mánudagur, mars 29, 2004
sunnudagur, mars 28, 2004
föstudagur, mars 26, 2004
Spáið í því að vera óheppinn gaur: lenda í því að vera viðstaddur þegar Litháinn deyr, kaupa svo teppi, snæri og límband sem var allt notað til að pakka greyið Litháanum inn, keyra honum svo "óvart" dauðum upp á Neskaupstað, vera á Neskaupstað þegar Litháanum er hent út í sjóinn, keyra heim, kaupa hreinisefni á leiðinni heim, hreinsa íbúðina hjá vini sínum þar sem Litháinn dó og fara svo bara heim og tjilla. Lenda svo í því að vera kennt um morðið með hinum félögunum, þetta er hneisa.
fimmtudagur, mars 25, 2004
Mætti upp í MR áðan og ætlaði að dæma undanúrslit Sólbjarts, það hefði verið rosalega gaman þar sem umræðuefnið átti að vera "dómararnir eru fífl, nema oddadómarinn hann er ágætur"´ég hefði verið oddadómarinn. Af einhverjum ástæðum féll keppninn niður, salurinn var eitthvað frátekinn hjá blessuðum MR-ingunum. En blessunarlega var dagurinn ekki búinn eftir þetta tragedíska moment, við þutum á vagoninum hans Roses upp í lind og sáum Veórsl sigra Haðtraurb í undanúrslitum Gettu Betur, það er því ljóst að við mætum Veórsl á föstudaginn eftir viku, það verður sport.
mánudagur, mars 22, 2004
Trúarbrögð og trú
Trú er nauðsynleg fyrir alla lifandi menn, allir verða að hafa eitthvað til að trúa á því annars geta þeir bara orðið kolruglaðir. Trú manns er hans einkamál og hann skal trúa sinni sannfæringu en ekki einhvurs annars. Trúarbrögð geta hinsvegar oftar en ekki verið hættuleg okkur mönnunum. Þau eru notuð til að stjórna heilu þjóðunum, trúarbrögðin eru notuð af valdshöfum til að ráðskast með fólk og innbyrgja reiði í hjörtu þeirra, það er aldrei gott. Menn rífast um trúarbrögð en átta sig sjaldnast á því að í grunninn þá trúum við öll á það sama, við trúum að kærleikann og við trúum á það góða í manninum, við trúum og við viljum að hlutirnir breytist. Í stað þess að fylgja þessum einfalda kjarnaboðskap eftir þá eru mennirnir sífellt að rífast um smáatriði, vitna í bókstafinn og berjast um tilgangslausa hluti, sannleikurinn er kærleikurinn og með hann að vopni erum við óstöðvandi. Þess vegna er best að leggja bókstafinn á hilluna og líta aðeins nánar á það sem býr inni í hjarta þér, þar býr sannnleikurinn og þar býr krafturinn til að breyta einhverju, ekkert breytist með bókstafnum, bókstafurinn er íhaldssamur og vill engu breyta.
Trú er nauðsynleg fyrir alla lifandi menn, allir verða að hafa eitthvað til að trúa á því annars geta þeir bara orðið kolruglaðir. Trú manns er hans einkamál og hann skal trúa sinni sannfæringu en ekki einhvurs annars. Trúarbrögð geta hinsvegar oftar en ekki verið hættuleg okkur mönnunum. Þau eru notuð til að stjórna heilu þjóðunum, trúarbrögðin eru notuð af valdshöfum til að ráðskast með fólk og innbyrgja reiði í hjörtu þeirra, það er aldrei gott. Menn rífast um trúarbrögð en átta sig sjaldnast á því að í grunninn þá trúum við öll á það sama, við trúum að kærleikann og við trúum á það góða í manninum, við trúum og við viljum að hlutirnir breytist. Í stað þess að fylgja þessum einfalda kjarnaboðskap eftir þá eru mennirnir sífellt að rífast um smáatriði, vitna í bókstafinn og berjast um tilgangslausa hluti, sannleikurinn er kærleikurinn og með hann að vopni erum við óstöðvandi. Þess vegna er best að leggja bókstafinn á hilluna og líta aðeins nánar á það sem býr inni í hjarta þér, þar býr sannnleikurinn og þar býr krafturinn til að breyta einhverju, ekkert breytist með bókstafnum, bókstafurinn er íhaldssamur og vill engu breyta.
