miðvikudagur, apríl 30, 2003

Þar sem að ný bloggstefna hefur hafið göngu sína hef ég gert lítilvægilegar breytingar á síðunni, Sókrates er kominn á vinstri kannt, merkur maður þar á ferð. Annars er stuð og stemmari framundan, ég er að fara að læra núna, og svo mun ég kannski gera eitthvað í kvöld, annars er allt óvíst með það.

Speki dagsins: Friður í hjarta er forsenda friðar á jörðu!

Valli ertu óákveðinn? Láttu mig vera!

Valli er eitthvað sár og er alltaf að reyna að niðurlægja mig, vonandi líður þér vel núna Valli, ég hef aldrei haldið því fram að ég hafi meira vit á pólitík en aðrir, ég hef bara vit fyrir sjálfum mér, og ég hef gaman af pólitík. Valla lýður kannski bara illa afþví hann veit ekkert hvað honum finnst sjálfum, Valli ekki vera að annskotast út í alla þá sem hafa fastar skoðanir, ákveddu þig frekar sjálfur. Þó svo að ég hafi mínar skoðanir á hlutunum þá er ég ekkert að segja að þú hafir ekki vit á þínum hlutum, hættu þessu rugli! Valli ég styð VG vegna þess að ég er sammála mörgu sem þeir hafa upp á að bjóða, Samfylkingin hefur líka upp á margt gott að bjóða en í öllum flokkum eru gallar. Ég er ekkert svikinn þó að ég sé ekki sammála öllu sem flokkurinn segir, það myndi heldur aldrei ganga, skoðanaskipti eru nauðsynleg. UVG eru t.d. fylgjandi því að áfengi sé selt til sjálfráða 18 ára einstaklinga og ég er sammála UVG, en VG eru af einhverjum ástæðum á móti því, þetta finnst mér asnalegt hjá VG en það þýðir alls ekki að ég sé á móti öllu því sem flokkurinn segir. Valli minn hugsaðu bara um sjálfan þig og þínar skoðanir, það virðist vera nógu erfitt fyrir þig að átta þig á hlutunum, ekki blanda mér inn í þín óákveðnu mál, ég veit hvað ég vil, viltu bara fara að skoða þín mál og hætta að annskotast út í mig fyrir að hafa skoðanir, það þykir mér leiðinlegt!


Hvar er Valli? Er þetta Valli?


þriðjudagur, apríl 29, 2003

Mulles, Gúllas, Strumpes, Festos, Castros, Lestrus, Magnos, Selfoss, ofl. Mörg orð enda á s, það er merkileg pæling!

Helvítis, ég sem hélt að vinstri grænir stæðu fyrir jafnrétti og réttlæti, svo kemur kona upp í skóla og lýsir því yfir að VG séu á móti því að færa áfengiskaupa-aldur niður í 18 ár. Þetta er náttúrulega bara asnalegt, það er ekkert réttlæti fólgið í því og alls ekkert jafnrétti. Hvaða rök eru með því að banna 18 ára fólki að kaupa áfengi, þau eru fá og algjörlega ónýt, það er ekki réttlætanlegt að banna sjálfráða einstaklingi að fá að njóta þeirra réttinda sem aðrir þegnar þjóðfélagsins fá að njóta, VG þetta er asnalegt!

Jæja þá er könnunin farin og ný komin í staðin. Mér þykir gaman að sjá hvað það kusu margir mig sem mesta snilling sögunnar og var ég með 33% atkvæða og efstur á lista, næst á eftir mér var enginn annar en Alexander mikli með 24 % atkvæða og var svo Jesú þar á eftir með 17% atkvæða. Þá er það komið á hreint, ég er mesti snillingur sögunnar og er það bara frábært mál. Þykir mér þetta annsi skrítið þar sem að ég hef lítið gert til að setja svip á söguna en þetta er án efa hvatning til mín um að halda áfram og gera betur, og það mun ég svo sannarlega gera. Næsta könnun er komin upp og fjallar hún um það hvað best sé að gera við líf sitt og munu niðurstöðurnar líklegast vera annsi forvitnilegar og vona ég að þið kæru lesendur munið taka þátt í þessari könnun.

Síðan mín fer að nálgast það að fá 5000 þúsund heimsóknir og tel ég það vera merkilegan áfanga í bloggsögu minni sem hófst fyrir einum og hálfum mánuði. Það er bara helvíti gott mál held ég að vera kominn með svo margar heimsóknir og er ég bara helv... sáttur með það. Annars sagðist ég ætla að koma upp nýrri bloggsefnu hér og var það gagnrýni á allt sem mér þykir ekki sniðugt, þannig að ég mun byrja á því að gagnrýna sósíalistafélag Íslands. Hér er asnaleg fullyrðing frá félaginu:

Sósíalistafélagið leitast við með starfi sínu að fletta ofan af auðvaldsskipulaginu og sýna fram á nauðsyn sósíalískrar baráttu til að aflétta þeirri kúgun og arðráni sem verkafólk á Íslandi býr við.

Þessi setning er með endemum asnaleg, hvaða arðrán á verkafólk á Íslandi að búa við? hvaða vitleysa er þetta? Ég hef unnið sem verkamaður á sumrin og var ég ekkert arðrændur og alls ekkert kúgaður. Eru menn ekki full dómharðir hér? Ég er bara svona að spá, bara smá pæling á ferð....... annars er ég farinn að sofa...góða nótt!

sunnudagur, apríl 27, 2003

Áríðandi tilkynning!

Hér með er ég hættur að vera öfgafullur og hef tekið þá ákvörðun að taka ekki afstöðu með einum né neinum í pólitík á Íslandi eða í öðrum löndum. Ég mun hins vegar vera gagnrýnin á allt það sem að mér finnst vera leiðinlegt og asnalegt. Þetta blogg hefur því breyst úr því að vera pólitískt öfgablogg yfir í það að vera gagnrýni á allt í þessum heimi, og þar verður engum hlíft!!!!! Hana nú!

p.s. ég mun tilkynna ef að einhverjar breytingar verða á þessari bloggstefnu minni.


laugardagur, apríl 26, 2003

Sumarið er komið og ég fæ að finna fyrir því þar sem að ég er með eitt stykki heljarinnar ofnæmi fyrir frjókornum, það er samt ekkert alvarlegt bara smá astmi. Þegar að lýða fer að sumri fer hugur minn að reika til fjarlægra staða, staða þar sem að ég eyddi oft miklum tíma á vorin, það var einmitt í sveitinni hjá ömmu og afa eða á Melum í Hrútafirði. Þar var maður alltaf í sauðburði og hjálpaði til við að hugsa um kindurnar, það var æðislegt, það er alltaf svo mikið líf í loftinu í sauðburði, nýfædd lömb allsstaðar og allt iðandi af lífi, það er frábært. En nú fer ég sjaldnar út í sveit þar sem að afi og amma eru flutt hingað í bæinn og í gömlu sveitinni eru engvar rollur lengur, það finnst mér leiðinlegt. Littlu lömbin eru svo saklaus og sæt og það var svo gaman að hugsa um þau.



