laugardagur, janúar 24, 2004

Jesús hefur verið þokkalega góður gaur, Gandhi líka. Það eru þessir kappar sem skipta öllu máli. Svo eru þessir menn bara drepnir, þeir eru myrtir af lýðnum. Það er sorglegt hvað við eiðileggjum alltaf allt það góða í fæðingu, það góða fær ekki séns. Jessi svo bara settur á krossinn og lýðurinn fagnar, hann var drepinn fyrir það að vera góður gaur. Það góða er í útrýmingarhættu og hefur alltaf verið það, þeir örfáu sem eru algóðir eru slitnir upp frá rótum og þeim hent burt.


föstudagur, janúar 23, 2004

Ég hélt að...........

......við myndum vinna MR í ræðukeppninni
.....Ísland myndi vinna Slóveníu í gær
.......Ég myndi rústa Valla í fyrsta laninu í Red Alert 2
.......Ísland myndi drullast til að vinna Hungverjana

........og ekkert af þessu rættist!!

Ég held að
.......í kvöld munum við rústa gettu Betur
.......ég finni mína komandi ástkonu
........á morgun komi nýr dagur
........og lífið sé þess virði að lifa því

........og samkvæmt þeim líkindareikingi sem ég hef lært í hinum margrómaða Borgó þá mun ekkert af þessum væntingum mínum rætast, sem er svekkjandi!!



þriðjudagur, janúar 20, 2004

Góðan dag herra ferskur!!

Góðan dag herra ferskur!! Hvað ert þú að bralla í dag? Hvað er ég að bralla spyrð þú og á ég þá að svara? Já þú átt að svara mér herra ferskur vegna þess að þú ert alltaf svo ferskur!! Já það er rétt, ég hef alltaf verið ferskur í mér :) En hvað skal segja..........það er ekki margt að frétta héðan. Ja það veit ég ekki, þessvegan spyr ég þig!! Það er allt gott að frétta bara, er ekki bara best að segja það? Ég meina villtu heyra alla sólarsöguna eða á ég bara að segja að það sé allt í fína og allt fínt að frétta?? Já. Ok það er allt gott að frétta...........en að öðru:

sem skiptir meira máli. Þarf að fara að kaupa 6 bækur í Íslensku, 6 skáldsögur!! Það er ekkert grín, það er sko rammasta alvara!! 6 bækur og ekki nóg með að þurfa að kaupa þær allar fyrir minn eigin pening, þá þarf ég líka að lesa þær allar!! Það er kannski ekki aðalmálið en það sem skiptir en meira máli er sú staðreynd að þær eru allar feikilega langar og þykkar og telja samanlagt um 2000 blaðsíður!! Ussssss það er svakalegt, ha? það er alveg svakalegt!! Finnst þér ekki?? Jú ég þóttist vita það.

Svo er eitt í viðbót, það er ekki neitt í viðbót. Það er ekki neitt!!! Uss um Fuss hvað það sökkar, þetta blogg er hér með valið lélegasta blogg Burkmeistersins hingað til!! Burkmeister, þ.e.a.s. "ég" er búinn að skíta allverulega á sig og yfir sig með þessari úldnu færslu, er hættur þessu kjeftæði!! bæ

p.s. pistill um Borgó-MR á Morfis.tk!!!!


föstudagur, janúar 16, 2004

Tap!

Við töpuðum ræðukeppninni með 29 stiga mun sem er alls ekki mikið þar sem heildarstigin voru eitthvað um 2400. Tveir dómarar dæmdu okkur sigur, Björn Berg og Eyrun úr Kvennó dæmdu okkur sem sigurvegara, en Kristmundur úr Flensborg var á því að MR ætti að vinna. Hans dómur var 30 stiga munur og skipti það sköpum. Svona e rþetta, þessi keppni er víst svona og maður er svosem bara sáttur. Pirrandi samt...........


þriðjudagur, janúar 13, 2004

Allt að gerast, Steini er bara farinn að tala við Byssa á vinalegum nótum. Það er allt gott um það að segja og gott til þess að vita að menn geti grafið stríðsöxina þrátt fyrir harðvítugar deilur um "ekki neitt". Ég vona allavega fyrir Steina, svona svo honum líði vel að þetta sé allt saman búið og hver veit, kannski skella þeir kumpánar sér saman á Hverfis við tækifæri, þá væri nú gaman að fá að fljóta með. Allavega Gettu Betur pressukeppni gegn Versló á Sunnudaginn næsta, það verður spennandi að sjá hvernig fer þar sem Versló hefur slegið okkur í Borgó út seinustu 2 árin. Kannski þess vegna sem Steini tók þessa miklu reiði út á saklausri Byssunni? Ekki ólíklegt.

Ræðukeppnin gegn MR fer fram á fimmtudaginn næsta klukkan 20:00 uppi í Borgó. Umræðuefnið er "Fólk er fífl" og erum við með en MR á móti. Sameiginlegt bjórkvöld verður svo á eftir keppnina, þar verður vonandi svakalegt fjör.

p.s. þetta með límið og súru gúrkurnar var óvart sett inn á bloggið, átti að fara inn á heimasíðuna hjá bróður mínum en af einhverjum ástæðum lennti þetta inni á þessari síðu, furðulegt hvernig tilviljanirnar gerast. Trausti bróðir er alltaf svo klikkaður, alveg stórkostlegur tappi sá drengur :)


mánudagur, janúar 12, 2004

Súrar gúrkur!

