föstudagur, júní 27, 2003

3 vikur í ferðina!

Það eru aðeins 3 vikur í það að við leggjum af stað til Danaveldis, 3 vikur á Mánudaginn, fljótt að líða. Ég er eiginlega að drepast úr þrá í að komast héðan og sjá eitthvað nýtt, þetta verður magnað!!! Það verður líka gott að losna úr vinnunni og fara að lifa lífinu, nenni ekki þessu rugli lengur, vinnan göfgar ekki manninn, hún drepur manninn að innan, þannig eru allavega menn sem hafa unnið í skítavinnu alla sína ævi, menn rotna einfaldlega að innan og er það ekki skrítið (það eru svosem til menn sem þola þetta og verður bara magnað að byrja í skólanum aftur og klára þetta dæmi fyrir fullt og allt.

Ég nenni ekki að hanga í skóla lengur en ég þarf, ætla að reyna að drífa þetta af sem fyrst og halda áfram og takast á við eitthvað nýtt og spennandi, veit ekki alveg hvað ég geri en ég hef margar hugmyndir. Það væri gaman að taka gott kæruleysi á þetta og ferðast um heiminn í langan tíma, jafnvel heilt ár. Eða taka hjálparstarfið á þetta og kenna götubörnum í Bóluvíu að lesa, það er svo margt í boði og það er margt sem mig langar að gera. Gæti líka verið gaman að flytja bara til Grikklands eða einhvers lands og vinna þar og kynnast menningunni betur. Svo er náttúrulega líka spurning hvort maður skelli sér bara beint í háskóla úti í Danmörku eða hér á Íslandi og læri sagnfræði, stjórnmálafræði, heimspeki eða eitthvað tengt þeim greinum. Allavega þá er margt framundan hjá manni og mikið af hlutum sem þarf að ákveða og verður þetta án efa skemmtilegur tími sem er framundan :)

laugardagur, júní 14, 2003

Spjallborð!!
Ég hef ákveðið að í staðinn fyrir að blogga þá vil ég breyta kommentinu hér fyrir neðan í spjallborð. Þá geta allir tjáð sig og merkar umræður yfir há sumarið gætu orðið spennandi með tímanum, vonandi taka sem flestir þátt í heitustu umræðum sumarsins á semi spjallborði Jóns :)

mánudagur, júní 09, 2003

laugardagur, júní 07, 2003

Forsætisráðherra Íslands má ekki kaupa sér bjór!

Ýmindaður maður að nafni Finnur Jónsson var merkur og mikilvægur í samfélaginu og strax á 18 aldursári náði hann frama í stjórnmálaflokki sínum og var kjörinn formaður flokksins. Í kosningum ári seinna náði þessi flokkur meirihluta á þingi og þar af leiðandi varð sá ýmindaði Finnur að nafni Forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er nefnilega ekkert í okkar lögum sem kemur í veg fyrir það að sjálfráða og fullvalda einstaklingur í okkar samfélagi líkt og hann Finnur megi taka þátt í stjórnmálalífi þjóðarinnar má hann þessvegna gegna mikilvægasta hlutverki þjóðarinnar ef honum er treyst til þess. Þetta tel ég vera réttlæti, það er réttlátt að fullvalda einstaklingur hafi nákvæmlega sömu réttindi og allir aðrir fullvalda einstaklingar í þjóðfélaginu, allt annað er óréttlæti og mismunun. Óréttlætið kom strax í ljós þegar að Finnur ætlaði að fara á fyllerí með flokksbræðrum sínum eina helgina og ætlaði hann að halda heimboð og bjóða mönnum í bjór, forsætisráðherra þjóðarinnar mátti ekki kaupa sér bjór! Það var bannað samkvæmt lögum að selja honum bjór bara vegna þess að hann var 19 ára en ekki 20, það var engin önnur ástæða fyrir því. Honum var mismunað út af aldri sínum, honum var treyst til þess að stjórna heilli þjóð en naut ekki trausts til að stjórna einni bjórdós. Óréttlætið er gífurlegt, mismununinn er ógnvænleg, Íslenska þjóðin verður að fara að taka sig taki og hætta þessari gengdarlausu mismunun, ungt fólk má hvergi vera vegna þess að það má ekki versla sér áfengi, en hver bannar þeim það? Það er ríkið sjálft sem ákveður fyrir fullvalda einstaklinga að þeir séu ekki reiðubúnir til að höndla bjórdós en þeir eru reiðubúnir til að stjórna heilu ríki, þetta er prump mánaðarins!!!

Þar sem ég er mikill áhugamaður um tölvuleiki smellti ég inn skoðanakönnun um það efni hér á síðuna mína, og vona ég að sem flestir taki þátt í henni og gefi okkur einhverja mynd af tölvuleikja lífi hins týpíska íslendings. 'utilega um helgina og ég er kominn í helgarfrí!!!! jibbí loksins smá breik frá þessum þrælkunarbúðum, ég er þræll :(

þriðjudagur, júní 03, 2003

Laugarvatn næstu helgi!

Næsta helgi verður vonandi mögnuð, þá verður tjaldað og notið lífsins á Laugarvatni, endilega komið sem hafið áhuga og aukið stemninguna til muna. Annars er ég aðallega að vinna núna og hugsa þeim mun minna.