Þetta er rosalega sætt lamb, hver ætli muni verða svo
heppinn að fá að borða það á næsta ári?


Ég er fordómafullur!

Ég viðurkenni það hér með að ég er fordómafullur. Ég vil leiðrétta það sem ég sagði um verslinga, þetta er bara venjulegt fólk eins og þú og ég sumir eru leiðinlegir aðrir ekki, margir verslingar sem ég þekki eru bara helvíti skemmtilegir og hef ég ekkert út á þá að setja, þetta voru bara hálvitalegar alhæfingar af minni hálfu. Ég skrifaði þetta aðeins inn á gestabókina í hálfvitaskap mínum og ætlaði mér ekkert að koma af stað umræðum. Ég fann mig bara knúinn til að svara þessum öfgafullu skrifum hans Björns og mig grunaði nú satt best að segja að þar væri ekki mikil alvara á ferð, svona svipað og með skrifum mínum inn á gestabókina. Ég veit það vel að ábyrgðin á vandamálum heimsins er ekki á Versló hún er á okkur öllum, ég var nú bara að svara Birni, þar sem að hann skrifaði á mjög svo öfgafullan hátt, og já ég veit að hann var að grínast, það var ekki erfitt að sjá það. Ég er ekki svo heimskur að telja að öll heimsins vandamál séu verslingum að kenna, en ég tel að mikið af vandamálum heimsins stafi af ójöfnuði, það er eitthvað sem mér finnst að viðskipti dagsins í dag ættu að snúast um, að græða til að hjálpa. Verslingar eru flestir að læra eitthvað tengt viðskiptum ekki satt? Viðskipti dagsins í dag fá mig til þess að lýða illa, þar sem að afríkubúar svelta á meðan við fitnum, við græðum á óförum annarra, það er ekki réttlátt. Takk fyrir

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Afhverju finnst mér gulrót vond?

Afhverju finnst mér gulrót vond á meðan að einhverjum öðrum finnst hún góð? Það er merk pæling, finnst ykkur ekki? Finn ég sama bragðið af gulrótinni eða er gulrótin öðruvísi á bragðið hjá mér, hvað er það sem ákvarðar það sem okkur finnst gott og það sem okkur finnst vont? Ef ég er matvandur er ég þá ekki bara svona maður sem veit hvað ég vil, svipað og sá sem hlustar aðeins á sinfóníur? Nei ég er bara svona að spá. Hef ég rétt á því að segja að gulrót sé vond? Eru það fordómar af minni hálfu, verð ég ekki að segja mér finnst.... á undan

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Hérna getiði downlodað geggjuðu lagi um Che-Guevara!

Varúð, þungur lestur!

Einfalt mál: líf mitt er rusl, ég er ekkert fúll eða þannig ég er bara að viðurkenna það sem aðrir ættu að gera líka, líf okkar ræðst af neysluhvötum, græðgi, leti og aumingjaskap. Tilgangur lífs okkar er að eiga nóg pening út mánuðinn til að fara í bíó, éta og skemmta okkur á annan hátt. Mér finnst það sárt og þegar ég hugsa til þessa vil ég forða mér frá þessum viðbjóði, hætta þessu bulli, og breyta lífi mínu algjörlega. Ég er samt eins og allir aðrir hræddur við breytingar og að fara mínar eigin leiðir, það er ekki algengt í dag, auðveldast er að fljóta með öllum.

Ég sé það líka strax í hendi mér að ég er bara djöfulsins aumingi að vera að kvarta yfir lífi mínu. Hvernig get ég gert það meðan að milljónir manna drepast úr hungri mánaðarlega. Ég hef það æðislegt ég veit það ég hef allt og þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því. Mér finnst það vera partur af því slæma við líf mitt að ég hef það svona æðislegt meðan að milljónir manna um allan heiminn þjást. Afhverju ég, ég er alls ekki betri en aðrir, ég á þetta ekki skilið frekar en aðrir, lífið á ekki að vera svona ósanngjarnt.

Nú geta fífl þessa heims sagt ,,svona er lífið” en þessi setning er ein versta setning allra tíma. Hún gefur okkur leyfi til að sætta okkur við hluti sem við ættum ekki undir neinum kringumstæðum að geta gert. Við verðum ríkari og tæknivæddari með hverju árinu á meðan að meirihluti jarðarbúa býr við hræðileg lífskjör og þjáningar. Þarna úti eru manneskjur alveg eins og við sem fæddust inn í þennan heim alveg eins og við en fengu því miður mun verri spil til að spila úr í byrjun. Við sem vorum heppin og fengum góð spil í byrjun við eigum að hjálpa fólki í vanda. Það er hrein og bein skylda okkar sem ábúenda á jörðinni að hjálpa fólki og reyna að bæta líf annara með ýmsu móti. Peningarnir og hráefnin sem eru til á jörðinni eru eign alls þess lífs sem þar þrífst en ekki einhverra milljónamæringa sem eiga heilu löndin.

Það er ekki réttlætanlegt að einn maður geti átt 100 milljarða íslenskra króna á meðan að margar milljónir manna eigi ekki neitt, ekki einn einasta eyri. Það getur ekki verið hægt á einn einasta hátt að réttlæta þennan viðbjóð sem við vesturlandabúar höfum búið til. Þetta er nefnilega okkur að kenna við höfum lagt undir okkur heiminn og teljum að við höfum rétt til að eiga þetta og hitt, en það er rangt. Við erum þjófar sem höfum hirt verðmæti af öðrum og grætt á þeim sjálf. Vesturlöndin eru ekkert frábær við erum kúgarar heimsins, við kúgum, aðrir eru kúgaðir!