sunnudagur, mars 21, 2004
God-John fær hér með link, hann var uber hress á ellefunni, eins og nær allir. Ég hann og Steini súper stjarna mynduðum linka bandalag, ekki likud bandalag, það væri synd og skömm, við semsagt sömdum um linka á hvorna annan, nú er sjá hvort að bandalagið haldi. Við strákarnir úr Grafarvoginum þutum niðrí bæ í gær og það var ruglað gaman hjá okkur, Steini var að slá í gegn allsstaðar og fékk einhverja 10 bjóra fría að ég held, setningar eins og "vó er þetta ekki hetjan sem felldi MR-veldið" fengu að falla og Steini bara jújú og fékk meiri bjór.
föstudagur, mars 19, 2004
Ég hef lennt í miklu aðkasti undanfarið fyrir hundlélegt blogg, því er ég sammála. Áður fyrr bloggaði ég um hluti sem skiptu máli en nú hef ég ekki orku í almennilegt blogg og blogga þessvegna voða lítið. Afsökunarblogg er samt það leiðilegasta sem maður getur lesið og ég ætla þessvegna alls ekki að biðjast afsökunar á þessu lélega bloggi mínu, blogglægð þarf samt alls ekki að vera neikvæð, um að gera að massa sig bara upp og byrja á alvöru bloggi sem fyrst.
Þess má geta að við Borgarar unnum Lærða skólann í æsispennandi gettu betur keppni í gær, það var svakalegasta stund seinustu viku og þó lengra væri leitað aftur í tímann. Rödd mín er ekki góð í dag, það orsakast af því að ég tók þátt í miklum fagnaðarlátum eftir keppnina og söng nokkra söngva með sönnum Borgurum í Smáralindinni.
Var á víðfrægu Jesú myndinni núna rétt í þessu og hún var frekar mögnuð. Mikið blóð og mikill viðbjóður einkenndi myndina, ég fékk að sjá það að Jesú lennti frekar illa í því þarna rétt áður en hann var krossfestur. Það var sorglegt, ég er ekki frá því að ég hafi fellt eitt tvö tár, en það er bara af því að ég er svo tilfinninganæmur. Ég hef verið að spá mikið í Jesús undanfarið, var hann svona virkilega góður gæi eins og allir sögðu um hann? Ég veit ekki. Var hann virkilega sonur guðs? Ég veit ekki. Gat hann breytt vatni í vín? Ég veit það ekki. Afhverju er ég ekki viss? Ég er bara oft að pæla í þessu öllu saman, væri gaman ef maður kæmist einhverntíman að einhverri annsvítans niðurstöðu!!
Þess má geta að við Borgarar unnum Lærða skólann í æsispennandi gettu betur keppni í gær, það var svakalegasta stund seinustu viku og þó lengra væri leitað aftur í tímann. Rödd mín er ekki góð í dag, það orsakast af því að ég tók þátt í miklum fagnaðarlátum eftir keppnina og söng nokkra söngva með sönnum Borgurum í Smáralindinni.
Var á víðfrægu Jesú myndinni núna rétt í þessu og hún var frekar mögnuð. Mikið blóð og mikill viðbjóður einkenndi myndina, ég fékk að sjá það að Jesú lennti frekar illa í því þarna rétt áður en hann var krossfestur. Það var sorglegt, ég er ekki frá því að ég hafi fellt eitt tvö tár, en það er bara af því að ég er svo tilfinninganæmur. Ég hef verið að spá mikið í Jesús undanfarið, var hann svona virkilega góður gæi eins og allir sögðu um hann? Ég veit ekki. Var hann virkilega sonur guðs? Ég veit ekki. Gat hann breytt vatni í vín? Ég veit það ekki. Afhverju er ég ekki viss? Ég er bara oft að pæla í þessu öllu saman, væri gaman ef maður kæmist einhverntíman að einhverri annsvítans niðurstöðu!!
föstudagur, mars 12, 2004
Burkus er fámáll.
