush eða Kerry, Kerry eða Bush? Þar liggur munurinn, það er ekkert mikið meira sem fólk er að velja um þarna fyrir vestan. Þeir eru almennt sammála um allt sem að skiptir máli þannig að heimurinn mun ekki breytast mikið ef alzheimer-sjúklingurinn hverfur úr embætti. Hins vegar væri það þægilegra fyrir umheiminn að umbera Kerry, hann lúkkar hófsamari. Nader atkvæði detta dauð niður, það á enginn von í amerísku plast lýðræði, það eru fyrirtækin sem stjórna þar, ekki fólkið.