.....Nýtt efni á amotiameriku, kíkið endilega á......

Ég er mættur ferskari en nokkru sinni fyrr!

Jobbi Klikk er mættur aftur og ferskur er hann kallinn sá sem telur sig vera klikkaðann Jobba. Nú fer að líða að þeim tíma er menn fara leggjast í fleti og hef ég kosið mér þá skemmtilegu leið að leggjast ekki beint í fleti mitt en blogga aðeins þess í stað. Smá uppfærsla á því sem hefur gerst á meðan á bloggleysi stóð, ég hef borðað páskaegg, kíkti í heimsókn til afa Jóns sem er algjör framsóknarmaður og snillingur með meiru og ömmu Þóru, ég hef þess á milli tjillað og gert ýmislegt en síðast en ekki síst hef ég fengið sumarvinnu hjá BM-Vallá og er það bara algjör snilld, vikulega útborgað og útivinna og næs. Interrail ferðin okkar félaganna hefur verið plönuð og munum við leggja í langa rúntinn þann 21. Júlí og koma heim 27. ágúst, við munum leggja undir okkur ýmis lönd á leiðinni og má þar nefna Þýskaland, Tékkland, Slóvakíu, Austurríki, Slóveníu, Ítalíu svona svo eitthvað sé nefnt. Frekar mikil bjartsýni er hjá okkur og ætlum við okkur kannski svoldið mikið á stuttum tíma en við eigum eftir að skoða þetta nánar. Núna fara prófin að byrja og hef ég ákveðið að loka mig inni í herbergi, safna skeggi, smella godspeed á fóninn, klæða mig úr fötum og lesa allnokkur kíló af lesefni, þetta mun án efa hafa það í för með sér að ég mun ná prófum, ef ekki þá mun ég fljúga beinusu leið til Mósambik og fá mér vinnu á akri.

smá hugleiðing fyrir svefninn......
Fólk er almennt gáfað, fólk er almennt sniðugt og fólk er almennt magnað. Það sem er hinsvegar verst við fólk að mínu mati er það að fólk er ekki nógu sjálfstætt, og þá er ég ekki að segja að ég sé einhver fyrirmynd. ég er bara að segja að ef fólk myndi taka sjálfstæðar, úthugsaðar og hnitmiðaðar ákvarðanir þá myndi það yfirleitt velja rétt, en því miður er ekki nógu mikið um það að fólk tekur ákvarðanir á sínum forsendum. Fólk er allt og mikið að spá í áliti annarra og hvort að ákvarðanirnar muni koma sér illa upp á framtíðina, þetta leiðir til þess að fáir þora að hafa sínar eigin skoðanir á hlutunum. Fólk vill elta aðra í skoðunum vegna þess að það er þægilegast, það er erfitt að standa og falla einn með sjálfum sér, það er betra að vera í einhverju liði og þá helst stóru og öflugu liði. Annars var þetta bara eilítil hugleiðing fyrir svefninn og hef ég ákveðið að skella mér nú í fleti og gera eins og allir sauðhausarnir í kringum mig, ég er semsagt ekki að taka sjálfstæða ákvörðun núna, eða hvað? Æi fokk it lífið er of flókið til að lifa eftir endalausum reglum, lifum því bara á meðan við getum, það ætla ég að gera.........góða nótt sauðhausarnir mínir!

p.s. djöfull er Godspeed góð hljómsveit, mæli hiklaust með þessum makalegheitum, ég held að magnaðri geti tónlistin ekki orðið, þetta er fullkomnun!




sunnudagur, apríl 20, 2003

Gleðilega páskahátíð!





laugardagur, apríl 19, 2003

Mikið lifandi skelfingar ósköp var gaman að vera eilítið hífaður.....

Dagurinn í gær var góður dagur á minn mælikvarða, allavega svona fínasti dagur myndi ég segja. Byrjaði á því að dreifa áróðursbréfum fyrir VG um allt rimahverfi og fékk ég með mér reynsluboltann og rauðhausinn Steina red í það, Haffi hjálpaði okkur líka með eina götu og var þetta bara helvíti ágætt, en samt frekar leiðinlegt til lengdar. Eftir þessa skemmtilegu og löngu göngu um hverfi rimanna var haldið heim á leið og ég skellti mér í sturtu, sem endaði í baði sem endaði með því að ég sofnaði, ég á það til að sofna í baði, sem er hreint ekki gaman. Svo fórum við strákarnir og ætluðum að fara að kaupa grillkjöt en þá komumst við að því að dagurinn var langur föstudagur sem leiddi til þes að allt var lokað nema Bónus videó niðrí bæ, þar var hægt að velja á milli sviðakjamm, dilkakjöts og daloon kínverskar rúllur, þær urðu fyrir valinu á endanum og átum við það rusl með frekar slappri list.

Ég, Steinþór og Steini red keyptum okkur svo nokkra bjóra á svörtum markaði og hittum við þar fyrir skrautlegann mann, sem sagði okkur á sóðalegan hátt hvernig lífið væri hjá mönnum eins og honum, ég ætla að vitna í eina góða setningu frá honum ,,kellingarnar sem eru komnar á miðjan aldur vilja bara fá eitthvað í hana (hverja?), þeim er alveg sama um allt annað þær eru bara að hugsa um það að fá eitthvað í hana" þetta sagði maðurinn skemmtilega og margt annað sem var miður skemmtilegt að heyra. En ýmislegt er lagt á sig til að eignast bjór á löngum föstudegi, sem er by the way rosalegt guðlast, en þar sem ég er ekki bókstafstrúar maður og tel að guð sé ekki kall uppi á himnum þá er mér svona nett sama, en ég ber samt virðingu fyrir trúnni, er bara ekki mikið fyrir svona bókstafstrú. Bjórinn var drukkin í skemmtilegu húsi hjá skemmtilegumm manni er kallar sig Steingrím og var þar mikið stuð og mikið gaman fram eftir kvöldi, gítarspil, umræður um himingeimana, dans uppi á borðum og allt sem gaman er að gera. Því næst var farið á LA og þar var aðallega spjallað, sem mér fannst bara ágætt mál, átti skemmtilegar umræður við Steinanna tvo og svona sittlítið af hverju. Hlölli var endastöð kvöldsins og þar voru margir grafarvogsbúar samankomnir og voru allflestir að snæða hlölla, gaman var þar en skemmtilegt var að komast heim. Ég fór reyndar aðeins til Steingríms aftur en þar var allt dautt og ég fór bara heim. Ágætis kvöld bara.