Annars er það að frétta að við unnum í getu betur í gær 32-18 sem er mjög sannfærandi sigur, við mætum MR-ingum á næsta fimmtudag. Sú keppni mun skera úr um það hvort liðið heldur áfram í úrslit og ég er ekki frá því að Baldvin, Beggi og Steini séu að fara að klára þetta núna í eitt skipti fyrir öll. Það verður klassic!!!!
Er annars að fara að skella mér á ræðukeppni, MH vs. MR, það verður svakaleg keppni, umræðuefnið er verslunarskóli Íslands og mæla MH-ingar á móti, humm áhugavert. Bolli Bolla átti Bolla sem var oná öðrum Bolla sem var eins og bolla sem var oná bolla án þess að vera með Bolla.
Annars er það að frétta að við unnum í getu betur í gær 32-18 sem er mjög sannfærandi sigur, við mætum MR-ingum á næsta fimmtudag. Sú keppni mun skera úr um það hvort liðið heldur áfram í úrslit og ég er ekki frá því að Baldvin, Beggi og Steini séu að fara að klára þetta núna í eitt skipti fyrir öll. Það verður klassic!!!!
Er annars að fara að skella mér á ræðukeppni, MH vs. MR, það verður svakaleg keppni, umræðuefnið er verslunarskóli Íslands og mæla MH-ingar á móti, humm áhugavert. Bolli Bolla átti Bolla sem var oná öðrum Bolla sem var eins og bolla sem var oná bolla án þess að vera með Bolla.
föstudagur, mars 05, 2004
Basic Stufffff og sígildur skítur sem er svo ýkt kominn yfir mig að það er ekki fyndið!!!!
Fór á frumsýninguna á leikritinu Ýkt komin yfir þig sem leikfélagið uppí skóla var að sýna í gær. Það var þokkalega basic sýning og allir voru að gera góðu hluti á sviðinu, tja kannski ekki alveg allir en svona flestir allavega. Sindri fór á kostum í hlutverki sínu og lék þrusuvel, það gerði Bjarki líka og Eyþór og bara allir, þetta var flott. gaman að sjá hversu vel tókst til hjá þeim og ég hvet alla sem eiga skitinn 500 kall að drattast uppí Borgó og skella sér á þessa þrusuþéttu sýningu. Fór svo á Lenny's eftir sýninguna og þar voru allar leiklistarspýrurnar mættar og þeim var vel tekið af öllum og á smá tíma fylltist staðurinn af Borglyngum, trúbbinn var góður og stemmingin fín. Allir enduðu svo á Ingólfstorginu og sungu þar lög og tjöttuðu saman og já það var sko gaman.
annað sem mér liggur á hjarta þessa stundina kæru lesendur er Gettu Betur en það verður svakaleg stemming á fimmtudaginn þegar Borglyngar taka MK-inga og þjappa í þá aftan frá, það verður sko sígild skita.
Annars er ég bara hérna núna að skrifa um það sem skiptir í raun engu máli fyrir neinn annan en sjálfan mig en samt er mér eiginlega alveg sama um þetta allt og ég skrifa og skrifa um hluti sem eru almennt asnalegir og aulalegir og eftir það allt saman þá held ég áfram að skrifa og þá skrifa ég um það hvað ég skrifa almennt um asnalega hluti og ég fer að skrifa í hringi um hringi sem fara svo í fleiri hringi sem mynda svo einskonar röð hringja sem eru samt allir mismunandi að stærð og lögun og þá gerist það sem að allir hafa beðið eftir en það er eitt það merkasta sem komið getur fyrir mann sem skrifar í hringi allt stoppar og tíminn byrjar að snúa við hann tekur U-beyju og heldur áfram afturabak og hringirnir afmást smátt og smátt þar til engir hringir eru eftir og þá hef ég ekki aðeins hætt að skrifa í hringi heldur hef ég í raun aldrei skrifað mig inn í einn einasta hring og þá er ritverkinu loks lokið og þá er ritverki mínu loks lokið!!!
