miðvikudagur, júlí 30, 2003

En i Bratislava

Var ad setja inn fleiri myndir a albumid, Bratislava er snilld, vid aetlum ad kaupa fullt af drasli herna og senda tad heim tad er allt svo odyrt herna. Forum ekki hedan i brad tad er svo margt ad gera, dagsferd til Vinarborgar a morgun liklegast og verslunarleidangrar, kikjum svo liklegast i litinn bae herna fyrir utan og svona, maeli eindregid med tvi ad Erna og Valli beili a Koben og skelli ser beint til Slovak Republic, verd ad fara......

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Dobry den......

Planid breyttist, forum ekki til Brno eins og vid aetludum heldur erum vid her i Slovak Republic, eda rettar sagt hofudstadnum Bratislava. Strakarnir eru eflaust bunir ad skrifa tetta allt um ogedslega haskolahusid og tad allt, tad var ogedslegt en hverju skiptir tad svosem. Tad sem skiptir mali er ad vid lifum her eins og kongar i gedveikri ibud med ollu sem hugurinn gaeti girnst og tad sem betra er ad her eru engir djofulsins turistar nema nattlega vid og svona 10 adrir kannski.....madur er kominn med oged af ollum tessum ferdamonnum sem eru ad trollrida evropu nuna, tannig ad tad er rosalga fint ad vera herna nuna. Bratislava er svona ekta austurevropsk borg, allavega eins og eg hafdi hugsad mer tad, trongar gotur, litid um bila og skitug hus en samt fullt af flottum byggingum ut um allt, tad er allavega ekkert snobb i gangi herna og tad er snilld. Her talar enginn ensku tannig ad vid verdum ad fara ad laera slovonsku, bokin min sem tekur a allri evropu er med nokkrar godar setningar og er eg ad fara ad tekka a tvin innan stundar. Tangad til naest........Umele Prirodzene!!

mánudagur, júlí 28, 2003

Hae, er ad fara upp i lest til Brno eftir klukkutima tannig ad ekki mikid blogg, tetta er bara algjor snilldar ferd, allt ad gerast herna.... erfidlega gengur ad setja inn myndir vegna tess ad internet kaffin herna eru ekki serstok, eg er samt ad reyna og vonandi er tetta agaett hja mer... tangad til naest....bae....

sunnudagur, júlí 27, 2003

Myndaalbum komid....

var ad setja upp myndaalbum, kom bara 4 myndum inn i bili en vonandi meira a leidinni.

laugardagur, júlí 26, 2003

Austur evropa er malid!!

Prag er algjor snilld, komum her i gaer fra Berlin og erum i nettu sjokki, verdid er hlaegilegt, tveir kassar af bjor sem vid keyptum i gaer kostudu 2000 kall. Forum a gedveikann skemmtistad, sa staersti i evropu, fimm haedir og gedveikt mikid af folki. Byggingarnar herna eru nattlega bara rosalegar, flottasti tadur sem eg hef komid a. P.S. Siggie er byrjadur ad blogga og tad er svaka ritgerd ad koma a bloggid hans, kikid endilega. Bid ad heilsa ykkur ollum..........


miðvikudagur, júlí 23, 2003

Danmork er mekka letinnar.....

Tad er bara snilld ad tjilla her i Koben, allir eru svo rolegir ad madur bara nennir engu, situr bara a torgum borgarinnar og virdir fyrir ser folkid drekkur bjor og spjallar, algjor snilld. Eg og Steini vorum svoldlir turistar i dag og kiktum a helstu stadi borgarinnar, kiktum reyndar ekki a hafmeyjuna frægu en tad er lika allt i lagi, varla merkilegur gripur tad.......Keypti mer eina stafræna i gær og er hun algjor snilld, myndir munu fara ad flæda inn bradum og hef eg nu tegar tekid um 50 myndir a stafrænu velina, sem er bara nokkud gott......Berlin i fyrramalid og sma tjill tar fram eftir kvoldi svo verdur næturlest tekinn til Prag og mætum vid ferskir tar a fostudags morgun........tad er algjor snilld ad vera her, hittum Sunnu og vinkonur hennar her i gær og forum a sma islendinga karioki stemmingu tar sem Steini gjorsamlega slo i gegn......Kristjanian er algjor snilld, gamlir hippar sem bua i illa byggdum kofum eru tar allsradandi og rolegheitin eru hvergi meiri en akkurat tar......eg er farinn skemmtid ykkur vel hvar sem tid erud nidur kominn........