Stefnir Steinþór beinustu leið í skítinn?

Það er samt eitt sem ég hef miklar áhyggjur af og er það mikil drykkjumennska félaga míns hans Steinþórs undanfarið en hann hefur verið fullur nær allt páskafríið. Það er ekki nóg með það að hann sé fullur heldur er hann stanslaust að blogga um það og á meðan að hann er fullur. Þetta er merki um alkaólisma, eins og stendur í 12 spora bókinni á bls 54 ,,þeir sem þurfa að neita áfengra drykkja til þess að blogga eru án efa miklir alkahólistar og eiga enga undankomuleið nema að drífa sig á vog hið snarasta" þetta stendur í 12 spora bókinni og vil ég núna biðja Steinþór vin minn um að fara að skoða sinn gang. Hver er ykkar skoðun á hegðun Steinþórs?



NickGuiding
Nick McHenry: Thu ert adal toffarinn! Toffari i hud
og har (bokstaflega) Ert med adal gellunni i
baenum, ert vinsaell rannsoknarbladamadur og
hefur oft lent i aevintyrum i frettaleit
thinni. Ther eru allir vegir faerir! I stuttu
mali lifir thu mjog spennandi lifi!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

Ég er Nick McHenry, það er náttúrulega bara snilld, ég elska Leiðarljós!

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Þá er komið nýt look á síðuna, útlit á íslensku, ég tel þetta vera magnað, en mér er sama hvað ykkur finnst, þetta er líka síðan mín! Steini kyntröll hjálpaði mér mikið með þetta og ég elska hann fyrir það, Steini takk þú ert ekki fífl lengur. Annars er ég bara farinn....

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Ég verð.........að...........fara.............að gera einhverja djöfuls..............rit.........gerð, o........hhhhhhhhhhhhh! verð samt að fá...........að tjá mig smá áður........ooo.....hhhhh! Afhverju er lífið svona ömurlegt afhverju er ég ekki í Zimbabwe? eða eitthvað kjaftæði, ég nenni bara ekki að gera þessa.................RITGERÐ! hún á að vera um Kúbu sem leiðir til þess að þetta verður án efa mjög áhugavert, sem gerir það að verkum að ég ætti kannski aðf ara að byrja að skrifa því þá myndi ég án efa ferskast allur upp. Það er nefnilega mjög margt sem mig langar að vita um Kúbu, ég veit ekki nógu mikið um Kúbu, þannig að það verður gaman hjá mér.........JIBBÍ! Afhverju á ég samt alltaf svona erfitt með að byrja á hlutunum, ég nenni aldrei að byrja en svo þegar ég er loksins byrjaður þá gengur allt þrusuvel hjá mér, einhverjir byrjunarörðuleikar í gangi hjá mér eða eitthvað soleiðis.......ég ætla allvega að reyna að byrja...........p.s. þetta fífl er fífl..........kíkið á
þetta!

Jæja það er ekki mikið um blogg hér hjá mér þessa dagana en ég bendi fólki á að kíkja á síðuna
www.amotiameriku.blogspot.com en þar er ýmislegt skemmtilegt ritað um BNA. Fór í partý til Ragga í gærkvöld og var ekki í stuði, fór bara heim og glápti á video og svona gaman gaman. Annars vil ég bara segja að þetta fífl er fífl, þú ert hálf-viti! Bloggsamband Íslands er líka komið með heimasíðu og hvet ég alla bloggara til að kíkja á þessa skemmtilegu síðu. Aðrir sem eru í stuði, farið endilega að njóta páskafrísins, það er yndi að vera kristinn, svo skemmtilegar hátíðir, engin svona mánaðar ramadan þar sem maður má ekki borða og eitthvað svoleiðis. Ég held að kristni sé svona vinsældartrúarbragð eins og Birgitta Haukdal er vinsældarpoppari, það er svo þægilegt að vera kristinn, en múslimar þeir þurfa að hafa fyrir trúnni, bara að spá, ég er farinn hættur að vera kristinn og ætla að gerast búddisti! Bæjó





þriðjudagur, apríl 15, 2003

Jæja þá er Siggi líka kominn með blogg og óska ég honum til hamingju með þetta fínasta framtak. Steinþór er að væla.......og vælir bara meira og meira, Steini hættu þessu kjaftæði! Þú ert ekki einn í heiminum, þvottavélin þín er stuðbolti og þú kant bara ekki að meta stemminguna sem hún er í. Steini rauði er líka kominn með blogg, frábært, það eru allir að koma til..... annars nenni ég ekki meira að rugla í dag og bið Steinþór um að fara í meðferð!

mánudagur, apríl 14, 2003

Páskafríið er hafið! Ég er að uppgötva það núna að ég verð að fara að læra eitthvað, það hefur allavega ekki verið mikið um lærdóminn hjá mér þessa önnina þannig að ég er að spá í að fara að læra eitthvað núna. Stemmingin hefur verið annsi skemmtileg undanfaarið og eru menn í óða önn að njóta páskafrísins, enda alltaf gaman að vera í fríi. Út á götu hef ég heyrt annsi mikið af skemmtilegum sögum undanfarið......heyrst hefur að Steini og Raggi séu heitasta parið á klakanum, kellingarnar sem þeir ætluðu að höstla yfirgáfu þá vegna mikils hita sem ríkti þeirra á milli.......Valli hommi er að missa sig í vælukjóaskap og nýtir hverja einustu stund í það að grenja utan í sýna nánustu, ekki nóg með það að hann sé að væla í mér og Steina um eitthvað kapítalistashit þá er hann byrjaður að grenja heiftarlega í Haffa líka og vill kenna honum um öll heimsins vandamál..... Einsi Gúmm er víst kominn með eitthvað málverk á magann og hefur víst breytt nafni mínu í símaskrá sinni úr Jón Bjarki yfir í dirty gaur, ég hef brugðið á það ráð að snúa vörn í sókn og hef nú skírt hann Einsa Tribal.......Steini rauði fékk víst bara svarta beltið þrátt fyrir mikinn rauðkenndan lit á húð, gott fyrir okkur hin að fyrst að rauðsokkar geta náð svona langt þá eiga allir von.......Siggi hefur að sjálfsögðu ekki gert neitt alvarlegt af sér enda er hann í snörum undirbúningi fyrir Danmerkurferð.......ekki er kominn niðurstaða í sambandi við blogg Steinþórs og er bloggsambandið að athuga rétt hans til að skrifa þetta rugl......Valli hefur bæst á lista bloggsambandsins og verður spennandi að sjá hvort þeir munu slökkva á vælinu hans ógurlega.......Haffi kommi er kominn með blogg og er þá orðinn fullgildur meðlimur í bloggsambandinu en þess má geta að aðeins alvöru komúnistar fá þar sæti......annars held ég að ýmsir menn þurfi að fara að skoða sinn gang.... takk fyrir í bili, bloggsambandið er að fylgjast með þér!