Fór á frumsýninguna á leikritinu Ýkt komin yfir þig sem leikfélagið uppí skóla var að sýna í gær. Það var þokkalega basic sýning og allir voru að gera góðu hluti á sviðinu, tja kannski ekki alveg allir en svona flestir allavega. Sindri fór á kostum í hlutverki sínu og lék þrusuvel, það gerði Bjarki líka og Eyþór og bara allir, þetta var flott. gaman að sjá hversu vel tókst til hjá þeim og ég hvet alla sem eiga skitinn 500 kall að drattast uppí Borgó og skella sér á þessa þrusuþéttu sýningu. Fór svo á Lenny's eftir sýninguna og þar voru allar leiklistarspýrurnar mættar og þeim var vel tekið af öllum og á smá tíma fylltist staðurinn af Borglyngum, trúbbinn var góður og stemmingin fín. Allir enduðu svo á Ingólfstorginu og sungu þar lög og tjöttuðu saman og já það var sko gaman.
annað sem mér liggur á hjarta þessa stundina kæru lesendur er Gettu Betur en það verður svakaleg stemming á fimmtudaginn þegar Borglyngar taka MK-inga og þjappa í þá aftan frá, það verður sko sígild skita.
Annars er ég bara hérna núna að skrifa um það sem skiptir í raun engu máli fyrir neinn annan en sjálfan mig en samt er mér eiginlega alveg sama um þetta allt og ég skrifa og skrifa um hluti sem eru almennt asnalegir og aulalegir og eftir það allt saman þá held ég áfram að skrifa og þá skrifa ég um það hvað ég skrifa almennt um asnalega hluti og ég fer að skrifa í hringi um hringi sem fara svo í fleiri hringi sem mynda svo einskonar röð hringja sem eru samt allir mismunandi að stærð og lögun og þá gerist það sem að allir hafa beðið eftir en það er eitt það merkasta sem komið getur fyrir mann sem skrifar í hringi allt stoppar og tíminn byrjar að snúa við hann tekur U-beyju og heldur áfram afturabak og hringirnir afmást smátt og smátt þar til engir hringir eru eftir og þá hef ég ekki aðeins hætt að skrifa í hringi heldur hef ég í raun aldrei skrifað mig inn í einn einasta hring og þá er ritverkinu loks lokið og þá er ritverki mínu loks lokið!!!
mánudagur, mars 01, 2004
B-O-M-B-A (Barði Og Maggi Börðu Ara)
Margt hefur gerst frá síðustu bloggfærslu, MR vann MH í hörkuspennandi viðureign í GB, Versló vann MA í hörkuspennandi viðureign í Morfís og eitthvað fleira. Ég fór í hörkuspennandi partý hja Beggalizius og þar var alveg svakalega gaman, svo fór ég í bæinn sem var ekki eins gaman. Fór á svakalega mynd í gær sem heitir Cold Mountain, hún var þrusufín og vel væmin sem þarf alls ekki að vera slæmt. Margt fleira hefur gerst sem ég man ekki eftir.
Langar til að koma með einhverja bombu hérna en það verður að bíða betri tíma.
Margt hefur gerst frá síðustu bloggfærslu, MR vann MH í hörkuspennandi viðureign í GB, Versló vann MA í hörkuspennandi viðureign í Morfís og eitthvað fleira. Ég fór í hörkuspennandi partý hja Beggalizius og þar var alveg svakalega gaman, svo fór ég í bæinn sem var ekki eins gaman. Fór á svakalega mynd í gær sem heitir Cold Mountain, hún var þrusufín og vel væmin sem þarf alls ekki að vera slæmt. Margt fleira hefur gerst sem ég man ekki eftir.
Langar til að koma með einhverja bombu hérna en það verður að bíða betri tíma.