sunnudagur, júní 27, 2004

Allt er í heiminum hverfult.....

.....Nema núið sem hefur ávallt verið til, óendanlega langt aftur í fortíð og mun ávallt vera til óendanlega langt fram í tímann. Núið er hérna, alltaf og allsstaðar, það er það eina sem þú getur treyst á, það er óhagganlegt og óháð öllu utanaðkomandi. Núið er núna, það er sannleikurinn beint í æð, það er ekki klætt í neinn búning heldur kemur það fyrir nákvæmlega eins og það er án allra aukaefna. Núið er kjarninn sem allir leyta að, að lifa í núinu er þessvegna að eiga eilíft líf, þar sem að núið er það eina í heimi þessum sem er eilíft. Sá sem hefur lifað í núinu þarf ekkert að óttast vegna þess að hann hefur fundið sér stað í eilífðinni, fundið sinn tilverurétt í óendanlegum, óhreifanlegum sannleika heimsins.


miðvikudagur, júní 23, 2004

Fólk er fífl, fólk er gráðugt, fólk er sjálfmiðað, fólk er latt og stundum gratt, fólk er skítugt, fólk er heimskt, fólk er þröngsýnt, fólk er dýrslegt, fólk er yfirlýsingaglatt, fólk er óöruggt, fólk er illt, fólk er skipulagt, fólk er eyðilagt, fólk er feitt, fólk er dautt, fólk er plast, fólk er drasl, fólk er fast, fólk er sjálfselskt, fólk er kaldhæðið, fólk er fullt og fólk er dópað, fólk er hugsandi, fólk er leitandi, fólk er skælandi og vælandi, fólk hlær, fólk slær, fólk hefur tær, fólk er heitt, fólk er kalt, fólk brennur, fólk rennur, fólk hefur tennur, fólk er lifandi, fólk er skrifandi, fólk er hvítt, fólk er svart, fólk er gult, fólk er grænt, fólk er rautt, fólk er blátt, fólk er sveitt, fólk er beitt, fólk er niðrandi, fólk er biðjandi, fólk er svart og hvítt, fólk er ekkert og fólk er allt........

......ég er fólk


Ég er bara að keyra bílinn sko
Já okey hélt kannski að þú værir að gera eitthvað annað
Ha ég?? Að gera eitthvað annað, hvernig dettur þér slík vitleysa í hug drengur?
Ég hef aldrei gert neitt annað og ef svo væri þá myndi ég allavega ekki vera að keyra þessa druslu.
Ég var samt ekkert að tala um það, ég var að spyrja hvort......
Þegiðu!!!!
Nei gerðu það bara sjálfur mann fjandi!!
Okey en þá verður þú að lofa því að koma í brúðkaupið hjá mér og Guggu á Laugardaginn.
Þú verður að lofa mér því, annars breytist ég í lúpínu, annars gæti ég bara farið að gráta eða eitthvað.
Humm ég geri það ef þú skilar bílnum á morgun......


þriðjudagur, júní 15, 2004

hálfur er ég hér
einn með sjálfum mér
hálfur er ég þar
víðast hvar
og allsstaðar


sunnudagur, júní 13, 2004

Staðreyndir

Konur - Björk, Móðir Teresa, María mey.

Karlar - Leonardo da vinci, Beethoven, Martin Luther King, Mahatma Gandhi, Aristóteles, Diogenes, Kierkegaard, Sigmund Freud, Jesúm Kristur, Fidel Kastró, Che Guevara, Lenín, Bob Dylan, Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Paulo Coelho, Simon Bólivar, Alexander mikli, Platón, Konfúsíus, Siddharta Gatama, Karl Marx, John Locke, Kant, Albert Einstein, Malcolm X, Sókrates, Kristófer Kólumbus, Múhameð, Móses, Alfred Nóbel, Yasser Arafat, John F. Kennedy, Mozart, Boris Jeltsín, Snorri Sturluson, Alexander Solsjenitsyn, Sófókles, Voltaire, Lech Walesa.


sunnudagur, júní 06, 2004

Það er fagurt um að lítast í dag á þessum degi sjómanna. Ég hef hugsað mér gott til glóðarinnar og ákveðið að fara út með spilarann, leggjast út í sólskinið og hlusta á fagra tóna. Ég hef einnig lagt á ráðin um það að taka eitt gott dvd maraþon í kvöld þegar sólin fer að týnast á bak við fjöllin. En þannig er dagurinn í dag, hinsvegar var gærkvöldið margslungið og mjög svo frábrugðið frá þessum degi.

Það hófst allt í tvítugs ammælinu hjá Gumma þar sem veitingar voru þónokkrar og mikið var um manninn. Þar voru tíuunda bekkjar stelpur að framreiða veitingar eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað, eiga þær mikið hrós skilið fyrir sterka drykki og skringilega blandaða. Blöndun þeirra varð til þess að Sigurður nokkur Eyþórs endaði á skalla sínum og þurfti stuðning Formanns til þess að koma honum heim. Nanna vakti mikla lukku karlpeningsins á svæðinu og léku sér allmargir að greyinu fram eftir kvöldi.

Bærinn heimsótti okkur svo um tvöleytið og þar var mikið um dýrðir, hópar skiptust og fólk týndist inn á mismunandi staði. Grand Rokk varð fyrir valinu hjá mér og þar hitti ég Sérann og Nadiu sem voru hæst ánægð með veðurblíðuna og gleðina sem ríkti um allan bæ. Við röltum í fallegu og björtu veðrinu í skemmtilegt "teiti" og spjölluðum þar í dálítinn tíma. Fleira gerðist en það sem gerir þetta kvöld hvað eftirminnilegast myndi ég telja var það þegar ég, Bragi og Sigrún sátum og störðum á hafið þá kom öryggisvörður frá öryggismiðstöðinni og sagði við okkur að hann ætti hafið, já það var ógleymanlegt samtalið sem við áttum við hann og félaga hans eftir þessi fleigu orð.......


miðvikudagur, júní 02, 2004

Mér var eitt sinn gefin gjöf. Þessi gjöf var algjörlega óskiljanleg, hún færði mér gleði og glaum, fegurð, frelsi og fullkomleika, hún færði mér allt það sem ég hafði nokkru sinni getað ýmindað mér og margt fleira. En það var galli á gjöf Njarðar, innihald hennar var ekki eins mikið og ég hafði talið mér trú um í fyrstu. Fyrst hvarf frelsið og þar með fullkomleikinn, því næst fór gleðin og þá glaumurinn. Þannig varð innihaldið rýrara með hverjum deginum, þar til ekkert var eftir annað en umbúðirnar sem minntu mig í sífellu á gömlu góðu tímana þegar gjöfin veitti mér allt það sem ég þurfti.

Í dag er gjöfin á haugunum, hún liggur þar óhreifð og ósnert eins og allt annað sem hefur geispað golunni. Ég brenndi hana um daginn og hennti henni því næst í ruslið, það var ekkert annað að gera við svo ónýtan hlut. Hlutur sem hefur tapað öllum sínum tilgangi og hefur ekkert annað til málanna að leggja en að kalla fram fortíðina getur ekki verið manni góður til lengdar. þessvegna er gjöfin mín góða kominn á sinn stað í mínu lífi, hún er úti og í burtu þar sem ég þarf aldrei að sjá hana aftur.