sunnudagur, apríl 13, 2003

Mikið gríðarlega getur verið fallegt veður hérna á þessu landi, það er fallegt en þegar maður fer út þá kemst maður að því að það er ekki eins gott og það lítur út fyrir að vera, fallegt á yfirborðinu en innihaldið er ekki eins gott. Ég var bara að spá hvað það væri gaman ef allir myndu fara út á sunnudögum og dansa saman naktir niðri á Austurstræti.....eða ef allir tækju sig til og myndu syngja saman nokkur falleg lög.....en sumir myndu ekki vilja það en það er líka bara þeirra mál. Annars er það að gerast núna að Hafsteinn nokkur Júlíusson er sammála mér um það að Steinþór er lítið gáfaður maður, það er bara ekkert flóknara en það. Annars var bara stuð í gær, ég fór í skemmtilegt partý í Breiðholti, þar var sungið mikið og spjallaði ég við fólk þar og voru þar margir snillingar á ferð. Alltaf gaman að hitta nýtt og skemmtilegt fólk, maður ferskast allur upp og sér að það eru til sniðugt fólk út um allt. Hafsteinn skilar kveðju og vill benda á það að Steinþór sé alveg frábær gaur, ha ha ha. bæjó!

p.s. sumir eru algjörir vitleysingar kíkiði á þetta blogg, menn eru náttúrulega bara búnir að missa niður um sig brækurnar, heyrst hefur að bloggsamband Íslands ætli að svipta Steinþór Helga bloggleyfinu eftir að hafa séð allt þetta rugl sem hann er að skrifa, það finnst mér ekki skrítið, enda eru ekki miklir vitsmunir í kollinum á þessari getnaðarlegu kynlífsmaskínu, eða kyntrökkli eins og hann orðar það svo skemmtilega! Steini þú verður að fara að taka þig saman í andlitinu, áfengisvandamál þitt er komið út í öfgar, þetta kemur niður á öllum í kringum þig og þessu er Hafsteinn hjartanlega sammála.
það mætti bara halda að Steini hafi vitsmuni á við þetta svín!


föstudagur, apríl 11, 2003

Valgeir heldur áfram að skrifa um mínar pólitísku ,,öfgaskoðanir" eins og hann kallar það. Hef ég öfgaskoðanir vegna þess að ég hef skoðanir? Valli það þarf ekkert að þýða að ég ætli að loka popptíví þótt mér líki ekki það sem þar er, ég er bara alfarið á móti þessari stöð. Í fyrsta lagi vegna þess að tónlistin sem þar er er ekki að mínu skapi. Í öðru lagi vegna þess að tónlistin sem þar er spiluð er svona algjört vinsældarpopp, þetta er svona meira og minna léleg tónlist sem er framleidd á einfaldann hátt til þess eins að græða á okkur, ekkert annað(ekki algilt, en algengt). Mér leiðist að hlusta á tónlist þar sem ekkert býr að baki nema hugsunin um það að græða, græða, græða. Í þriðja lagi þá er ég á móti popp tíví vegna þess að þar starfar fólk eins og Birgitta Baukdal og ég og þú erum sammála um það að hún er algjört feik.

Ég vil persónulega heyra tónlist þar sem einhver meining er að baki, eða þar sem ég finn fyrir einhverju góðu þegar ég hlusta, tónlist er listgrein, við getum líkt þessu við málverk, Sigurrós er magnþrungið málverk sem kallar fram ljúfar tilfinningar,en popptíví tónlistin er kúkur á pappa sem vekur athygli og um leið og fólk fylgist með þessu rusli þá er troðið ofan í það allkonar rusl auglýsingum, það er meira lagt í auglýsingarnar en tónlistina. Mér finnst þetta ekki rétt, Valli ég veit alveg að popp tíví þarf pening, en það segir mér ekkert að þeir séu að gera góða hluti á stöðinni sinni, eru þeir að gera góða hluti Valli? Fílar þú almennt popp tíví? Ekki ég og ég er bara stoltur af því. Valli heldur líka að ég sé að setja mig á eitthvað háan stall með því að lýsa yfir þessum skoðunum mínum. Valli þetta eru mínar skoðanir á þessari stöð, ég játa það að ég horfi stundum á þessa stöð, og þá sé ég líka hvað þetta er oft mikið drasl, stundum er þetta bara góð skemmtun, 70 mín gaurarnir eru alveg fyndnir. Ég er bara að segja að mér finnst þessi auglýsingamenning vera alveg að tröllríða okkur og ég er bara ekki að fíla það. Mér finnst það! Ég er ekki að þröngva mínum skoðunum upp á þig Valli, mér finnst bara að popp tíví sé rugl og það eru margir sammála mér um það. Hvar er ég öfgakenndur í þessu máli? Ef ég hef skýra skoðun á hlutunum þá er ég öfgakenndur! Afhverju er ég öfgakenndur, er það vegna þess að ég fylgi ekki almenningsálitinu? Fólk á að hafa skoðanir, ég skil ekki afhverju allir sem hafa skýrar skoðanir eru stimplaðir sem öfgamenn, það finnst mér ekki vera sniðugt, hreint ekki!