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Her er svaka gaman......fint vedur nuna og erum vid a leid nidur i b? eftir langan svefntima......... eg og Siggi kynntumst fullt af ferdalongum i g?r a medan Steini og Haffi svafu.....Bandarikjamenn, Hollendingar, Finnar og einn halfur Iraki eru a medal teirra sem vid hittum...... Finnrnir voru sjukir i Island og eg kynnti Bandarikjamennina fyrir Sigurros, teir eru sjukir i bandid........ svaka gotustemming nidri b? og nuna er bara komid feitt solskin.....Kristjania verdur skodud a morgun og a eftir tekkum vid a einhverju spennandi.....bjorinn bidur, eg bid ad heilsa tangad til n?st.....p.s. Siggi bidur ad heilsa Islendingunum ollum sem tykir v?nt um hann :)

sunnudagur, júlí 20, 2003

.......Nú eru nákvæmlega 14 klukkustundir í brottför og er alveg furðulegt hvað maður er rólegur yfir þessu öllu saman....... ekki búinn að pakka og ég veit ekki einu sinni hverju ég á að pakka fyrir þessari ferð...... ætli það verði ekki bara einar buxur, nokkrir bolir og svoleiðis nauðsynjar, handklæði, bækur og ýmislegt drasl...... næsta blogg mun vera bloggað í Kaupmannahöfn og verður það mjög líklega mun meira spennandi en þetta helvítis rusl.... þangað til skemmtið ykkur......

miðvikudagur, júlí 16, 2003

jæja þá í þetta sinn.....

Var bara "veikur" í dag og svona, skrapp til Valla og Ernu og lá þar í pottinum og tjillaði í sólbaði. Hitabylgjan frá evrópu er víst bara komin hingað líka, enda var rosalegur hiti hér í dag og svaka gaman. Spenningurinn fyrir ferðinni er orðinn gífurlegur og eru nú aðeins 4 heilir dagar í brottför, en það er nú aldeilis ekki neitt skal ég segja ykkur kæru félagar. Ég vona bara kæru vinir og félagar að þið séuð sátt með líf ykkar og sátt með það sem þið eruð að gera, því aðeins þá náið þið að þroskast áfram og gera betri hluti í dag en í gær, ef þið hinsvegar eruð ósátt með ykkar hegðun þá munið þið á endanum springa og það verður erfitt að tína molana saman. Þessvegna óska ég þess innilega að allt sem þú kæri vinur ert að gera í dag sé það sem þú innilega vilt gera, það sem þú ákvaðst að gera og það sem þér finnst vera það réttasta í stöðunni hverju sinni. Takk fyrir það kæri vinur, takk fyrir að vera vinur í raun!!

laugardagur, júlí 12, 2003

5 dagar í brottför!!!!

Ahhhhh!!! Jibbíí........

Jæja þá hefur maður set á stað nýja könnun og vonar maður að fólk fari að taka við sé hér á blogginu, takið endilega þátt í könnuninni og leyfið hinu yndislega lýðræði að njóta sín :) Blogg mitt mun líklegast aukast all verulega í næstu viku eða þ.e.a.s. eftir 21. júlí því þá byrjar maður að færa inn upplýsingar í beinni úr ferðinni!! Hehe. Spennan er að magnast upp og er ég ekki frá því að hnútur finnist í mínum maga nú og verður hann ekki leystur fyrr en í Kobenhavn, og þá verður sko gaman.......

föstudagur, júlí 04, 2003

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil.........

Og það eru sko orð með sönnu krakkar mínir kæru, frelsið er frábært, með frelsið í fararbroddi þá ættum við að geta gert alla ánægða. Ef fólk þekkir sjálft sig þá veit það hvað það vill og þá getur það notað frelsið til að njóta lífsins til fulls, og er það ekki það sem við viljum öll gera? Eitt lítið problem samt, frelsið er háð því að möguleikar allra séu jafnir, allir hafi sama rétt og þá sömu möguleika til að gera þá hluti sem þá langar. Um leið og við skörumst í leikinn og ætlum að jafna tækifæri allra þá skerðum við frelsi annarra í leiðinni, er það réttlátt? Magnað hvað hlutirnir eru flóknir, en allavega aðal málið er það að ég er sáttur með frelsi í hófi.

Ég hef nefnilega val til að gera það sem mér langar til svo framarlega sem ég skaða ekki aðra með gjörðum mínum. Frelsi svo framarlega sem það skaðar ekki aðra er nefnilega gullin setning en oft er erfitt að sjá mörkin á milli þess að skaða aðra og ekki, en ef við finnum mörkin þá ættum við að innleiða þessa almennu reglu inn í stjórnkerfi heimsins og vinna samkvæmt henni með þjóðum heims og vinna þannig að bættum heimi, einfalt ekki satt?

Semsagt ég hef valið mér ákveðna leið, leið sem mér langar að fara, ég vil ferðast eins mikið og mögulegt er og þessvegna ætla ég að gera það á meðan ég get. Ég hef valið að eyða peningum mínum í ferðalög en ekki mótórhjól eða fokdýrar merkjavörur. Það er val mitt en ekki einhverra annarra, það er það besta við þetta allt saman, við erum ólík og viljum mismunandi hluti en með frelsið í fararbroddi getum við virt hvort annað og notið lífsins á okkar forsendum.