mánudagur, ágúst 23, 2004

Ég var stunginn um daginn og svo skorinn í tvennt, þrennt, fernt og allt virtist hverfa á augabragði. lítil ljóstýra stóð ein og yfirgefin eftir og ég fylgdi henni áleiðis, smám saman dofnaði hún og dofnaði, það var erfitt að fylgja henni eftir en mér tókst það framan af. En svo kom að því, eftir langa göngu og mikið streð var ekki lengur barist við að halda ljósinu gangandi, einn tveir og allt var slökkt, búið og farið, kom ekki aftur, ekki var aftur snúið, klofinn í öreyndir og ekkert eftir, núll og nix!!

Vélrænn úr gúmmíi laus við allan veruleika, stóð einn eftir og horfði á eftir seinustu tilfinningunum glatast með seinasta loganum.

Amen.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Goodbye Lenin-Farenheit 9/11

Sá Farenheit í gær, eins og þið búist kannski við þá mæli ég sterklega með henni enda kannski ekki sá hlutlausasti á svæðinu. Ætla að sjá Goodbye Lenin í kvöld, hef heyrt frá a.m.k þrem heimildarmönnum að aðalleikarinn sé mjög svo líkur mér í töktum og í útliti, það verður spennandi að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu. Sá Lost in translation um daginn, hún var verulega góð og stóð Bill Murray fyrir sínu, Scarlett Johansson var ekki síðri, enda er þar um að ræða undurfagra snót sem greip mann frá fyrstu mínútu. Mystic River var líka góð.

En að öðru.....

Hér er allt samt við sig, Ísland er eins og Það á að sér að vera. Öruggur staður í óöruggum heimi, hér er gott að vera, grasið grænt og hreint vatnið rennur niður fjallshlíðar. Ísland er landið, mjólkin hér er einstök, lambakjötið er svo frábært að við borgum skatta af laununum okkar til þess að fá að bragða á því. Við borgum í rauninni háar fjárhæðir til þess að halda íslenska bændastofninum á lífi, en samt er það ekkert líf, höldum þeim í þrældómi. Til hvers gerum við það?? Er það bara afþví að við þráum íslenskt kjöt og íslenska mjólk?

Ef það er ástæðan þá held ég að það sé siðferðisleg skylda okkar að greiða þeim mannsæmandi laun fyrir þá miklu vinnu sem þeir leggja á sig. Ef við færum landbúnaðinn í nútímalegra horf þá mun sveitabæjum fækka all verulega og landið mun líta út eins og eitt stórt eyðibýli sem er ógnvekjandi að mati margra. Og er þá bara lausnin að halda áfram í þessu ömurlega styrkjakerfi þar sem við höldum bændum landsins í algjörum þrældómi bara svo að landið líti betur út. Hver er alvöru hugsunarhátturinn á bak við þetta virkilega óhagstæða og ósanngjarna kerfi, það er ekki eins og einhver græði á þessu. Ég er bara að varpa fram spurningum vegna þess að eitthvað verður að gera.

Ísland er landið sem ávallt þú geymir
Ísland í huga þér hvar sem þú ferð
Ísland er landið sem ungan þig dreymir
Ísland í vonanna birtu þú sérð
Ísland í suamrsins algræna skrúði
Ísland með blikandi vorljósatraf
Ísland að feðranna afrekum hlúði
Ísland er foldin sem lífið þér gaf