miðvikudagur, október 27, 2004

Suðurgata 3

....Fimmtudaginn 28. október:
Klukkan 20:00 munu Steingrímur J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal mæta saman og ræða um skattamál. Viðburður sem enginn má missa af.

Klukkan 20:00 Laugardaginn 30. okt verða tónleikar: Tony Blair, Noise, Of Stars We Are... auk fleiri góðra gesta.

og D-Dagurinn nálgast óðfluga....

mánudagur, október 25, 2004

Airwaves var skemmtilegt dæmi, en ég ætla mér ekki að fara frekar út í það enda ekkert meira um það að segja. Hvað get ég svosem sagt, Þarna var mikið af góðri mússík, mikill frumleiki og skemmtilegt andrúmsloft, mér leið vel á Mugison, hann er einlægasti tónlistamaður sem ég hef séð, hann vekur athygli mína. Ég sá annað skemmtilegt.



sunnudagur, október 17, 2004

þegar núna var þá.

Já þannig var nú það blessaður ástarpúngur sagði hann og þagði í dálitla stund. Það leið ekki á löngu þar til við vorum orðnir algjörlega sammála um það að vera ávallt ósammála. Honum varð ekki haggað, þar af leiðandi myndi ég aldrei leyfa honum að snugga mér svo mikið sem millimetra vegna þess að það hefi verið stórkostlegur ósigur, þvílíkt bakslag. Þarna sátum við stífir sem staurar, óhagganlegir í okkar staðföstu sýn að eina leiðin væri að láta ekkert koma nálægt sér, ekkert hreyfa við sér, það eina sem var rétt var afbökuð sýn okkar á lygar heimsins.





laugardagur, október 16, 2004

Það er Dýrt að Drepa

D-Dagur nálgast!!



mánudagur, október 11, 2004

Just another maniac monday....

Það rignir í dag, það er grátt yfir, örfáar gæsir flögra hér yfir í áhyggjuleysi sínu, þær virðast vera hressar. Ég flýg hins vegar ekki mikið, sit hér við tölvuskjáinn ný kominn inn úr dyrunum blautur, kaldur og illa til reika. Mánudagar virðast oft hafa tilhneigingu til þess að vera gráir, blautir og illa lyktandi.

Kaffi-Setrið stendur uppúr eftir helgina, ég og Tulli fórum þangað á Laugardagskvöldið, okkur leið eins og við værum staddir í 101 Bankok þar sem að við vorum minnihlutahópur þarna inni. Ég kynntist Peng frá Thailandi og ætla mér að draga hann með mér í partý við tækifæri og kynna hann fyrir fólki, þó aðallega á fingramáli þar sem hann skilur varla stakt orð í englísku. Celtic Cross partý með leikskóla-samstarfskonum mínum var haldið á föstudag og heppnaðist það mjög vel, mikið stuð þar á ferð.

Í hugsunarleysi mínu þá hugsa ég mikið um hluti sem eru of fjarlægir til þess að ég eigi að dvelja of mikið í þeim. Ég velti mér allt of mikið uppúr hlutum framtíðarinnar, flökkulífið sem framundan er og þar fram eftir götunum, ég bara get ekki hamið hugsanir mínar þegar kemur að því að skipuleggja og spökulera í framtíðar flakkinu, það virðist vera mér um megn. Ég vona hins vegar að með hjálp jákvæðra hugsana lýðandi stunda, æðruleysi og góðum tengslum við allsherjarsálina og óendanlegt núið þá muni ég komast í gott jafnvægi á ný og þannig róa hugann eilítið.

I wish it was Sunday



mánudagur, október 04, 2004

Það var mjög gott og gaman að fara til Akureyrar um helgina, þingið var frábært og ég er mjög glaður með þetta allt saman. Það er líka margt sem er að opna augu mín þessa dagana, það er mikið sem ég er að hugsa, enda mikið sem skiptir máli núna.