laugardagur, júlí 31, 2004

Blogging from Boston.

Hér er allt eins og í Boston. Siggi tú áttir heima hérna, fannst ter aldrei eins og tú værir staddur í kvikmynd sem átti sér stað í Boston? Ég veit ekki hvað tað er en tað er eitthvað Bostons-legt við tennan annars góða bæ. Boston, hvað veit ég um Boston? Ekki neitt. Búinn að kaupa ipod. Sun Glory eru mestu vonbrigði dagins, fór niðrí bæ og keypti mér æpoddinn, hjólaði svo til baka og fékk mér Sun Glory orange juice, svolgraði í mig fyrsta sopanum og ohhhh! Mikil vonbrigði, bragðið var svona eins og af HiC en ég bjóst við hreinum appelsínusafa, tetta er svona eins og að fá vatn uppí sig tegar maður býst við Cola, drasl. Annars er ég farinn.



Hvar er valgeirr.blogspot.com?

Ég hef undanfarid reynt hvad eg get til ad komast inn a heimsaiduna hans Valla en tad eina sem kemur eru einhverjar auglýsingar eins og "Save endangered wildlife" "The green guide" "Become a volunteer today" og eitthvad drasl. Vildi bara koma tessu a framfæri og athuga hvort adrir hafi lennt i tessu lika eda hvort ad tetta se bara einhver sur brandari sem er beint ad ip tölu tölvunnar hja systur minni her i Danmorku......



sunnudagur, júlí 25, 2004

Hvad hef eg sed?

Eg hef sed ljon, giraffa, fila, nashyrninga, gorillur, apaketti ymisskonar, flodhesta, margar tegundir af einhverskonar buffaloum, hakarla og margt margt fleira. Ég veit ad tetta er alls ekki merkilegt a mælikvarda merkilegheitanna, en a minum mælikvarda er tetta annsi merkilegt tar sem ad eg hef aldrei sed slik dyr adur. Hef verid ad keyra um Jótlandid a bílaleigubílnum sem vid erum med a leigu og tad hefur verid mjog ahugavert ad skoda tessi litlu torp sem eru her um allt.

Burkus er annars bara godur a tvi herna og hefur gaman af tessu ollu saman. Ebí littla frænka min eins og hun kys sjalf ad kalla sig er sífellt i godu glennsi herna og eg held satt best ad segja ad eg hafi aldrei kynnst barni sem getur talad jafn mikid a svo stuttum tima. Nuna situr hun ein inni i herbergi og masar og masar stanslaust vid sjalfan sig, otrulegt hvad hun getur masad lengi. Masar er asnalgt ord og eg veit ekki afhverju eg notadi tad, tad var bara eitthvad sem sagdi innra med mer ad i tessari adstodu myndi tetta ord henta best, masar er hundleidinlegt ord og eg er farinn ad tjilla. 



miðvikudagur, júlí 21, 2004

Já já já.

Staddur er ég í Árósum um þessar mundir, ég var staddur í Kaupmannahöfn í um það bil tvo sólahringa og stóð ég þar hjá tveim ungum og æðislegum dömum, fékk að gista þar tvær nætur og er ég þeim innilega þakklátur fyrir það, þær Arna og Erna röltu með mér um borgina og sögðu mér frá stemmingu sumarsins, merkilega góð stemming þar. Hitti hjá þeim tvo drengi sem voru feiknar miklir spekingar og stuðboltar, nöfn þeirra voru Árni og Þórir og sötruðum við öl og spjölluðum saman fram á rauða nótt í Köben. Nú er ég staddur í íbúð systur minnar, manns og dóttur og erum við á leið í Franz Ferdinand hlustun og menningarlegar umræður sem klikka sjaldnast á sumarnóttum sem þessum. Ég vil skila innilegum kveðjum til fólksins sem situr heima og les það sem ég hef ritað niður á þessa tölvu, það er gaman að vita af tilvist ykkar, það gefur mér mikið, takk fyrir það.....