Smakkaði ekki súrar gúrkur um helgina, guð hjálpi mér. Óeðlilegt lím á maga minnir á eitthvað. Bið að heilsa þeim sem ekki eru hérna núna.


föstudagur, janúar 09, 2004

Fór fífl!

Er einhver á móti?

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Tilgangurinn er fólgin í tilgangsleysinu.

Að mínu mati getur hinn sanni tilgangur ekki verið eitthvað sem einstaklingur finnur sér sjálfur, ef lífið hefur tilgang þá tel ég að sá tilgangur verði að vera til sem slíkur, tilgangurinn verður að vera sannur. Hann(tilgangurinn) ef við kæmumst að honum, myndi þá segja okkur afhverju við lifum og hvað við eigum að gera við lífið. Þá hefðum við fundið tilgang lífsins en ekki búið okkur hann til.

Það er mikill munur á því að hver og einn finni sér eitthvað til að lifa fyrir og búi sér þar af leiðandi til sinn eiginn “tilgang” með lífinu, eða þá það að það sé til einn sannur tilgangur sem myndi gefa lífinu virkilegt gildi. Ef þessi tilgangur myndi finnast (erfitt og ólíklegt), þá myndum við vita hversvegna allt er til, afhverju við erum til og til hvers við lifum. Ég tel að þessar spurningar skipti í raun mestu máli, vegna þess að svarið við þeim myndi gefa okkur svar sem myndi óneitanlega veita okkur sannan tilgang með lífinu. Þar sem enginn hefur svörin við þessum spurningum verðum við að finna þau fyrir sjálf okkur, og þannig erum við búin að búa okkur til “tilgang” úr því sem hefur engan tilgang þegar kemur að stóru spurningunum.

Það er hægt að líkja þessu við trúarbrögðin, mennirnir búa sér til guði vegna þess að þeir þurfa á þeim að halda, en þessir guðir eru samt ekki til í þeirri mynd sem hugarheimur mannana hefur lýst þeim, rómversku guðirnir, norrænu guðirnir, Jahve, Guð okkar, Allah, grísku guðirnir, að mínu mati allt barnslegar hugmyndir mannanna um æðri mátt sem hafa breyst í tímanna rás, þróast eins og hugmyndir okkar, alls enginn sannleikur.

Mennirnir þurfa tilgang en finna hann ekki, hann er þessvegna búinn til af hinum og þessum til þess að okkur líði vel, kristnir menn lifa samkvæmt ákveðnum reglum og múslimar eftir einhverjum öðrum, tilgangurinn er samt ekki fundinn, hann er bara búinn til.

Flestir finna sér eitthvað að gera í lífinu og eitthvað til að lifa fyrir, þannig lýður þeim betur, þeir hafa “tilgang” með lífinu, eitthvað sem allir þarfnast ekki satt? En hinn eini sanni stóri tilgangur með lífinu í heild sinni, hversvegna það er, hann er ekki fundinn. Þessvegna er allur sá tilgangur sem við búum okkur til í okkar lífi aðeins eitthvað til að fylla upp í tómarúm sem býr í hjarta okkar, við þráum tilganginn og búum okkur hann til, þess vegna býr tilgangurinn okkar í tilgangsleysinu.

Ég get fundið mér tilgang með því að berjast hatrammlega gegn Georg 2, Bin Laden getur fundið sinn tilgang með því að sprengja Ameríku, þú getur fundið þinn tilgang með því að lesa þessa grein. Þessi “tilgangur” okkar, minn, Bin ladens og þinn er hvorki réttur né rangur, hann er okkar túlkun á heiminum. hann er ekki sannleikurinn sem við þráum, sannleikurinn sem við þráum er að fá að vita tilganginn með okkar tilvist.

Á tímum frelsis og einstaklingshyggju á fólk það til að skilgreina hlutina þannig að einstaklingurinn geti gert allt sem hann vilji, og hann einn viti hvað sé rétt fyrir hann. En tilgangurinn með öllu þessu, lífinu og heiminum í heild sinni getur aldrei verið ákvarðaður af einstaklingnum, hann hlýtur þessvegna að vera einhver, hann er bara ófundinn, ef ekki þá er hann einfaldlega ekki til og þessvegna allt tilgangslaust í sjálfu sér. Þessi frelsis hugsun er skemmtileg og falleg en hún skilar ekki svarinu sem við öll þráum, afhverju erum við?? Við viljum bara fá sannleikann, ekki lifa fyrir gerfiþarfir okkar, við viljum lifa fyrir sannleikann, við viljum vita hver hann er.

Þetta er spurningin um tilgang og tilgangsleysi, á meðan við höfum ekki svörin á tæru við spurningunum sem skipta öllu máli þá lifum við í tómarúmi, við lifum í tilgangsleysi en á meðan við bíðum þá búum við okkur til tilgang og við búum okkur til guði vegna þess að það veitir okkur öryggi.

föstudagur, janúar 02, 2004

Blogg, blogg, blogg.....

Nenni ekki að blogga, gleðilegt ár :)

p.s. það er komin ný skoðanakönnun hérna fyrir neðan, allir að taka hana, merkileg rannsókn þar á ferð....