Valli segir einnig að ég geti ekki verið á móti popp tíví á þeirri forsendu að það skaði heilann á fólki, vegna þess að ég sé fylgjandi farsímum og þeir skaði heilann á fólki. Þetta er náttúrulega alveg bjánalegt, ég er ekki hlynntur því að sími skaði heilann á fólki, þessvegna eru líka allir að reyna að breyta farsímum þannig að þeir skaði ekki heilann á fólki. Ég vil breyta hlutunum svo þeir skaði ekki fólk, en ég er nú ekkert viss um það að popp tíví sé einhvað rosa skaðleg, hef bara margt út á hana að segja. Ég hef enga ástæðu til þess að að vilja banna þessa stöð, mér finnst bara að það þurfi að hefja fallega og góða tónlist upp líka og kynna hana þó að hún sé ekki ,,markaðsvæn"

Og Valli minn, mitt samfélag væri alls ekki án neinna afþreyinga, mér finnst bara að það vanti fleiri valkosti, hvað eigum ég, þú og Steini að horfa á þegar okkur langar að sjá og heyra í alvöru tónlist? Mér finnst markaðurinn ekki vera alvitur þó að ákveðinn meirihluti sé fylgjandi honum, meirihluti Íslendinga kaus Sjálfstæðisflokk og framsókn í seinustu kosningum þótt að það væri algjör hneisa, ég var á móti því, ég get samt ekkert drepið fólk fyrir það, eða bannað það, ég hef bara skoðanir og lýsi þeim yfir. Valli ég held að þú þurfir svoldið að fara að líta í eigin barm og skoða hvað þér finnst um hlutina, stundum finnst mér þú vera annsi óákveðinn og ég veit ekki alveg hvar þú stendur, þú segir þetta og meinar hitt. Er það vegna þess að þú ert hræddur við stimpilinn um það að vera kallaður öfgamaður. Það er allavega ógljóst að Valla finnst ég vera öfgamaður vegna þess að ég er ekki sammála ríkjandi skoðunum, afhverju eru það öfgar, hvar eru öfgarnir Valli? Það er eitt í viðbót sem Valli nefnir, hann talar um það að ég og Steini stöndum ekki fyrir það sem við segjum. Hann tlar um það að við höfum dansað svo mikið við Scooter og Justin Timberlake að við séum bara handbendlar rusltónlistarinnar sem við erum alltaf að býsnast yfir. Valli, ég réð ekki tónlistinni sem var spiluð á glæsiballinu, rétt eins og ég stjórna ekki popp-tíví, en ég hef ákveðið að á meðan hlutirnir eru svona ruglaðir þá heldur lífið áfram og ég dansa við þetta rusl, því það er oft gaman að dansa við slíka rusltónlist, enda ekki mikið um hugsun þegar að dansinn er sem hæstur, þá er bara um að gera að gera grín að tónlistinni og fíflast, og ef þú tókst ekki eftir því þá var ég í elgeru flippi í gærkvöld, mér finnst þessi tónlist en vera rusl! Valli ég er ekki heilaleysingi eins og hinir vegna þess að ég hugsa um þetta en það gera hinir ekki, ég spái í hlutunum og það gerir þú líka, hættu þessum árásum og farðu að ræða málin málefnalega.
Takk fyrir Jón sem hugsar











fimmtudagur, apríl 10, 2003

......Ég var að komast að því að Friðrik
skólafélagi minn og mikill kommúnisti er með blogg, og verð ég að segja að þetta er eitt
heljarinnar blogg, algjör snilld sem hann er að skrifa um þarna. Hann skrifar skemmtilega
um hluti sem skipta heilmiklu máli í dag. Ég hvet alla sem eru hugsandi verur að leggja
leið sína á þessa síðu afþví að þarna er margt forvitnilegt......en fyrir hina sem hafa
mikla óbeit á því að leggja höfuð sitt í bleyti þá hef ég ákveðið að blogga eitthvað fyrir
ykkur.......Það er snilld að horfa á popp tíví, ég hvet ykkur öll til að glápa sem mest á
þessa snilldar stöð, hún hefur svo mögnuð áhrif á heilabúið. Fáið ykkur pepsi og Dorito's
því gauarnir á 70 mín borða það, Kaupið ykkur rís því þá eruð þið fersk eins og Birgitta
Baukdal, kaupið ykkur Pepsi því þá getið þið keypt poppspjald, horfið á Bachelor afþví að
þar sjáið þið hvernig á að reyna við karla/konur, gerið hitt og gerið þetta, þið eruð hvort
eð er öll svo vitlaus að þið látið markaðinn nauðga ykkur öllum, þið gleypið við öllu og
segjið ekki neitt, NAUÐGUN!

FM 99.4, FM 99.4, FM 99.4, FM 99.4, FM 99.4 FM 99.4 FM 99.4, FM 99.4, FM 99.4, FM 99.4

Útvarpsþátturinn Castro fór í loftið í dag og fékk góðar móttökur, þar var ýmislegt
rætt og mikið í gangi. Við spiluðum ýmsa skemmtilgea tónlist og heyrðum í hlustendanum
okkar en það var hann Valli, því miður voru ekki fleiri að hlusta. Hljómsveitin Drain
var að spila og verð ég að segja að það er algjört snilldar band. Þeir voru bara með
Bongó og gítar og spiluðu frumsamið lag fyrir okkur, við Steini tókum einnig eitt
rammpólitískt lag en það hljómaði einhvern veginn svona......Bush og Saddam eru
vondir menn....... osvfrv. Semsagt snilldar þáttur og hvet ég alla sem hugsa að
hlusta á þáttinn á Föstudaginn klukkan 14-16, þar munum við taka fleiri pólitísk lög ofl.


þriðjudagur, apríl 08, 2003

Útvarpsþátturinn Castro!

Miðvikudaginn 9. apríl, verður útvarpsþátturinn Castro, hann mun vera á tímabilinu frá 16:00-18:00. Umsjónarmenn þáttarins eru Jón Bjarki og Steinþór. Í þættinum verður fjallað um ýmisleg merkileg málefni sem koma okkur öllum við, heimsvaldastefna BNA verður tekin í gegn, og ýmislegt annað verður í brennidepli. Við félagarnir höfum einsett okkur það að spila ekki kapítalíska rusltónlist í þættinum okkar, þannig að fólk mun fá að heyra í ýmsu skemmtilegu sem er að gerast á bak við popp tíví markaðinn, FM 957 og allt þetta rusl. Semsagt alvöru tónlistarstefna og alvöru málefni, og auðvitað munum við ekki gleyma okkar margfræga húmor en hann mun án efa vera í algleymingi í þessum gleðiþætti sem er nefdur í höfuðið á hetjunni okkar, Castro en þess má geta að leyniþjónusta BNA hefur 15 sinnum reynt að drepa hann, geri aðrir betur!