 


sunnudagur, júlí 18, 2004

Takk, takk og aftur takk fyrir mig
 
Þetta var frábær veisla í gær, ég skemmti mér mjög vel, fékk mikið af góðum gjöfum og mikið af góðu fólki heimsótti mig. Ég vil þakka öllum fyrir mig, hverjum einum og einasta, takk fyrir mig ég er farinn til Danaveldis......
 
 

laugardagur, júlí 17, 2004

Skemmtileg gjöf að handan.
 
Ég fékk mjög skemmtilega gjöf frá félaga mínum, góðvini og fyrrverandi ferðafélaga honum Hafsteini Júl á fimmtudaginn. hann gaf mér myndir sem ég tók sjálfur í Interrailinu í fyrra og var búin að mixa þær, setja þær í ramma og gera fínar, þetta var mjög svo skemmtilegt hjá kallinum og vil ég þakka honum opinberlega fyrir þessa gjöf. Hann gaf mér einnig bókina 39 skref til glötunar en sú bók er að mínu mati mjög svo áhugaverð, ég hafði hugsað mér lengi að kaupa hana en svo birtist Haffi eins og engill að ofan og færir mér hana á silfurfati, Hafsteinn þú ert gull af manni. Ég má hins vegar ekki gleyma að nefna það að á bak við þetta ofurmenni stendur kvennmaður sem stóð með honum í gegnum þetta gjafaval og gaf mér þetta líka en það er að sjálfgsögðu hún Karítas, ég vil þakka henni fyrir þessa undursamlegu gjöf.
 
Núna er hins vegar rétt rúmur sólahringur í Danmerkur reisu hjá mér og er ég kominn með smá spenning í maga og stemmingu í hjarta fyrir þeirri ferð. Þar mun ég vonandi hitta Örnu og Ernu eitthvað í Köben og þær kenna mér á tjillið enda orðnar frekar vanar. Því næst mun ég halda af stað til Árósa einhvernveginn þar sem systir mín, Daníel elskuleigur eiginmaður hennar, Ebí frænka og Gummi bróðir Daníels munu bíða óþreyjufull eftir mér. Það verður krúsað um á bílaleigu bíl um allt landið þvert og endilangt, við munum sleikja sólina sem er víst loksins komin, drukkið verður öl og sagðar verðar sögur, förum á ströndina og liggjum þar marflöt og slöpp allan daginn, farið verður í Lególand og vatnsrennibrautagarð, mikið og margt spennandi þar í gangi. 
 
 

mánudagur, júlí 12, 2004

Sólin skín vegna þess að nú er sumar.


mánudagur, júlí 05, 2004

Ég hef verið sviptur lýðræðislegum rétti mínum til þess að kjósa í Ágúst, ykkur hefur öllum verið meinaður aðgangur að kosningunum um fjölmiðlalögin. Í þágu "þingræðis" sem er víst svo heilagt að það er heilagara en lýðræðið á þesssum síðustu og verstu tímum. Alþingi mun á næstu sólahringum ákveða það að hrifsa af okkur réttindin til þess að kjósa um frumvarpið, ríkisstjórnin mun á fasískan hátt hætta við þetta frumvarp og koma með annað lítið breytt frumvarp og þvinga það í gegn í nafni heilags "þingræðis". Þetta er svo súrt eitthvað, hvernig er á einhvern hátt hægt að gera nokkuð svona lagað með hreinni samviksu, hvernig er hægt að aðhyllast lýðræði en afnema það svo þegar það hentar ekki? Rétturinn var kominn til þjóðarinnar og hún átti að taka lokaákvörðun um þetta mál, meira að segja Björn Bjarnason er sammála mér núna, nema þá að hann skipti bara um skoðun og nái að heilaþvo afganginn af dyggum leppsveinum sínum, sem hann mun gera og þeir munu apa allt eftir honum og allir munu verða sammála á ný um það að stöðugleikinn sé æðislegur og að lífið sé svo frábært, blablabla....

......það er kominn tími á einhvað sem ég veit ekki hvað er