mánudagur, október 27, 2003

Já já kæru blöggerar!!!

Allt að gerast og líka ekkert, var að setja inn myndir á myndasíðuna mína, þetta eru myndir frá landsfundi FF sem var að mínu mati algjör snilld, kíkið endilega á það. Hef verið í ruglinu undanfarið, er ekki viss um að það lagist á næstunni, segjum þá bara að það lagist, þá líður öllum betur, líka mér :) Annars er allt of mikið að gera, þarf að gera ritgerð fyrir fimmtudaginn, er nýbúinn með Heimspeki ritgerðina, hún fór ágætlega. Ræðukeppnis-undirbúningur hefst á Föstudaginn, annars er frekar mikið að gera í næstu viku, þarf að skila 2 ritgerðum, ballið verður haldið á þriðjudeginum og svoleiðis þannig að það verður lítið um svefn. En hvað er svefn, ég hef sofið að meðaltali 20 tíma á sólarhring undanfarið og hef sjaldan verið þreyttari þegar ég hef verið vakandi, því meira sem ég sef því meira þarf ég að sofa, helvítis keðjuverkun sem er að drepa mig!!!

fimmtudagur, október 23, 2003

Tikk takk, tikk takk, tikk........

Þrjár ritgerðir sem þarf að klára fyrir næsta föstudag.........þá hefst ræðu-undirbúningur fyrir keppnina gegn MK.........það verður massívt prógramm fyrir þá keppni.........Jói trúbadorast fyrir Borgara á Ara í ögri á næsta Fimmtudag, án ef algjör snilld sem það verður........Sveittaballið verður haldið þann 5. Nóv næstkomandi og mun þar verða mjög sveitt stemming enda á sveittasta stað Reykjavíkur, Gauk sem situr á Stöng..........svo fer að nálgast í Tónlistarvikuna sem verður haldin seinni hluta Nóvember, en þar munu bönd allsstaðar að trilla lýðin í hlöðunni í Gufunesbæ, snilld verður það........annars er myrkur hér uppi í fjallahérðuðum og er það ekki gaman.......íslendingar allir að komast í skammdegisþunglyndið sitt um þessar mundir.....las einhversstaðar að um 90 % íslendinga væru þunglyndir yfir háveturinn.....get vel trúað því..........

miðvikudagur, október 15, 2003

Byssinn skýtur og það var laaaaaangt framhjá!!

Ingvar í Versló eða Byssan eins og hann kallar sig er í góðum gír þessa dagana og hjólar í menn alveg villt og galið. Hann heldur því fram að ég og Steinþór séum bitrir út í fólk fyrir að vera fólk, þú ert svo mikil rúsína Byssi litli að það er alveg æði. Af hvaða ástæðu ætti ég að vera bitur út í eitthvað fólk fyrir að vera bara fólk, það væri náttlega bara kjánó. Ég hef bara mismunandi skoðanir á fólki, suma þoli ég ekki (þig) og aðra elska ég út af lífinu(Steinþór félaga), það er ekkert flóknara en það, ég vona að þú SKILJIR það sem ég er að segja því þá líður mér betur.....

Annars er allt nett flipp dipp hérna upp í fjallahéruðum, allir á leið til Hafnafjarðar að horfa á boltann, þar mæta Borgarar Versló og Kvennó og einhverjum öðrum, það mun vera gaman. Svo verður svakalegt Beer Festival á LA í kvöld þar sem Borgó og MH halda sameiginlegt bjórkvöld og verður þar mjög sennilega mikill fjöldi af sótsvartblekuðu fólki í góðum gír. Svo er náttlega mið-annar-frí framundan og mun maður þá lesa Atómstöðina og Love Star, einnig mun ég skrifa eins og eina tvær ritgerðir, fer allt eftir nennu, annars bara......bæ!!

laugardagur, október 11, 2003

Skandall á skandal ofan....

Jæja þá er maður kominn fyrir framan tölvuskjáinn og er ég nú fyrir framan skjáinn hjá honum Steina félaga, en þar sem hann er einn heima núna er ég heimalingurinn á bænum um þessar mundir. Það er ekki fátt sem hefur drifið á daga mína undanfarið og mun ég leitast við að fjalla um það merkilegasta í þessu bloggi.

Ræðukeppnin á Fimmtudag gegn Kvennó var hneyksli, þar mættum við liði sem samanstóð af 3 konum og einum karlmanni. Mér fannst þetta skemmtileg keppni, en þótti mér samt að stelpurnar hefðu mátt sína aðeins meira líf upp í pontu, aðeins of lítil tilþrif. Þeir dæmdu þeim í hag og voru þær með 45 stiga forskot á lið okkar. Þetta var náttlega bara grín keppni, við vorum bara að svara einhverju bulli og svona en samt gaman, oddadómarinn var mjög súr gaur, ég vonaðist heitt eftir að lýðurinn myndi gríta hann eftir að hann sagði frá úrslitum keppninnar en því miður gerðist það ekki. Tímavörðurinn okkar hann Elvar var að standa sig með stakri príði og er ljóst að hann er eina stjarna liðsins og mun hann vera tímavörður okkar Borgara um ókominn ár.

"LIfi Elvar tímavörður, hann er hin sanna hetja Borgara!!"

Næsta hneyksli var að sjálfsögðu leikurinn gegn Þýskalandi, djöfulsins Rússneski skíta dómari, hann var fífl, djöfulsins kjaftæði ég var virkilega að spá í að fara að Rússneska sendiráðinu eftir leikinn og sprengja það í loft upp með molotov kokteilnum mínum. Þetta voru pottþétt mútur, en það er gott að Boris skemmti sér vel upp í áhorfendastúku og var hann pottþétt maður leiksins í dag.

"Lifi Boris, hann er hetja okkar allra!!"

Sótsvartur almúginn fær ekki að vita meira að sinni frá mínu lífi

miðvikudagur, október 01, 2003


How rich are you? >>


I'm loaded.
It's official.
I'm the 747,943,445 richest person on earth!