......Kæri Valli, fyrirgefðu.......en er ekki mál til komið að taka aftur hatrömm orð þín í minn garð?

mánudagur, apríl 07, 2003

Halló og hó hó!

Ég ráðlegg öllum sem eru ekki að hugsa neitt að fara að hugsa, spáið í því ef allir hugsuðu, þá væri enginn sjálfstæðisflokkur, engin Birgitta Haukdal, enginn Goggi, ekkert stríð, allir myndu hugsa áður en þeir framkvæmdu. Þá kæmum við í veg fyrir allt það sem er leiðinlegt og ógeðslegt í okkar heimi, fólk þið verðið að fara að hugsa!
Sumir hugsa samt of mikið, þeir hugsa svo mikið að þeir vita ekki lengur hvað er hugmynd og hvað er raunveruleiki, hvað er satt og hvað er logið, þeir enda margir á geðspítala afþví að fólk skilur ekki hvað þeir eru að hugsa, en þeir sem hugsa svona mikið hafa komist af því að ekkert er öruggt í þessum heimi og þeir efast um allt, það getur verið hættulegt, en á sama tíma er það kannski það rétta, hvað er rétt og hvað er rangt? Það veit það engin.
Bara svona að spá, en góða nótt öllsömul, og hlustið á þáttinn Kastró á miðvikudag klukkan 16:00, þar verður allt tekið fyrir sem skiptir einhverju máli nú á tímum, þú ert aumingi ef þú hlustar ekki á Kastró!

sunnudagur, apríl 06, 2003



Spáið í því hvernig heimurinn væri ef til væri fullt af fólki sem hugsaði
eins og Gandhi, og berðist fyrir mannréttindum á friðasamlegan máta.
Þá væri kannski hægt að koma í vegfyrir stríðsglæpi BNA, ef fólkið
beitir réttum aðferðum þá er hægt að gera allt! ég er bara svona að spá,
spáið aðeins í því.....


Ritdeilur eru hafnar......

Valli er byrjaður að rífa kjaft á síðunni sinni, eftir langt hlé hefur hann ákveðið að byrja að skrifa, og það fyrsta sem honum dettur í hug að skrifa um er engin annar en herra Jón Bjarki. Til að byrja með drullar hann harkalega yfir fallegu hugsjónina mína um kommúníska eyju og segir að ég vilji drepa gamalt fólk. Valli minn það er greinilegt að þú hefur ekki kynnt þér kommúnisma vel, en ef þú hefðir gert það þá sæjir þú að kommúnískt kerfi stuðlar að samhjálp, sem leiðir sjálfkrafa að því að ég myndi hugsa vel um afa þinn á kommúnista eyjunni og redda honum kellingu og allar græjur. Afi þinn yrði ekki að borga fyrir sjúkrakostnað eða hjálp af einhverju tagi, heldur væri það hið vinnandi fólk í samfélaginu sem myndi borga slíkan kostnað. Er þetta ekki fullkomið Valli kapítalisti og BNA sleikja?
Á kommúnískri eyju væri forgangsraðað öðruvísi heldur en í geðveikum Bandaríkjunum, þar væri unnið að því að vinna saman að sameiginlegum markmiðum, og þau hljóta að vera þau að allir hafi það sem best, en ekki einhverjir örfáir náungar eins og Jón Ásgeir og Jón Ólafsson, vilt þú það Valli? Svaraðu mér því strax kapítalistinn þinn!
Valli setur sig á háan stall og setur út á þessa fallegu hugsjón, en hvað vilt þú Valli? Vilt þú líf þar sem fólk borgar fyrir það að fá sjúkrahúsaðstoð, vilt þú líf þar sem þeir ríkustu fá að læra en hinir fá enga menntun, vilt þú heim þar sem brjálaðir ofstækismenn, líkt og Goggi og fleiri vaða uppi og stefna heimsfriðnum í hættu aðeins vegna þeirra eigin hagsmuna, Valli svaraðu kapítalistinn þinn! Það lítur allavega þannig út, og það segir mér eingöngu að þú sér of geðveikur til að ræða þessi mál á almennilegum nótum.
Valli talar líka um það að ég vilji vera einræðisherra, halló ég er að tala um hreinan kommúnisma, ekkert djöfulsins kjaftæði, Stalín var hommi, Maó var vitleysingur og ég hef engan áhuga á því að stíga í fótspor þessara brjálæðinga. Þessvegna tala ég um kommúnisma, þar sem engin er æðri en hinir, allir vinna saman að markmiðinu sem skiptir alla miklu máli, en það er að gera lífið betra fyrir sem flesta. En Valli vill það ekki afþví hann er geðveikur eiginhagsmuna seggur sem hugsar aðeins sitt eigið rassgat og er skítsama um allt og alla, Valli farðu að þegja þar til þú hefur eitthvað merkilegt að segja. Valli þú ert kapítalisti, hvað vilt þú gera við Sólberg, hann á engan pening og býr á götunni, hann hefur unnið allt sitt líf en missti vinnuna um sjötugt, nú er hann atvinnulaus, húsnæðislaus og fatalaus, hvað vilt þú gera!
Ég vona að Valli muni svara mér sem fyrst, og þar sem ég tel að hann hafi ekkert vit á því sem hann er að segja þá býst ég við afsökunarbeiðni!

p.s. Mér finnst að sumir snillingar eigi að halda áfram að blogga!



föstudagur, apríl 04, 2003



Hugmyndahornið.....

Stundum langar mér að flytja héðan í burtu og finna flotta eyju einhversstaðar og koma þar á réttlátu samfélagi þar sem allir vinna saman. Ég er stundum að spá í þessu, svona eins og í snilldarmyndinni Beach, þar sem ákveðinn hópur af fólki er á paradísareyju og lifir einföldu og fullkomnu lífi........þar til þau klúðra því gjörsamlega og eyðileggja allt, en ef við gleymum því þá var þetta frekar flott líf hjá þeim, fannst mér. Þetta ætti ekkert að vera flókið, ég byrja bara á því að finna nokkra snillinga sem væru til í að koma með mér og svo legðum við bara á stað.
Við finnum eyju einhversstaðar í suður ameríku eða asíu og komum okkur svo einhvernveginn þangað, byggjum okkur nokkra fína kofa og ræktum grænmeti og ávexti, og veiðum okkur til matar. Þess á milli myndi maður njóta lífsins og leika sér, skreppa á meginlandið og sækja sér nauðsynjavörur, lífið væri hreinn unaður. Þetta er hreinn kommúnismi, og þarna er bara fólk sem vill taka þátt í honum, þannig gengur hann upp, ef allir vilja taka þátt. Það er ekki hægt að þvinga kommúnismanum upp á fólkið, fólkið þarf að vilja hann, allir þurfa að hjálpast að, þannig er fallega hugsjónin um Kommúnismann. En allavega þá hugsa ég oft út í þetta, en svo hugsa ég með sjálfum mér, hættu þessu þvaðri drengur þú þarft að fara í skólann og vinna og eignast peninga og gera þetta og hitt, og ég held áfram að lifa lífinu eins og þið hin..........

Og smá speki um BNA
........................................................

"the West won the world not by the
superiority of its ideas or values or
religion but rather by its superiority
in applying organized violence.
Westerners often forget this fact,
non-Westerners never do."

......................................................
Samuel P. Huntington


Þessi nýji Placebo diskur er stakasta snilld, er hjá Steina núna og er að hlusta á hann, þetta er bara geðveiki, verð að fara að kaupa þessa plötu núna. Það var ræðukeppni upp í skóla í gær og verð ég að segja að hún hafi verið annsi klikkuð, þó ekki sé meira sagt. Umræðuefnið var sóðaskapur og vorum við með en fávitarnir þrír á móti. Þarna var skítkast og vatnshellingar á báða bóga, en þar sem við vorum sóðarnir þá borðuðum við kúk og köstuðum honum út um allt. Allavega þetta var mesta ruglræðukeppni sem ég hef séð og stefnum við bara að góðu innanskólamóti á næsta ári, Mælsku og rugl ræðukeppni Borgó eða Morbó! þar sem allir eiga að taka þátt og við reynum að koma á laggirnar nokkuð mörgum liðum og höfum bara gaman.
En keppnin fór þannig að heildarstig voru um 1300, munur á liðum var 570 stig, sem er annsi mikið, við fengum 935 stig en hommarnir þrír fengu 365 sem er annsi lítið, meðalstig á ræðumann hjá þeim hefur verið svona 122 stig, góður árangur hjá þeim. Gísli Berg fékk einhver 250 refsistig þannig að það setti smá strik í reikninginn en þeir voru samt mjög lélegir allir saman, þeir voru allir lægri en við. Við vorum líka í ruglinu en tókum þá samt í boruna þessa aumingja. Símon var í einhverju algjöru rugli og við skyldum ekkert hvað vitleysingurinn var að segja, Gísli var bara alltaf að syngja eitthvað og var fyndinn á köflum en hann var mjög langdreginn, Hlynur var bara að spila einhverja spólu frá símtali sem átti að vera við mig, það var alveg fyndið. Þannig að þetta var alveg gaman og vonandi verður Morbó flott á næsta ári.
Ég vil bara skila kveðju til Hlyns, Gísla og Símons og segja þeim að leiðrétta skrif sín á Borgaranum þar sem þeir tala um rúst og eitthvað kjaftæði, við rústuðum ykkur hommagerpin ykkar! Þið eigið ekki séns í Palestínska landsliðið! Engin á séns í Palestínska ræðulandsliðið!

Ég fór á LA efti keppni og það var snilld, hitti vinstri græna, einn ómarinn í keppninn var VG maður þannig að það var gaman að spjalla við hann, hitti einnig Gunnar VG mann og spjallaði við hann um allt það sem skiptir máli í dag og eitthvað fleira. Var samt eiginlega að tala við Selmu allt kvöldið og það var mjög skemmtilegt. Alltaf jafn gaman að skella sér á bjórkvöld. Ræðukeppni í kvöld, úrslitin MR og Verzló, það verður gaman en ég er farinn.......njótið lífsins á meðan!

miðvikudagur, apríl 02, 2003

ekkert að segja en kíkið á þetta blogg, gaur sem býr í írak og er að lýsa lífinu þar nú og svona, Salam Pax!
Ég vil einnig benda ykkur á kæra fólk að stríðinu í Írak fylgir mikið ógeð, og hvet ég ykkur til að kíkja á þessa síðu en hún sínir mikinn viðbjóð sem fólk í Írak þarf að búa við þessa dagana. Mér líður vægast sagt illa þegar ég sé þessar myndir og hugsa til þess að landið mitt Ísland styðji við það sem á sér stað í Írak. Ég hvet þessvegna alla til þess að fjölmenna við stjórnarráðið á Laugardag klukkan 14:00.
Ræðukeppnin á morgun kl 20:00, þetta verður algjört bull, en pottþétt gaman, setjið upp sóðaskapinn því hann er æði!

þriðjudagur, apríl 01, 2003

........ Hey eru ekki allir í stuði? það ættu allavega allir að vera í svaka stuði núna afþví þetta er fallegur og góður dagur. Og Steinþór er fallegasti maður jarðsíkisins!! Ég var bara í góðu stuði í skólanum og hvað haldiði að hafi gerst, Fókus kemur bara og tekur mynd af kallinum og allar græjur, ég var spurður um tískuna í skólanum og bla bla bla, ÉG og TÍSKA? en allavega ég verð ábyggilega í Fókus á föstudag. Dagurinn varð ekki mikið betri eftir þetta og ég held í drauminn um það að ég muni öðlast frægð og frama í tískuheiminum eftir þetta skemmtilega viðtal.
En að öðru, það verður ræðukeppni í skólanum á fimmtudag og munum við rökræða um sóðaskap, ég steini og Valli erum með sóðaskap en Hlynur, Gísli og Símon á móti, keppnin verður klukkan 20:00 á fimmtudagskvöld, allir að mæta sem hafa gaman að rugli! ég get lofað fólki því að það verður nóg um vitleysu í þessari keppni og þetta verður ábyggilega mjög áhugavert. Svo er náttúrulega bara brjálað stuð á LA eftir keppnina! Sóðaskapur er af hinu góða, sóðaskapur er æðislegur, verum sóðar og elskum hvort annað!